Heima er bezt - 01.12.1955, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.12.1955, Blaðsíða 30
«* Úr söfnum elztu ljós- myndara á íslandi ÞESSI BÓK er einstök í sinni röð. — Hún veitir ykkur innsýn í liðna tíð, tíð afa ykkar og ömmu, og jafnvel ennþá lengra. Myndirnar eru margvíslegar, bæði úr bæjum og sveitum. Þarna sést m. a. góðskáldið Matthías Jochumsson á tröpp- um Odda-kirkju, Helgi Helgason tónskáld með hornaflokk sinn á Lækjartorgi, Hallgrímur í Guð- rúnarkoti í réttunum, hefðar- konur í skrautklæðum, Hannes Hafstein og sr. Árni á Skútustöðum á leið úr Dómkirkjunni ásamt fleirum, gömlu kaupmennirnir á Eyrarbakka, bruninn mikli á Akureyri, verzlunarhúsið á Borðeyri, Vopnafjörður, bændur fyrir bæjardyrum með hjúum sínum o. fl. o. fl. — Myndirnar eru sannur vitnisburður um íslenzkt líf og íslenzka hætti nokkra áratugi fyrir síðustu aldamót og rétt eftir þau. Þær sýna fólkið við skemmtanir, í útreiðartúr, í dansi, við spilaborð. Þær sýna lestaferðir og sjóróðra, ýmsa verzlunar- hætti og vinnandi fólk við hversdagsleg störf. Sumt af því er gleymt eða óþekkt, en það var samt á sínum tíma fólkið, sem með erfiði og hagleik handa sinna hélt uppi hinu starfandi þjóðfélagi. Bókaútgáfan NORÐRI

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.