Heima er bezt - 01.12.1955, Blaðsíða 13
Nr. 12
Heima er bezt
365
heyið. Þessi fallegu skip, sem
löngum þutu áfram undir þönd-
um seglum, urðu þá að fljótandi
heystökkum og dröttuðust rétt
aðeins áfram undan áratogum
stritandi manna. —
Það var ekki aðeins einni og
einni fleytu, sem hrint var úr
vör í eyjunum á gangnadaginn.
Heldur heilum flota af fegurstu
og beztu skipum. Og nú var ekki
stefnt á vastir eftir fiski, eða á
djúpmið í leit að hákarli. Öllum
var þeim haldið inn á fjörðinn
— til lands. Þessum man ég bezt
eftir: — Hring úr Hergilsey, Leif
og Breið úr Flatey, Blíðfara úr
Bjarneyjum, Blika úr Svefneyj-
um, Agli og Skrauta úr Hval-
látrum, Svan og Draupni úr
Skáleyjum, Veturliða úr Sviðn-
um. Þessi skip voru misstór, þó
öll teldust þau áttæringar, mis-
jafnlega búin seglum, sigldu
ekki öll jafn vel og formennirn-
ir voru ekki allir jafn slíngir við
stjórnina, þó allir væru þeir
hraustir menn og vel færir í
sínu starfi. — Drýgstur á bógn-
um mun Egill í Látrum hafa
verið, enda stærstur og oft val-
inn maður við hvern enda. Ann-
ars var reynt að velja úr mönn-
um í þessar ferðir, svo sem
kostur var á. Þá var nóg fólk í
eyjum, og byggð í mörgum sem
nú eru í eyði. Róðrar í verstöðv-
um ekki hafnir svo snemma
hausts, og voru því tómthús-
menn, sem voru fleiri og færri
í hverri ey, oft í þessum ferðum
með bændum.
Fimm til sjö manna áhöfn var
á hverju skipi. Minna þótti ekki
fært að leggja upp með, í marga
og stranga fjárflutninga á
haustdegi, þegar allra veðra er
von og dagur stuttur. Það þurfti
að vera hægt að kippa undir
vind, jafnvel taka barning alla
leið, hagræða seglum í vondum
veðrum, brýna skipum undan
sjó og gæta þes^ að kindur
træðust ekki undir eða hrykkju
út á leiðinni o.s.frv. Þegar búið
var að iáta 70—80 kindur út í
áttæringsskip, var orðið þröngt
í því, og mátti hafa vakandi
auga á öllu, ef mótvindur var
og ferðin tók langan tíma. Eldra
fénu er oftast óhætt. Það er
vant volkinu. Það raðar sér með
borðstokkunum og stendur af
sér hverja skvettu eins og vík-
ingar. Lömb og yngra féð er lin-
gerðara. Það vill bresta kjark,
ef ágjöf er til muna, leggjast
niður og gefast upp. Verður þá
að hafa stöðugt eftirlit með, að
það kjarkmeira sem uppi stend-
ur, troði ekki hitt undir fótum
sér til óbóta. Var hreinasta
furða hve vel tókst að forða öllu
frá slysum. Það var viðburður
á margra ára fresti, að kind biði
bana í þessum flutningum, eða
meiddist svo að brögð yrðu að.
Var þó sjóleiðin 7—10 sjómílur.
Fjárflutningarnir, haust og
vor, voru einu nafni nefndir
LANDFERÐIR —. Þeir stóðu oft
lengi yfir, einkum á haustin. Ef
þrálát utan átt var, (vestan eða
sunnan), var lítt mögulegt að
sækja út í eyjarnar með hlaðin
skip af fé móti sjó og vindi,
meðan ekki var á annað að
treysta en seglin og árarnar.
Þverseglin gömlu voru þung í
vöfum, og ekki hentug í slíkar
ferðir. Kom því oft fyrir, að
mönnum legaðist í landi dögum
saman, ef þannig viðraði, þó
sæmilegt veður mætti kallast til
annarra verka. — Eftir að
seglabúnaður breyttist, og gaff-
alsigling var sett á skipin, lag-
aðist þetta nokkuð. Með þeim
var hægra að sækja út yfir fló-
ann, þó blési á móti.
En lægði veðrið voru ferðirnar
sóttar af kappi, og þá enginn
munur gerður á sunnudegi og
mánudegi. Því var heldur ekki
sinnt, þó ekki væri orðið full-
bjart, þegar lagt var af stað að
morgni, og farið að rökkva þeg-
ar skriðið var í hlöðuna að
kvöldi. Formönnum voru allar
leiðir kunnar, og kom það sér
stundum betur. Fá slys hafa
orðið í fjárflutningum á Breiða-
firði. Þó eru þau til.
Ekki var hægt að hýsa alla
þessa sjófarendur inn í bæjun-
um, sízt þegar margar skips-
hafnir gistu á sama bænum.
Einhverri hlöðunni var því
breytt í gistihús eða verbúð,
meðan á ferðunum stóð. Þang-
að báru menn nestisskrínur
sínar og þar var sofið um næt-
ur. Og það var ekkert neyðarúr-
ræði.Þurrt og ilmandi fjallaheyið
var hið ákjósanlegasta hvílurúm.
En þó svo væri, kom fyrir að ekki
var mikið sofið. Mönnum varð
oft ærið skrafdrjúgt inni í bæj-
unum fram eftir kvöldinu.
Margs þurfti að spyrja. Um hey-
skapinn, um markaði og sölu-
horfur á kjötinu, í hinum ýmsu
kaupstöðum, sem fréttir höfðu
borizt úr o.s.frv. Og svo var mik-
ið spekúlerað í veðrinu, hvernig
það mundi verða næstu daga,
því nú þurftu menn svo mjög á
góðu veðri að halda. — Þegar
svo loks var skriðið í bælin, var
ekki alltaf góður svefnfriður.
Heyið gekk eins og skafbylur um
alla hlöðuna. Ollu því einkum
strákar, er gaman höfðu af ert-