Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 24
Nr. 3
Gróðrarstöðin á Akureyri.
Séð yfir „Leirurnar“ eöa
,,Vaðlana“ sunnan við Ak-
ureyrarbæ. Fjallið er Vaðla-
heiði. — Skarðið lengst til
vinstri er Bildsárskarð, þar
sem Tómas fór yfir og kom
niður að Kauþangi.
rúm var svo sem ekkert, svo að ekki var að tala um
nema lestarpláss, og tók ég því.
Hitti ég þá Þórð Flóventsson frá Svartárkoti, sem
kunnugur var víða, og biður hann mig fyrir hrút á
skipinu suður, og ætlar að láta heypoka fylgja hon-
ur í lestinni. En þegar í lestina kemur, er hrútur-
inn þar fyrir, en heypokinn hvergi, svo að ég fór í
land til að hitta mann þann, sem ætlaði að láta
heyið. Hitti ég liann á götu úti og var hann þá
orðinn all-kenndur. Tók hann mér illa og sagði
mér að fara fram í skip, heyið kæmi. En svo fór,
að aldrei kom heypokinn. En svo vildi til, að í
lestinni var nóg af heyi. Vildi ég þó ógjarnan af
því taka. Fór ég nú til yfirmanns skipsins og tjáði
honum ástæður mínar með hrút og hey. Sagði hann
mér þá, að ég skyldi bara gefa honum af heyinu í
lestinni, þetta munaði engu.
Hinn L október kl. 5]/2 lagði skipið frá bryggju
á Akureyri, og við komum til Sauðárkróks kl. 4 f. h.
2. október, höfðum þá aðeins komið við á Siglufirði.
Á Sauðárkróki gafst tækifæri til að stíga á land og
hitta kunningja. Þá kom skipið aðeins við á Hofsós,
en kl. 10 aðkvöldi sama dags komum við til Blöndu-
óss. Alltaf var logn og blíðuveður. Eg var einn
í lestinni, þegar lagt var af stað, en svo bættust
við farþegar á hverri höfn alla leið til Isafjarðar,
þá var orðið fullskipað í lestinni. Þann 3. komum
við í Hólmavík. Þar var lítill stanz, aðeins fyrir far-
þega.
Nú var farið að þrengjast í lestinni og gekk á
ýmsu. Menn kíttu, ruddust á um plássið, sumir sjó-
veikir, sumstaðar selt upp og rifið niður hey og sett
yfir. Sumir höfðu ílát að æla í. Voru þá hjálplegir
menn að hella úr dollunum og stumra yfir sjúkum.
Ekki þótti loftið alltaf gott. Lítið virtist hugsað um
öryggi og líðan farþeganna, því að á ísafirði bættist
enn fjöldi manns við, og mér var sagt, að margt af
því hefði ekki haft nokkum annan verustað en
þilfarið. Þrengslin voru nú orðin svo mikil í lest-
inni, að varla var hægt að stíga niður fæti milli
fólksins, þegar gengið var um. Hugsaði ég um það,
hvílíkt ábyrgðarleysi væri að taka svo marga farþega.
Hvernig hefði farið, ef verulegt óveður hefði gert,
svo að loka hefði þurft lestinni?
Komið var til ísafjarðar kl. 7]/, f. h. þann 4. Þar
þótti mér fögur og merkileg innsigling og hrikaleg
fjöll um kring. Lagt var af stað sama dag kl. 12 á
hádegi frá Isafirði.
Ég hafði verið lítið sjóveikur á leiðinni, en las-
inn af innflúenzu. Og allt hafði gengið vel, að ég
hygg af því að alltaf var gott í sjóinn.
Hinn 5. komum við um morguninn til Reykja-
víkur kl. hálf átta. Á bryggju hitti ég Jón, bróður
minn, sem kunnugur var orðinn í Reykjavík, og
hjálpaði hann mér með hrútinn í áfangastað og gekk
vel að losna við hann.
í Reykjavík dvaldi ég til hins 9., hitti fólk, sem
ég þekkti, skoðaði forngripasafnið, skoðaði mig urn
76 Heima er bezt