Heima er bezt - 01.12.1955, Blaðsíða 27
Nr. 12
Heima er bezt
379
vera smáglettinn og stríðinn,
og í þetta sinn varS það sterk-
ara en hræðslan. Hann fór því
út að sækja nokkra steina og
lét þá í húfuna, því að nú skyldi
gera djarfa atlögu að djöfsa.
Þegar Kristján kemur aftur
inn í húsið, hafði kauði fært sig
úr stað og var nú kominn fast
að stallinum.
Kristján henti þá þegar í
hann fyrsta steininum, en hitti
ekki. En við annað kastið kom
steinninn á hann miðjan, og
stappaði þá djöfsi niður fótun-
um og ókyrrðist mjög. Herti þá
Kristján á steinkastinu og tókst
að hæfa hattbarðið að framan,
en við það lyftist hatturinn upp
að aftan og ætlaði þá að hvolf-
ast við, en kauði þrífur þá í
hattbörðin og þrýsti hattinum
niður á hausinn. Og er hann þá
sýnilega kominn í mjög æst
skap, því hann kemur þá vað-
andi fram eftir húsinu. Kom þá
að Kristjáni nokkur geigur og
leizt honum ekki á að bíða eftir
kauða, en snaraðist þegar út úr
húsinu. En ekki var hann samt
á því að hætta, heldur herðir
hann enn upp hugann og safn-
ar að sér steinum á nýjan leik.
Þegar hann kemur aftur að
hesthúsdyrunum, sér hann, að
djöfsi hefur fært sig til og er nú
kominn rétt inn að gafli á hús-
inu. Við þetta brá Kristjáni
mjög, því nú varð hann að fara
lengra inn í húsið, sem var langt
og mjótt, og versnaði aðstaða
hans því, bæði til sóknar og
varnar. En hann sá, að nú var
annaðhvort að duga eða drepast.
Og lét hann nú steinkastið
dynja á djöfsa og hitti nú beint
framan í hann. En við þá send-
ingu hoppaði hann upp og
hvæsti. Þá leizt Kristjáni ekki á
blikuna og tók til fótanna út úr
húsinu og til systra sinna. Hann
sagði þeim þá, hvað fyrir sig
hefði borið og bað þær að koma
með sér út í hesthúsið, ef ske
kynni, að þær sæju það líka.
En þegar þau eru að beygja fyr-
ir reykhúshornið, kemur maður
ríðandi og fer af baki við hest-
húsið, og er það Jónas Guð-
brandsson, bóndi í sólheimum.
Hann ætlar þá að láta hestinn
inn í hesthúsið, en Kristján seg-
ir honum að sleppa hestinum á
túnið; hann megi kroppa þar
meðan hann standi við.
Þóttist nú Kristján ekki leng-
ur í vafa um, hver hefði verið á
stjái í hesthúsinu, því á þeim
árum var það almanna rómur,
að Móri fylgdi fólki frá Sól-
heimum.
II.
Heyskaparfólkið.
Þetta var í ágústmánuði árið
1915. Þá var það aðalstarf
Kristjáns að sitja hjá kvíaán-
um, eins og svo oft áður, því á
þeim árum var víða fært frá, en
fór þá úr því að smáleggjast
niður.
• Þegar líða tók á sumar, var
það siður á Hróðnýjarstöðum,
að staðsetja ærnar á víðáttu-
miklum flóa vestanvert við tún-
ið, ef þurrkur var, svo að sá sem
gætti ánna gæti verið eitthvað
við snúninga heima við.
Þennan dag, sem hér um ræð-
ir, var þurrkur og var Kristján
því heima við. Það taldi hann
mikla hamingjudaga, því hon-
um leiddist hjásetan. Klukkan
7 um kvöldið fer Kristján að
huga að ánum, en bregður þá
heldur í brún, því þær voru þá
allar horfnar. Datt þá Kristjáni
í hug, að þær væru sennilega
komnar á fjöll og tapaðar, því
mývargur hafði verið um dag-
inn, ekki all-lítill og höfðu
skepnur þá engan frið og tóku
þá stundina snarpa spretti eitt-
hvað út í buskann.
Þegar Kristján kom fram á
svokallaðan Heimri-Hrygg, sá
hann stóran fjárhóp fram í
Gvendarsundi. Þar er gott beiti-
land, víðir og kjarr og stórar
stararbreiður. Neðst í sundinu
stóð lítið topptjald, sem Kristj-
án notaði, þegar vont var veður.
Hélt hann nú áfram fram á
Nýpurholt, en þar stóð gamalt
hjásetuhús, sem smalar notuðu
áður fyrr, en var nú að hruni
komið. Þaðan sá vel fram í
Gvendarsund, og dreifðu ærnar
sér þar til og frá í mestu mak-
indum. En fleira var þar en
ærnar, sem Kristján átti ekki
von á að þar væru.
Neðst í sundinu sá hann þrjá
karlmenn við slátt og þrjá
kvenmenn að raka af miklum
krafti. Menn þessir voru í bláum
stökkum og hárauðum buxum,
en þær voru í rauðum blússum
og bláum pilsum. Þarna höm-
uðust stúlkurnar að saxa heyið
og bera í fangahnappa, en þeir
slógu af kappi.
Kristjáni varð mjög starsýnt
á sýn þessa og staldraði við um
stund, þar til fólk þetta fór allt
í einu upp hjá kletti, sem stend-
ur efst í sundinu sunnanvert og
þar hvarf það sjónum hans. Og
hafði þá sýn þessi staðið um
eina klukkustund, frá því Kristj-
án sá hana fyrst og þar til hún
hvarf. Þess skal líka getið, að
vegalengdin frá holtinu, þar
sem Kristján stóð og fram í
Gvendarsund, telur hann um 6
hundruð metra. í sambandi við
sýn þessa lætur Kristján þess
getið, að þótt hann liti af fólk-
inu, til þess að líta til kinda,
þá sá hann það alltaf aftur.
Daginn eftir sat Kristján yfir
ánum á sömu slóðum. Tekur
hann þá eftir því, að tjaldið
hallast óeðlilega mikið á aðra
hliðina. Hann gekk þá til tjalds-
ins, til þess að athuga þetta bet-
ur og sér þá, að öll stögin á suð-
urhlið tjaldsins eru skorin í
sundur niður við hæla, eins og
það hafi verið gert með beittum
hnífi eða hvössu eggjárni.
Þremur dögum síðar fór Einar
faðir Kristjáns með allt sitt fólk
fram í Gvendarsund til heyskap-
ar, því að þar var mokslægja og
engin merki þess, að þar hefði
verið slegið, þótt gengið væri um
allt sundið og það athugað ná-
kvæmlega.
m.
Söngurinn í Klifhausnum.
í septemberbyr j un sumarið
1918 átti Kristján að sækja tjald
fyrir föður sinn fram í svokall-
að Klifsund. Hafði fólkið verið
þar síðast við heyskap og kom-
ið að heyskaparlokum þar fram
á fjalli, en tjaldið af einhverjum
ástæðum orðið þar eftir, þegar
fólkið hætti að heyja þar fremra.
Hann hafði gæfan og stilltan
hest til ferðarinnar, því að hann
átti að reiða tjaldið á honum
fyrir framan sig.
Ekkert gerðist sögulegt á leið-
inni og eftir hálfan tíma var
Kristján kominn í tjaldstað.
Tjaldið stóð í brekkukima neð-
anhallt við stórgrýtta urð, en