Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 9
Nr. 3
Heima
---er bezt
61
Frá 7.one-mótinu i Prag 1953. Friðrik ólafsson teflir við ungverska stórmeistarann Szabo, sem varð annar á mótinu. Sænski
stórmeistarinn St&hlberg gengur fram hjá borðinu.
ingum og eignaskrám einstaklinga og máldögum
kirkna fram undir siðaskipti, en öllu lengra er út-
gáfu Fombréfasafnsins ekki komið. Tæplega verð-
ur þó af þessum skjölum ráðið, að taflið.hafi verið
algengt, því að miklu eru þeir gjörningarnir og
skrárnar fleiri, þar sem tafls er ekki við getið, en
hitt er Ijóst, að talið hefir það verið til verðmæta.
Merkileg heimild er í Búalögum, tveimur af hinum
eldri gerðum þeirra, sem ætlað er að séu frá 15. öld
eða byrjun 16. aldar. í eldri skránni er það metið
12 álna virði að kenna skák, en 9 álnir í yngri
skránni. En verðlag er lægra þá, því að smjörfjórð-
ungurinn (5 kg) er metinn á 10 álnir í fyrri skránni
en 8 álnir í þeirri seinni. Geta menn dálítið ráðið
af þessu, kvað það liefir kostað í þann tíma að læra
skák, sennilega þó varla meira en mannganginn.
En auðsætt er af þessu, að nokkurs hefir þótt um
það vert að læra þessa áþrótt, en gera má þó ráð
fyrir, að naumlega hafi aðrir en höfðingjar og efna-
menn leyft sér þann munað.
Frá 16. og 17. öld eru nokkrar vísur nafngreindra
skálda, sem sýna ótvírætt, að skáktafl hefir verið
um hönd haft til skennntanar. Kunnust er vísa Jóns
biskups Arasonar frá því um 1530, er hann kvað
einn vetur, er menn voru komnir til hans, og hann
þóttist ei hafa mjöð eða mungát sínum gestum að
veita:
Til hefi’ eg tafl með spilum
tölur, sem leggi og völur,
skák með sköfnum hrókum
skjótt og kotru hornótta,
hörpu heldur snarpa
hreysta með girnis neistum,
fón með fögrum sóni
fengið til lykla og strengi.
Sjá má af þessu, að við eitthvað gátu gestir á Hóla-
stað skemmt sér um þessar mundit. Meira en öld
síðar yrkir síra Stefán Ólafsson í Vallanesi taflvísur
sínar, og eru þessar þar á meðal: