Heima er bezt - 01.03.1956, Síða 31
Ulan við námuna,
sem kölluð var
Græna ófreskjan.
Bóndi i Colorado,
er hejir lagt fyrir
sig úraníumnámu-
gröft, athugar
hnullung af dýr-
mœtu málmgrýti.
Heima
---er bezt
83
ari víðáttumiklu auðn eru svo illfærir, að þar hafa
aldrei verið gerðar landmælingar. Á svæði, sem eru
stærri en Delaware, hefir hvítur maður aldrei stigið
fæti. Geysistór landsvæði eru aðeins auðir blettir
á landakortinu. Að útjöðrum hásléttunnar undan-
teknum, er þarna enginn talsími, enginn ritsími,
ekkert rafmagn, engar vatnsveitur eða frárennsli,
engin íshús, engin sjúkrahús, engir læknar og engir
steinlagðir vegir. í útjöðrunum eru borgir á víð og
dreif, á miðri hásléttunni ein lítil byggð fáeinir af-
skekktir sveitabæir hingað og þangað og svo nokkr-
ir moldarkofar, þar sem Indíánar búa. Þetta geysi
mikla landsvæði lítur að mestu út, eins og listamað-
ur mundi geta hugsað sér löngu útbrunna plánetu.
En þar er alls staðar úraníum, frumefnið, sem
notað er til þess að framleiða kjarnorku. Nokkrir
græningjar hafa verið það heppnir að finna svo mik-
ið magn, að þeir hafa orðið margfaldir milljónamær-
ingar. Nokkur þúsund manns hafa orðið stórauðug-
ir. Svo er aftur á móti fjöldinn allur, sem hefir tapað
öllu, sem þeir áttu. Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna
hefir umsjón með þessari skipulagslausu leit, lætur
fólki í té landkort og alls konar fróðleik, og ábyrg-
ist að kaupa úraníum hæsta verði og greiða uppbæt-
ur allt fram til ársins 1962. Fram að þessu, hafa ver-
ið greiddar fimm og hálf milljón dollara í uppbætur
einar saman, og er þá ekki talið það, sem greitt hefir
verið fyrir sjálft málmgrýtið. Skiptist þetta á milli
3.500 manns, en af þeim hafa um það bil hundrað
fengið 35.000 dollara hver, og eru það hæstu upp-
bætur, sem greiddar eru. Þegar allt er um garð geng-
ið, er lítill vafi á því, að þetta úraníumæði mun gefa
mun rneira af sér, en nokkur önnur sambærileg leit
að fjársjóðum í sögu Ameríku.
Þetta var nú leikvöllurinn, sem við höfðum valið
til þess að skemmta okkur á í fríinu.
Er við nálguðumst hásléttuna frá vestri, fórum
við brátt að heyra talað um úraníum. í Loa í Utah
gistum við hjá manni, Lavor Brown að nafni, sem
liafði fjögur lítil herbergi til leigu ferðafólki. Hann
hafði fundið úraníum, stofnað hlutafélag, og nam
hlutaféð 300.000 dollurum. Nágranni hans, Ruther-
ford Tanner, sem hefir nnnið erfiðisvinnu alla sína
æfi, á nú sjálfur úraníumnámu og er hluthafi í
nokkrum öðrum, ásamt Norman syni sínum, og
nokkrum vinum og ættingjum. Sýsluskrifarinn frú
Norma Blacburn, er önnum kafin við að færa inn
námugrafararéttindi — fjögur til fimm hundruð á
dag, þegar mest er um að vera — og maðurinn henn-
ar, Rawlins, fann úraníum einn sunnudagsmorgun,
og var það 17.000 dollarar að verðmæti.
Fyrstu gagnlegu upplýsingarnar fengum við hjá
mögrum og skorpnum manni, sem við ókum fram á,
þar sem hann var að matbúa flesk og baunir úti fyrir
tveimur tjöldum við rykugan veginn. Þetta var
Redd Christensen, og hafði hann verið atvinnubíl-
stjóri ií Salt Lake City, þangað til hann einn frídag-
inn sinn ók út.að útjaðri hásléttunnar, fann úraní-
um, og sagðist hann hafa góðar vonir um að geta
haft upp úr því 6.000 dollara á dag, þegar námu-
gröfturinn hæfist fyrir alvöru. Á meðan vann hann
þarna, ásamt Chris syni sínum, tíu ára drenghnokka,
og höfðu þeir feðgar kátan hvolp sér til skemmtun-
ar. Eg spurði Christensen, hvar hann fyndi úraní-
um.
„í Shinarump,“ sagði hann.
Ég hváði.
,,I Shinarump,“ endurtók hann með mestu þolin-
mæði.
„Einmitt það,“ sagði ég. „Og hvar getum við
fundið þetta — þetta — ?“
„Shinarump," sagði Christensen. „Það er alls
staðar hérna í klettaborgunum.
„Og hvernig getum við þekkt það?“ spurði ég í
mesta sakleysi.
Hann horfði íhugull á mig um stund og sagði svo
seinlega. „Ég býst við, að bezta leiðin sé að leita að
því.“
Reed Christensen,
leigu b ilstjórin n
heppni, og Chris
sonur hans, rann-
saka nárnuna, sern
þeir búast við að
muni gefa af sér
úranium fyrir
6000 dollara á dag