Heima er bezt - 01.03.1956, Page 13
Að ofan: Kjálkaverskofi við Kisu á Gnúpverja-
afrétti.
Til hægri: Niðurgrafinn fjallakofi í Arnardal á
Möðrudalsörœfum.
V
FJALLAKOFAR
Víðs vegar um óbyggðir og afrétti landsins
eru fjallakofarnir. Þeir standa þarna ein-
manalegir og auðir, nema eina eða tvær
nætur á haustin, eða ef einhverjir ferðalangar leita
þar náttbóls yfir sumarið. En marga haustnóttina er
þar glatt á hjalla, þótt hvorki sé hátt til lofts né vítt
til veggja. Og mörgum þreyttum eftirleitarmanni
hafa kofarnir veitt kærkomið skjól, og ef til vill
hafa þeir borgið þó nokkrum mannslífum, ef öll
væri saga þeirra rakin.
Ekki er mér kunnugt, hversu langt er síðan tekið
var að reisa kofa þessa, en allgamlir munu sumir
þeirra vera. Eldri eru þó líklega sæluhúsin við fjall-
vegi, sem að minnsta kosti fyrrum, voru í engu
reisulegri en kofar leitarmanna. Löngum hafa þess-
ir kofar verið af vanefnum gerðir, líkt og annar
húsakostur landsmanna var fram á þessa öld. Hinir
elztu þeirra voru borghlaðnir, þ. e. hringlaga og
hlaðnir saman í toppinn, líkt og snjóhús eskimóa.
Slíkir kofar eru enn uppi standandi á fáeinum stöð-
um, t. d. í Gljúfurleit við Þjórsá og í Landmanna-
laugum. Álíka gamlir, eða ef til vill enn eldri og
frumstæðari, eru hinir niðurgröfnu kofar; þeir voru
grafnir niður í þurrt hólbarð, reft yfir gryfjuna, og
inngangur gegnum gat á þakinu, sem oft var lukt
Framhald á bls. 89.
Til vinstri: Kofi á afrétti Skagfirðinga.
Að neðan: Borghlaðinn fjallakofi i Gljúfur-
leit við Þjórsá.