Heima er bezt - 01.03.1956, Page 32
84 Heima Nr. 3
--------------------------------er bezt----------------------------
Er við gengum til baka að bílnum, heyrði ég, að
konan mín var að tauta eitthvað fyrir munni sér, og
spurði ég hana, hvað hún væri að segja.
„Shinarump,“ sagði hún.
Það var ekki fyrr en nokkru seinna, að við feng-
um að vita, að Shinarump er ein af þeim jarðmynd-
unum, þar sem úraníum er iðulega að finna. í
hamraveggjum er það stundum eins og þunn lög af
grábrúnum sandsteini. Eftir að við fengum að vita,
hvað það var, fannst okkur við sjá það í öllum hömr-
um og hólum, og hver veit, nema svo hafi verið.
Á þessu svæði er venjulega lagt upp á hásléttuna
frá smáþorpi, sem heitir Fruita. Ef ég hefði deplað
augunum, er ég ók eftir veginum mundi ég aldrei
hafa séð þorpið — fáein hús í hvammi undir granít-
kletti, sem gnæfði við himin. Okkur til mikillar
undrunar, var þarna gistihús með nútíma þægind-
um. Gestgjafarnir voru vingjarnleg, miðaldra hjón,
Emma og Arohie Bird.
„Eg sé, að þið munuð vera að leggja upp í úraní-
umleit," sagði Bird, um leið og hann bar matinn á
borð fyrir okkur.
„Það er nú hugmyndin,“ sagði ég. „Hvar getum
við fundið úraníum?"
Bird hló. „Á hverjum degi spyrja svona fimmtíu
manns mig þessarar spurningar,“ svaraði hann. „Ef
ég vissi það, mundi ég sjálfur halda beina leið þang-
að.“
Hann leit út um gluggann og rak augun í bíl-
skrjóðinn okkar. Svo hristi hann höfuðið og varð
nú raunalegur á svipinn.
„Ég vona, að þið komist gegn um Gjána,“ sagði
hann, eins og hann væri í miklum vafa um það.
„Vegurinn er slæmur . . . . “
Þau hjónin fylgdu okkur út að bílnum. Um leið
og við vorum í þann veginn að leggja af stað, spurði
ég: „Hvar er þessi Gjá?“
Bird benti þangað, sem vegurinn hvarf milli
tveggja kletta.
„Það er ekkert um að villast," sagði hann. „Veg-
urinn liggur eftir Gjánni, og þegar þér einu sinni
eruð komin inn í hana, eru engin tök á að snúa
við.“
Við ókum eftir Gjánni, sem var tólf mílur á
lengd, en virtist vera miklu lengri. Á báðar hliðar
voru þverhníptir klettaveggir, og víða svo þröngt,
að naumast var rúm fyrir bílskrjóðinn. Ég starði
beint fram, því að ég mátti ekki líta af veginum,
sem víða var grýttur. Konan mín starði upp á
hamraveggina. Taffy virti okkur fyrir sér eins og
hann hefði gaman af þessu öllu saman, en svo fór
hann að geispa, og innan skamms var hann stein-
sofnaður.
Er við komum út úr Gjánni, vorum við að lok-
um komin inn á hið raunverulega „úraníumsvæði"
tilkomumikla víðáttu, glampandi í sólarbrunan-
um. Til hægri lágu kolsvartir, hnöttóttir hnull-
ungar, á stærð við tunnu, eins og hraunslettur hefðu
fallið þarna til jarðar á þeim tíma, er jörðin var
að kólna. Til vinstri risu gráir öskugígar, drauga-
legir eins og hringfjöllin á tunglinu. Við námum
staðar á lágum ás og vorum að velta því fvrir okk-
ur, hvar við ættum að hefja leitina, þegar hárauður
jeppi ók þarna á okkur — eini bíllinn, sem við sá-
um þann daginn — og út úr honum sté hávaxinn
maður í kúrekabúningi. Hann kynnti sig, sagðist
heita Lurt Knee, hafa áður verið bóndi, en væri
nú úraníumnámumaður, og það var ekki það til,
sem hann ekki vissi um úraníum.
Hann sagði, að úraníum hefði upprunalega gos-
ið upp úr glóandi iðrum jarðarinnar, meðan hún
var að myndast, og setzt að í sprungum og göngum,
er hún kólnaði. Áður en sögur hófust, barst það
einnig með úthafsstraumum, ám og regni og settist
að á syllum, í trjábolum og dýrabeinum, þar sem
nú má finna það í fjórum litum — svart, gult, grænt
og brúnt.
„Úraníið í námunni minni er grænt,“ sagði
hann. „Torbernit. Ég kalla námuna Grænu ófreskj-
una.“
„Ég þigg það á hvaða lit sem er,“ sagði ég. „En
hvar getum við fundið það?“
„í Shinarump,“ sagði Knee. „Moencopi. Chinle.
Svo að segja, hvar sem er.“
„Ég kannast nú við Shinarump," sagði ég. „En
hvernig er það með þetta Moencopi? Og Chinle?"
„Fullt af því í Chinle," sagði Knee.
Næstu spurningar mínar hafa víst verið heldur
einfeldnislegar. Knee tók ofan hattinn og þurrkaði
sér um ennið. Hann sneri sér að konu minni og
sagði: „Það var ánægjulegt að hitta yður, frú.“
Hann gaf mér hornauga um leið og hann fór aftur
upp í jeppann.
„Þið gætuð reynt í liamraborgunum þarna,“
sagði hann um leið og hann ók af stað.
Það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég komst
að því, að Moencopi og Chinle eru, eins og
Shinarump, jarðmyndanir, þar sem hægt er að
finna úraníum.
Hamraborgirnar, sem Knee hafði bent okkur á,
virtust vera á að gizka mílu vegar í burtu. Enginn