Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 34
86 Heima Nr. 3
--------------------------------er hezt----------------------------
„Það hljóta að vera einhverjir Indíánakrakkar,
sem leika sér hérna í klettaborginni,“ sagði hún.
„Þau eru búin að byggja allra snotrustu kastala úr
steini, allt í kring um hana.“
„Ég held, að þú ættir ekki að vera að hugsa um
leiki barna,“ sagði ég. „Við skulum koma okkur
að því að afmarka svæðið.“
„Þau hafa meira að segja sett litlar fánastengur
upp á kastalann,“ sagði hún.
Hjartað kipptist til í brjósti mér.
„Hvar sástu þetta?“ spurði ég.
„Einn er á bak við runnann þarna,“ sagði hún
og benti þangað. „Annar er þarna niðri í gilinu.“
Já, þú hefir gizkað á það. Þetta voru vörður, sem
úraníumleitarmenn höfðu hlaðið. Öll hamraborgin
var á afmörkuðu svæði og hafði verið það í marg-
ar vikur. Við höfðum fundið auðæfi — sem einhver
annar átti tilkall til.
Við komumst oftar í uppnám á hinum ólíkleg-
ustu stöðum. Það var síðla dags, í steikjandi hita,
og bílskrjóðurinn var að því kominn að springa,
námum við staðar í skugganum af -bergbrún, sem
slútti fram, til þess að kæla vélina. Taffy þaut af
stað til að veiða eðlur. Eftir stundarkorn kom hann
hreýkinn til baka og lagði það, sem hann hafði
fundið, við fætur okkar. Það var lítil, grá skel, æva-
forn og brothætt, og á henni voru einkennilegir,
sterkgulir flekkir.
„Þetta lítur út fyrir að vera ostruskel,“ sagði ég
hæðnislega. „Það eru ekki nema þúsund mílur út
að hafinu. Mátuleg skemmtiganga fyrir hrausta og
fjöruga ostru. En það er bara það, að þessi ostra
hefir ekki verið hraust. Hún hefir dáið úr mýra-
köldu. Líttu á gulu flekkina á henni.“
Konan mín var ekki sein að átta sig. „Gulir,“
sagði hún. „Úranium er gult. Heldur þú, að ....?“
Ég gerði henni það svona rétt til geðs að setja
Geiger-teljarann í gang og beina honum að skel-
inni. Og það byrjaði að smella í Geiger-teljaranum,
eins og hann væri orðinn snarvitlaus.
„Hvar fanstu skelina?" spurði ég Taffy og reyndi
að hafa hemil á röddinni. Hann settist og klóraði
sér hugsi í eyranu. „Svona nú,“ sagði ég ákveðinn.
„Vertu ekki að draga mig lengur á þessu. Hvar
fannstu hana?“ Taffy laut höfði og leit ástúðlega
upp á mig. „Það er enginn tírni til neinna fleðu-
láta núna,“ sagði ég hastur í bragði. „Farðu og
sæktu aðra skel!“
„Það þýðir ekkert að tala til hans í svona höstug-
um tón,“ sagði konan mín. „Aumingja Taffy fær
minnimáttarkennd af þessum látum í þér.“ Hún
kraup á kné og hvíslaði blíðuorðum í eyru hunds-
ins.
Seppi reis ánægður á fætur, teygði úr sér, horfði
íbygginn út að sjóndeildarhringnum — og settist
aftur.
„Við skulum halda af stað,“ sagði ég óþolinmóð-
ur. „Við finnum það sjálf.“
Það bar ekki á öðru. Við fundum það eftir
þriggja mínútna göngu. í gilbarmi fundum við
skeljalag, mörg hundruð fet á lengd og nokkur fet
á þykkt — skeljar í miljónatali. Við löbbuðum
mörgum sinnum fram og aftur eftir skeljalaginu
og rannsökuðum það með Geiger-teljaranum, stund-
um hvað eftir annað, en víðast hvar heyrðust aðeins
fáir smellir. Það var enginn vafi á því, að það var
úraníum í skeljalaginu, en bersýnilega ekki nóg til
þess, að námugröftur borgaði sig.
Nokkrum vikum seinna átti ég tal um þenna
fund við jarðfræðing, er vann hjá Kjarnorkunefnd
Bandaríkjamanna. Hann kannaðist við þenna stað.
„Hann hefir blekkt margan manninn,“ sagði
hann.
„Konan mín hélt, að þetta væru ostruskeljar,“
sagði ég með umburðarlyndi, en þóttist samt góð-
ur, að hafa komið þessu að. „Ostrur, hér úti í eyði-
mörkinni. Hvaða skeljar eru þetta annars?"
„Ostruskeljar," svaraði jarðfræðingurinn. Endur
fyrir löngu var þetta hafsbotn.“
Nokkrum dögum eftir að við fundum ostru-
skeljalagið, fundum við lítið eitt af úraníum í jarð-
falli, þar sem 80 feta löng beinagrind af risaeðlu
lá. Svo algengt er að finna risaeðlubein hingað og
þangað á hásléttunni, að úraníumleitarmenn líta
naumast við þeim. Þessi heljarstóra beinagrind
fannst næstum því alveg heil. Vísindaleiðangurs-
menn höfðu grafið hana upp fyrir skömmu. Fyrir
forvitnis sakir, rannsökuðum við grýttan jarðveg-
inn, þar sem þessi risaskepna hafði legið um þús-
undir ára. Grjótið var geislavirkt, en þó ekki mikið.
„Hvers vegna getum við ekki fundið úraníum,“
spurði konan mín, „jafnvel risaeðlur geta það?“
Dag nokkurn, um sólsetur, skröltum við inn í
höfuðborgina á miðri hásléttunni — Hanksville í
Útah. íbúarnir eru áttatíu talsins, og við fengum
leigt eina herbergið, sem laust var í þorpinu. Gas-
ljós var í herberginu, en því fylgdu önnur nýtízku
þægindi — áfast snyrtiherbergi, með litlum steypi-
baðsklefa í horninu. Niðamyrkur var í klefanum.
„O, Jivað ég hlakka til að komast í bað!“ sagði
konan mín.