Heima er bezt - 01.03.1956, Side 7
ar liggja húsbændurnir í rúminu vikum sam-
an á vetrum og tefla skák og kotru; verða
vinnuhjú og börn að bera þeim mat og
drykk á meðan, svo og annast önnur heimilisstörf."
A þessa lund segist frá einum elzta ferðabókarhöf-
undi, sem um ísland hefir ritað, en það var Þjóð-
verjinn Gories Peerse. Rit hans urn ísland var
prentað í Hamborg 1561. Saga þessi gekk síðan
aftur í dálítið breyttum myndum í öllum þorra
frásagna af Islandi og íslendingum, allt fram á 18.
öld. En jafnframt var þar viðbætt ýmsum lofsyrð-
um um snilli Islendinga í þessari íþrótt.
Gories Peerse var að vísu ýkinn í meira lagi,
þótt næsti eftirmaður hans í frásögnum frá íslandi,
Dithmar Blefken, færi ef til vill enn gálauslegar
með sannleikann. En þó að svo sé, og saga þessi hafi
augljósan lygasögublæ, má þó ætla, að einhver fót-
ur hafi verið fyrir henni, þ. e. sá, að höfundi hafi
verið kunnugt um, að íslendingar stunduðu þessar
listir af nokkru kappi.
Ekki er kunnugt, hvenær skáktafl hefir borizt
fyrst hingað til lands. Jón Aðils telur í Gullöld
Islendinga, að það hafi fyrst verið á 13. öld, og
fullvíst er, að þess er ekki getið fyrr í öruggum
heimildum, því að ekkert verður ráðið af ummæl-
um um töfl í eldri sögum, því að kunnugt er, að
menn iðkuðu ýmis önnur töfl, og mun hneftaflið
hafa verið algengast. Hinsvegar mun mega telja
fullvíst, að skáktafl hafi verið kunnugt á Norður-
löndum allmiklu fyrr, eins og sjá má af eftirfar-
andi sögnum.
Hin elzta frásögn um skáktafl í íslenzkum forn-
ritum er í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Segist
Snorra svo frá tildrögunum að drápi Úlfs jarls Þor-
gilssonar, mágs Knúts hins ríka. Úlfur hafði búið
konungi veizlu í Hróarskeldu haustið 1026; var
það einn dag, að konungur var fámálugur, og bauð
jarl honum þá að lei'ka að skáktafli. „En er þeir
léku, þá lék konungur fingurbrjót mikinn; þá
skækði jarl af honum riddara. Konungur bar aftur
tafl hans og segir, að hann skyldi annað leika. Jarl
reiddist og skant
niður taflborðinu,
stóð upp og gekk í
brott. — Konungur
mælti: „Rennur þú
nú Úlfur inn ragi?“
Jarl sneri aftur við dyrnar og mælti: „Lengra mynd-
ir þú renna í Ánni helgu, ef þú kæmir því við,
kallaðir þú eigi þá Úlf inn raga, er ég lagði til að
hjálpa þér, er Svíar börðu yður sem hunda.“ Gekk
jarl þá út og fór til svefns. En áður um sumarið
hafði Úlfur borgið konungi, er hann var nauðug-
lega staddur í bardaga í Ánni helgu í Svíþjóð. Kon-
ungur reiddist mjög, og lét hann drepa jarl þegar
næsta morgun. Enda þótt deila um skáktaflið sé
látin ráða hér úrslitum um þessa atburði, verður
að minnast þess, að miklar greinir höfðu áður orð-
ið með konungi og jarli.
Þá segir frá því í Knýtlinga sögu, að Valdimar I.
Knútsson, Danakonungur, sæti að skáktafli, er
frændi hans, Sveinn svíðandi, réðst að honum með
svikum í Hróarskeldu árið 1157. í báðum þessum
frásögnum er taflleikurinn tengdur örlagaríkum
atburðum. Sögurnar eru að vísu skráðar allmiklu
seinna, en atburðir þessir gerðust, en sennilegt er,
að arfsögn hafi geymst um svo mikil tíðindi, og
víst er að minnsta kosti, að sagnaritararnir hafa
verið þess fullvissir, að skáktafl hafi verið iðkað
meðal höfðingja á þeim tíma, er sögurnar gerð-
ust. Einkum er sögn Snorra merkileg, því að auk
þess, sem hún bendir til vitneskju hans um, að
skák hafi verið tefld í Danmörku þegar á 11. öld,
þá sýnir hún einnig, að hann hefir sjálfur vitað
nokkur skil á taflinu. Ekki er mönnum nú kunn-
ugt við hvað er átt með orðtækinu að „leika fingur-
brjót“. Orðabókarhöfundurinn Fritzner þýðir það
einungis með „fejltræk“, þ. e. glapleik, og Ólafur
Davíðsson er þar engu fróðari. Má vel vera, að það
sé rétt þýtt, en hinsvegar gæti verið um einhvern
sérstakan glapleik að ræða, sem Snorra hefir verið
kunnugt um, en hvort sem heldur er, bendir orða-
tiltækið til þess, að sá, er ritaði, hafi verið kunnugur
taflmáli, og þá um leið leiknum sjálfum.
í Noregi er skáktafls fyrst getið árið 1238, í sögu
Arons Hjörleifssonar. Þar segir frá því, er Þórði
kakala Sighvatssyni barst fregnin um Örlygsstaða-
bardaga og lát föður hans og bræðra, þá hafi hann
setið að skáktafli með Hrana Koðránssyni.
Um þær sömu mundir er skáktafls fyrst getið á
íslandi, í Þorgils sögu skarða. Það gerðist árið 1241,
að þeir urðu ósáttir út af tafli Þorgils, og Sámur,
frændi Gissurar Þorvaldssonar. Var Þorgils þá 15
ára að aldri og haldinn í gislingu hjá Gissuri í
Myndimar sýna íslenzka skákmenn úr Þjóðminjasafni, gerða úr tönn eða hval-
beini. Þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, segir að þeir beri allir gamlan svip,
jafnvel miðaldalegan, og enginn sé að líkindum yngri en frá 17. öld.
Heima er bezt 59