Heima er bezt - 01.03.1956, Blaðsíða 36
88 Heima Nr. 3
--------------------------------er bezt----------------------------
námugröft á fleiri stöðum, sem spá góðu. Fram að
þessu hafa Navajo-Indíánarnir fengið greiddar
milljónir dollara fyrir úraníum. Fyrir þetta fé hafa
þeir byggt góða skóla og sjúkrahús, keypt nýjustu
gerðir landbúnaðarvéla, og þessi mikli auður hefir
losað margar ættkvíslar undan oki eymdar og hung-
ursneyðar, sem hefir þjáð þær í marga mannsaldra.
Ef til vill var óheppnasti úraníumleitarmaður-
inn, sem við hittum, Harlon W. Bement, forstjóri
Flugmálaráðs Utah-fylkis. Hann flaug með okkur
heilan dag fram og aftur yfir hásléttuna, yfir svæði,
sem hvítir menn hafa aldrei fótum stigið. Einu
sinni flaug hann lágt yfir eyðilegt svæði, þar sem
sjá mátti stutta flugbraut.
„Þarna var það, sem minnstu munaði, að ég yrði
ríkur,“ sagði hann og brosti mæðulega.
Nokkrum mánuðum áður hafði honum og
frænda hans, Frank Kelsey, frá Salt Lake City, tek-
izt að lenda þarna lítilli flugvél, og höfðu þeir í
hyggju að leita þarna að úraníum. Þegar þeir voru
búnir að vinna að því í fjóra daga að höggva kjarr,
til þess að búa til litla flugbraut, svo að flugvélin
gæti aftur hafið sig á loft, voru þeir orðnir of þreytt-
ir og hungraðir til að geta gert annað en lauslegar
athuganir. Geiger-teljararnir þeirra bentu á mikla
geislaverkun, en þeir ákváðu að fljúga heim og
sækja birgðir, áður en þeir gerðu tilkall til svæðis-
ins. Til allrar óhamingju fyrir þá, sást flugbrautin
mjög greinilega úr loftinu, og laðaði að sér aðra
úraníumleitarmenn, sem höfðu flugvélar til að
komast sem víðast. Þegar Bement og Kelsey komu
til baka, voru aðrar flugvélar lentar á flugbraut-
inni þeirra, og búið að afmarka skika í allar áttir,
á margra mílna svæði.
„Og mér var sagt, að í vikunni, sem leið, hafi
nokkrir skikar verið seldir fyrir fimm milljónir
dollara,“ sagði Bement ólundarlega.
Sá staður, sem við heimsóttum, er mest leynd var
yfir, var fimmtíu og fimm ekra afgirt svæði, en á
því stóðu skrifstofubyggingar Kjarnorkunefndar-
innar í Grand Junction í Colorado, og er það mið-
stöð úraníumöflunarinnar. Verðir festu auðkenni-
leg merki á brjóst okkar og fylgdu okkur síðan til
framkvæmdastjórans, Sheldon P. Wimpfen. Hann
var hávaxinn, þrekmikill, hreinskilinn og furðan-
lega ungur maður, sem ásamt 1.200 aðstoðarmönn-
um, ber ábyrgð á því, að nægilegt magn úraníum
berist frá hásléttunni og nærliggjandi svæðum.
Wimpfen sagði okkur, að hann fengi nú úraníum-
grýti frá Kaliforníu, Nevada, Wyoming, Washing-
ton, Texas og Suður-Dakota, auk þeirra fjögurra
fylkja, sem hásléttan teygði sig inn í, og svæði þau,
þar sem úraníum fyndist, færðust stöðugt út, eins
og gárar á vatni, ef steini er kastað út í tjörn. Um
það bil þrjú þúsundir vongóðra úraníumleitar-
manna streymdu á mánuði hverjum inn í upplýs-
ingaskrifstofuna á Grand Junction.
Konan mín horfði á hann vonaraugum. „Segið
þér þeim, hvar þeir geti fundið úraníum?" spurði
hún.
Wimpfen tottaði pípuna sína. „Ég segi þeim,“
svaraði hann, „að Kjarnorkunefndin hafi þá skoðun
á málinu, að mest af því úraníum, sem auðvelt sé
að komast að, væri þegar fundið, og eftir því úr-
aníum, sem mundi finnast í framtíðinni, yrði senni-
lega að bora ofan í hamraborgirnar, í stað þess að
labba í kringum þær með Geiger-teljara. Og til
þess að bora, þarf dýrar vélar.“
„Dregur það kjarkinn úr fólkinu?“ spurði ég.
Wimpfen brosti. „Nei, það lætur það ekki á sig
fá,“ svaraði hann.
Nú erum við komin aftur heim, þar sem engar
köngulær angra okkur í steypibaðinu, og hæðirnar
eru ekki þverhníptar, en einhvern veginn finnst
okkur lífið heldur viðburðalítið. Þegar ég tek lest-
ina klukkan rúmlega átta á morgnana og treðst inn
í daunillan reykingaklefann, man ég þá dýrlegu
sjón, er fyrstu geislar morgunsólarinnar skinu á
klettaborgirnar, og hve hressandi það var að anda
djúpt að sér tæru lofti, er ég vaknaði á bedda mín-
um undir berum himni. Og ég man einnig æðið,
sem greip okkur, þegar við héldum, að við hefðum
fundið fjársjóð.
Ekki vissi ég, hvernig dúfunni minni leið, fyrr
en hérna um kvöldið, þegar ég var að leggja saman
mánaðarreikningana. Hún truflaði mig með angist-
arveini og heimtaði að fá að lesa fyrir mig auglýs-
ingu í dagblaði.
„Það er alveg dásamleg útsala á loðkápum hjá
Magnin,“ sagði hún.
„Farðu þangað með Geiger-teljarann,“ hreytti ég
út úr mér, „og vittu hvort þú getur ekki fengið
kápu í skiptum fyrir hann.“
„Nei,“ sagði hún mjög ákveðin. „Ég er búin að
sjá það, að ég þarf ekki að fá neina nýja kápu í
haust. Við skulum halda í Geiger-teljarann. Kann-
ske við getum farið aftur upp á hásléttuna næsta
vor. Hvernig lízt þér á það?“
„Elskan mín,“ sagði ég með ákefð. „Mér lízt
mæta vel á það.“