Heima er bezt - 01.03.1956, Qupperneq 17
Til hægri: Skarfaklettur, vestan
vert við Skor.
Að neðan: Séð yfir Skor úr
vestri.
SKOR VIÐ BREIÐAFJÖRÐ
F’áir munu þeir íslendingar vera, sem ekki
kannast við nafnið Skor. Hinzta sigling Egg-
erts Ólafssonar og snilldarkvæði séra Matthí-
asar um þann atburð, hafa gert nafnið eftirminni-
legt og ódauðlegt í Jiuga þjóðarinnar. En livað og
livar er þessi Skor?
Milli Barðastrandar og Rauðasands gengur fjall-
lendi mikið í sjó fram. Vfðast hvar er þar sæbratt
með háum hamrabeltum og snarbröttum skriðum.
Vestarlega í hlíð þessari er dálítil hvilft, með grös-
ugum brekkum og lítilsháttar undirlendi, sem allt
er grasi vafið, enda er þarna skýlt, og bletturinn
hlær við sól. Þarna eru tóttarbrot nokkur, enda var
þar bær og verstöð allt fram á 18. öld. Snjólétt er
þar með afbrigðum, og beit bæði mikil og góð, þótt
ekki sé víðáttumikið land til lieyöflunar. Lending
er þar allgóð; er lrenni þannig háttað, að mjótt
gjögur skerst þar inn milli tveggja liamraveggja;
heitir þar Skorarvogur, og er hann sennilega Skorin,
sem bærinn, og síðar umhverfið allt, hefir dregið
nafn af. Ekki kvað þó vera unnt að setja báta á
land upp úr vognum, nema með miklum erfiðis-
munum. Skorin var fyrrum áfangastaður sjóróðra-
manna úr Breiðafjarðareyjum og víðar að, sem
þarna áttu leið um, enda er langt til næstu lend-
inga. Hefir hún vafalítið verið mörgum kærkominn
lrvíldarstaður, enda var svo um hana kveðið:
Ó, hve farsæl ertu, Skor,
öllum, sem þar búa.
Hefirðu bæði haust og vor
hrundið margra lúa.
En tíðförulast hefir mönnum orðið um þessar slóð-
ir á þeim tíma árs.
Á landi er erfitt að komast í Skor. Liggur leiðin
um tæpa sneiðinga framan í snarbröttum skriðum;
er það að vísu lrættulaus leið á sumardegi, en eng-
inn væri öfundsverður að fara þar um á vetrum,
þegar svellalög eru í skriðunum.
Hlýlegt og friðsælt er í Skor á sólbjörtum sumar-
dögum, en:
Ef þrútið er loft og þungur sjór
og þokudrungað vor,
þá heyrirðu ennþá harmaljóð,
i sem hljóma frá kaldri Skor.
Heima er bezt 69