Heima er bezt - 01.03.1956, Page 5

Heima er bezt - 01.03.1956, Page 5
Friðrik byrjaði að tefla 11 ára að aldri. Tók hann þá þátt í fjölskák við Baldur Möller. Síðan hefir skákíþróttin verið hugðarefni hans, og hann rækt hana að staðaldri. En þótt hann hafi iðkað íþrótt sína af kappi, þá stundaði hann jafnframt nám í Menntaskólanum í Reykjavík, og lauk þaðan stú- dentsprófi 1955. Er það í sjálfu sér ekki lítið afrek, að ljúka erfiðu skólanámi samtímis því, sem hann kemst í fremstu röð skákmanna á Norðurlöndum að minnsta kosti, þar sem sú íþrótt krefst bæði mikils tíma og andlegrar áreynslu. Friðrik hefir á þessum árum tekið þátt í fjölda kappmóta. Hér heima hefir hann þó ekki teflt síð- an 1953 fyrr en í vetur. Hann hefir keppt tvisvar um skákmeistaratitil Norðurlanda, tvisvar á Ólym- píumótum, í Finnlandi og Hollandi, einu sinni austur í Prag og fjórum sinnum alls í Englandi, þar af tvisvar á Hastingsmótum. Á öllum þessum mótum hefir hann getið sér hinn bezta orðstír, og sýnt sig vera snjallan skákmann og vaxandi í íþróttinni. Hastingsmótið í vetur telur hann hina hörðustu raun, er hann hefir komizt í. En afrek hans þar var einnig hið glæsilegasta. Innan skamms tekur hann þátt í tveimur mótum. Keppa rússneskir skákmeistarar á öðru þeirra, en hitt er landakeppni meðal stúdenta. Friðrik Ólafsson er enn kornungur, svo að kalla má, að hann sé einungis að hefja feril sinn á skák- brautinni. Óvenjumiklar vonir hljóta að vera við hann tengdar, og víst er það, að hann hefir þegar unnið hug og hjarta þjóðar sinnar, og margar árnaðaróskir fylgja hinum geðfellda, yfirlætislausa skáksnillingi, hvar sem liann leggur leiðir sínar til þess að afla sjálfum sér frama og þjóð sinni sæmdar. Ljósmynd: Tryggvi Haraldsson. MYNDASKÝRIN GAR Yzt til vinstri: Friðrik teflir við 10 meistaraflokksmenn á Akureyri (ljósm. Kristján Hallgrímsson). Efst til hægri: Friðrik gefur eiginhandaráritun sína á Ol- ympiuskákmótinu í Hollandi. í miðju til hægri: Frá einviginu við Pilnik.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.