Heima er bezt - 01.03.1956, Side 11
Frá ólympiuskákmótinu i Hollandi 1954. Islendingar eru að tefla við
Argentinumenn. Friðrik er að tefla við stórmeistararin Najdorf, en
Guðmundur S. Guðmundsson, sem situr við hliðina á Friðiik, er að
tefla við Bolbochan. Kunningi islenzkra skákmanna Pilnik siendur
fyrir aftan Najdrof.
inni hér á landi, og þar sem það er ein hin
elzta lýsing á þessum hlutum frá íslandi, er
hún tekin hér orðrétt að mestu:
„Skáktafl hafa fslendingar mikið iðkað frá
fornu fari, og ennþá hittast þar ágætir skák-
menn. Einkum hefir mikið orð farið af mönn-
um vestanlands í því efni, og það engu síður
bændum en fyrirmönnum. íslendingar fylgja
sömu meginskákreglum og gert er erlendis,
með örfáum undantekningum, en þeir lialda
öllum hinum fornu dönsku og norsku nöfn-
um og talsháttum, er tafl þetta varða. Heiti
einstakra manna eru þessi; konungur, frú
eða drottning, biskup, riddari og hrókur. Þá
eru og peðin. Talað er um að skáka og máta.
Stanz og jafntefli er það kallað, þegar enginn
úrslitasigur er unninn, og báðir geta talizt
jafnir. Þegar annar teflandinn getur ekkert
ifært nema kónginn, sem hann þó ekki er
skyldugur til að færa nema honum sé skákað,
og hann er þá ekki mátaður um leið, er leikn-
um lokið, og livorugum teflandanum er
talinn sigur, en þetta er talið vottur vankunnáttu
þess, sem stanzinum hefir valdið. Bert (þ. e. sama
og nakið) er minnsti vinningurinn kallaður. Hon-
um er svo háttað, að þá hefir annar teflandinn misst
alla sína rnenn, en kóngur hans þó ekki mát. Ef
kóngnum er skákað um leið og hann missir síðasta
manninn, er það stóra bert, en annars litla bert.
Heimamát, peðrífur og blóðsótt eru mestu vinning-
arnir, en þeim til stærstrar hneisu, sem tapar.
Heimamát er það kallað, þegar kóngurinn er mát-
aður fyrsta sinn, sem honum er skákað, og hann
hefir aldrei verið færður áður. Peð-rífur er mát
með peði, en blóðsótt mát með kóngspeði, þegar
kóngurinn hefir enn ekki verið færður. Næst þess-
um mátnm er útkomumát, en telst þó ekki til
skammarmáts eins og hin. Það er mát með peði í
sama leik og því er leikið út, eða í sama leik og
því er komið upp, og það verður að fullkomnum
manni. Ófullkomnasti vinningur er frúarmát. Mesti
vinningur er nífalt mát. Margfaldara mát er sjald-
gæft. Erlendis er einfalt mát látið vera leikslok, en
á íslandi leitast hver við að hafa mátið svo marg-
falt, sem honum er unnt. Þó verður hver, sem mát-
ar, að hafa komið tafli sínu svo fyrir við fyrsta
mátið að hvert mátið reki annað, því að
hvorki má hann leika öðrum leikjum milli
mátanna, né kóngurinn, sem verið er að
máta, fá færi á að komast undan. En meðan
á mátunum stendur, getur hin minnsta yf-
irsjón valdið því að taflið tapist. Góðir
taflmenn geta mátað hinn sexföldu eða sjö-
földu máti, þótt hann sé allsnjalE . . .
Stundum er leyft að hafa biskup til aðstoð-
ár, því að sigurvegarinn telur það hættu-
minnsta manninn, en sigurinn enn glæsi-
legri, ef kóngurinn er ekki einn. . . . Fleiri
skákreglur eru til á íslandi, en þetta eru
hinar réttu, elztu og algengustu. Þær regl-
ur, sem einfaldari eru, léttari og lausari í
reipum, virðast vera fundnar upp í seinni
tíð.“ Þetta er lýsing Eggerts en þess getur
hann, að alloft hljótist illindi út af tafli,
og telur hann einkum hin margföldu mát
igefa tilefni þess.
Frá ólympíuskákmótinu i Hollandi 1954. — Yngstu keppendur mótsins, talið
frá vinstri: Ingi R. Jóhannsson, Friðrik ólafsson, argentinski stórmeistarinn
Pannó, og loks Larsen hinn danski.
Heima er bezt 63