Heima er bezt - 01.03.1956, Page 22
Séð heim að Litluvöllum og
Stóruvöllum i Bárðardal.
Litluvellir til vinstri. Fjall-
ið i baks'ýn er Vallnafjall.
Fyrsti áfangi Tómasar var
yfir Vallnafjall, eins og í
ferðasögunni segir, en er
fjallinu sleppir, er komið
niður að Sörlastöðum, sern
er fremsti bcer i Fnjóskadal.
FERÐ TIL
SUÐURLANDS
OG DVÖL AÐ
STÓRAHOFI
VETURINN
1920-21
eftir Tómas Sigurtryggvason
FERÐIN SUÐUR
egar ég var orðinn 29 ára, hafði ég hvergi
dvalið nema í Bárðardal. En sumarið
1920 var és ráðinn vetrarmaður næsta
vetur til Guðmundar Þorbjarnarsonar á Stóra-
Hofi á Rangárvöllum. Og hinn 20. sept. það
haust lagði ég af stað frá heimili mínu, Hall-
dórsstöðum í Bárðardal. Þá var enginn sími um
dalinn, og vissu menn óglöggt um skipa'ferðir,
en með skipi ætlaði ég frá Akureyri til Reykja-
víkur. Var ég ríðandi og teymdi hest með dóti
mínu og fleiri flutningi og fór sem leið liggur,
lagði á Vallnafjall frá Stóru-Völlum. Sú leið er
brött, svo að ég gekk stundum með hestinum,
og hafði ég oft farið þessa leið áður en nú fannst
mér hún eitthvað með erfiðara móti, eins og
dalurinn togaði í mig. Þegar óg kem upp á
brúnina, ‘fer ég af baki og lít yfir dalinn.
Skjálfandafljót liðast eftir dalnum, tært á
þessum tíma árs. Meðfram því er mórönd, sem
brúnni slikju slær á af sölnandi fjalladrapalauf-
um. Þá taka við sléttar grundir og græn tún.
Brekkurnar eru rósóttar af grænum, gulum og
sölnandi skógarviðarlaufum. Á geirunum á
milli una sér hjarðir í haga, hross og sauðfé.
Kirkjan stendur á hólnum, sem víða sést að.
Þegar ég hef tekið þessa mynd dalsins sem
74 Heima er bezt