Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 25
Nr. 3 Séð yfir Ólfusið af Kamba- brun. Þorpið er Hveragerði. í bænum og hélt til með Jóni bróður mínum á hóteli, nema einn sólarhring var ég með Jónasi Jónssyni frá Hriflu, frænda mínum. Að morgni þess 9. fór ég með póstbíl austur að Kögunarhól, en sendi dót mitt með honum austur að Þjórsártúni. Komið var við á Kolviðarhóli og Kotströnd. Gekk ég svo að Kirkjuferju í Ölfusi. Þar bjuggu þá Þorlákur Jónsson og Sólveig Páls- dóttir, sem bæði voru Þingeyingar og búin að vera í Bárðardal í mörg ár í nábýli við mig. Var ég um kyrrt hjá þeim í tvo daga. Nóttina fyrir þann 12. voru þau mér samnátta þarna síra Erlendur í Odda og frú hans. Voru þau á leið til Reykjavíkur. Morgun þess 12. lánuðu þau mér hross, og við fórum upp að Ölfusárbrú. Þaðan fór ég svo gang- andi áleiðis austur. En þegar ég fór að ganga, þá lak- aðist mér inflúenzan, og ég var svo máttlítill, að ég var farinn að þurfa að setjast niður mjög ört. Ég vonaðist alltaf eftir, að einhver bíll æki fram á mig, sem gæti greitt fyrir mér eitthvað, en það var ekki orðið, þegar ég mætti mönnum með stóran fjárhóp austan úr Fljótshlíð. Hitti ég þá að máli og bið um einhverja aðstoð. Var því mjög vel tekið, og einn lánaði mér hross og annar reið með mér austur að Þjórsártúni. Fékk ég þar hinar ákjósanlegustu móttökur og aðhlynningu hjá Ólafi ísleifssyni og konu hans. Var allt fyrir mig gert, sem fólkið gat. En þar kom dálítið skrítið atvik fyrir um kvöldið. Ég svaf og lúrði um daginn. En er kvölda tók, kom stúlka inn til mín og kveikti ljós á lampa sem hékk í stofunni. Þótti viðkunnanleofra, ef ósr vekti meðan ekki var orðið framorðnara að hafa ljós. Hún fer strax fram úr herberginu. En mér þykir ónotaleg birtan í augun og breiði sængina upp fyrir höfuð og sofna. Hrekk upp aftur við það að ég heyri hátt hljóð. Frúin hafði þá komið til að vitja um mig en rak upp hátt hljóð, þegar hún opnaði dyrnar. Henni varð svo bylt við, er hún sá, að lampinn hafði ósað svo, að aldimmt var í herberginu. Henni datt í hug, að ég væri kafnaður í reyknum. En mig sakaði ekk- ert, vegna þess að ég hafði byrgt nrig svo vel niður undir sængina. En sótlag lá yfir sængurfötunum. Man ég, hve blessuð frúin var natin við að skipta um rúmföt og hlynna að mér. Daginn eftir var ég þarna í rúrninu í bezta gengi. Og var þá Guðmundi á Hofi tilvonandi húsbónda mínum sent skeyti um að sækja mig að Þjórsártúni daginn eftir, þann 14. Að morgni þess dags kom að Þjórsártúni austan af Rangárvöllum maður með hest og kerru, sem ég kalla, þeir kölluðu vagn, að sækja dót. Og býður hann mér að sitja í kerru sinni þangað til við mætum sendimanni frá Guðmundi. Þáði ég það og sat í kerrunni nokkuð langt austur í Holt. Þar mætum við Elínu, dóttur Guðmundar, 10—11 ára stúlku, sem var með hest handa mér, sem ég fór þá á bak, og riðum við austur að Hofi. Kom- um við þangað heim kl. 4 síðdegis. Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.