Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 10
62 Heima Nr. 3 --------------------------------er bezt---------------------------- Jón leikur skár skák, skók hann af mér hvern hrók biskupinn fékk rórask, riddarinn og peðsnidd, á gömlu er komið gangsvingl gáði hún ekki að ná bráð, kongurinn með forfang fékk mátið oflát. Einnig kveður hann: Fallega spillir frillan skollans öllu, frúin sú, sem þú hefir nú að snúa, heiman læmist hamin í slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka, riddarinn staddur, reiddur, leiddur, hræddur, reiður veður með ógeð að peði, biskups háskinn blöskrar nízkum húska, við bekkinn gekik, svo hrekkinn þekkir ekki. Síðari vísan er einnig eignuð Guðmundi Bergþórs- syni á Stapa og síra Brynjólfi Halldórssyni í Kirkju- bæ. Olafur Davíðsson getur um þá sögu, að Ragn- heiður Brynjólfsdóttir, biskups, hafi kveðið vís- una, til að hjálpa manni, sem halloka fór í tafli fyrir föður hennar, en hann hafði mætur á skák- tafli. Munnmælasögn hermir þau orð eftir Guð- brandi Hólabiskuþi: „Skák hefi ég teflt bæði ung- ur og gamall.“ Sagnir þessar sýna, að almennings- álitið hefir a. m. k. talið það sóma vel hinum niiklu kirkjuhöfðingjum, að tefla skák. Þegar hér er komið, fara ferðabækurnar og um- mæli þeirra að verða helztu heimildirnar, og eru þó margar þeirra næsta óáreiðanlegar. Áður er getið ummæla Gories Peerse, en eftir honum er sagan tekin í ýmsum afbrigðum. Blefken segir hana nær óbreytta, en Norðmaðurinn Peder Claussön, sem gaf út Noregs lýsingu um 1630, segir að íslend- ingar tefli manna bezt skák, og stundum standi eitt tafl yfir í margar vikur. Margir taka þetta upp, en allt um ýkjurnar má líklegt telja, að skáklistin hafi verið farin að breiðast nokkuð út meðal al- mennings um þessar mundir; er það haft eftir Arn- grími lærða, að skák sé mikið tefld á íslandi. Samtíðarmaður Arngríms, Ole Worm, var íslend- ingum kunnugur, og þeim vinveittur. Segir hann margt um þá í ritum sínum. Meðal annars talar hann um hagleik þeirra, og segir, að þegar dagur er sem stytztur á vetrum, sitji þeir við arininn og smíði ýmislegt úr hvalbeini, einkum skákmenn. Segist hann hafa fengið nokkur sýnishorn af tafl- smíðum þeirra með grænum og hvítum lit, og séu taflmennirnir svo vel smíðaðir, að á hverjum ein- um sést vel, hver völd hann hefir í taflinu af út- liti hans og búningi. Annar, J. Wolf, getur þess um sömu mundir, að íslendingar geri fögur töfl úr hvalbeini og selji þau dýrt. Um miðja 18. öld dvaldist Daninn Niels Horre- bow um skeið á íslandi. Hefir hann ritað merka bók um dvöl sína hér með lýsingum af landi og þjóð. Gerir hann sér far um að hrekja öfgar og ýkju- sagnir eldri höfunda, einkum Andersons, borg- meistara í Hamborg, sem gaf út rit um Island 1746. Hér eru ummæli Horrebows um skákíþrótt íslend- inga rakin orðrétt, en hann segir svo: „Ekki verður með sanni sagt, að íslendingar leggi sérlega mikla stund á nokkur spil, enda þótt nokkrir þeirra tefli skák og spili á spil, svo sem hin venjulegu spil, styrvolt og lanter. Þegar talað er um, að íslend- ingar leggi sérlega stund á skák, sem þeir séu miklir snillingar að tefla, eins og feður þeirra voru, þá er þetta einungis satt að því leyti, að skákkunnátta er almennari meðal þeirra en vor, þar sem títt er að hitta íslenzka almúgamenn, sem tefla vel skák. Ég get ekki sagt, að Íslendingar nú séu miklir skák- snillingar, eða iðki hana mjög, en sennilegt er, og því trúa íslendingar sjálfir, að forfeður þeirra hafi verið þeim snjallari í því efni. Aðalorsökin til þess að erlendir höfundar hafa eignað íslendingum þessa íþrótt, er sennilega sú, að með því móti gafst þeim tækifæri til að endur- taka ýmsar svívirðingar um þjóðina. Þannig hafa höfundar þessir þakkað skákfærni íslendinga því, að þeir hafi svo miklar tómstundir, þegar vertíðin er úti, næturnar séu langar, og þeir nenni ekki að vinna meira en hið allra nauðsynlegasta. Tómstundir íslendinga eru einmitt stundum á vertíðinni, en þá kemur margt manna saman í ver- stöðvunum víðs vegar að. Þegar landlegudagar koma sakir ógæfta, verða þessir aðkomumenn að hafa eitthvað fyrir stafni, til að stytta sér stundir með, og þannig stendur á því, að sumir þeirra skemmta sér við skák, sem þeim annars gefst ekki tími til heima fyrir, þar sem ætíð er nægilegt að starfa á hvaða árstíma sem er. Hinar löngu nætur gefa ekki mikil tækifæri til skemmtana, spila- mennsku né annars. Því að utan svefntímans eru ætíð næg viðfangsefni, enda ekki hagsmunir bú- enda, að menn gangi iðjulausir.“ í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pdls- sonar, sem samin er nokkrum árum seinna en bók Horrebows, er gerð allrækileg grein fyrir taflíþrótt-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.