Heima er bezt - 01.03.1956, Page 38
Hér birtist annar
Þegar Cindy féll i yfirlið, sd Hank
morðglampa i augum Hilliards. —
„Hreyfðu þig ekki,“ hrópaði hann.
ÞRÍR
hluti af hinni
spennandi
framhaldssögu
OBOÐNIR
GESTIR
F'Wrðu þarna inn, Robish," sagði Glenn Griff-
in, „og fylgstn með, hvað gerist fyrir framan
húsið.“
Robish leit af henni, hlýddi skipuninni og gekk
inn í dagstofuna og lét sig fallast þar ofan í djúpa
stólinn, sem sneri að nokkru að gluggunum á fram-
hliðinni. Hann dró djúpt andann. Bakdyrnar opn-
uðust og lokuðust aftur. Nú voru þeir allir þrír
inni í húsinu, og bifreiðin falin í skýli Hilliards.
„Sjáið þér nú til,“ sagði Glenn og beindi máli
sínu til húsmóður, „sjáið þér nú til, nú þurfum við
að síma, þér og ég. Ég vona, að þér hafið ekkert á
móti því. Og ég þykist vita, að þér munið fara nærri
um, hvað gerist, ef þér segið eitthvað grunsamlegt.
En ef svo er ekki, þá er rétt fyrir yður að taka eftir
því, sem ég segi. Við ætlum að vera hérna. Við höf-
um enga löngun til að gera nokkurum mein og
allra sízt börnunum. En þegar snáðinn, sem á hjól-
hestinn, sem er hérna úti, kemur heim. .. .“
„Hvað ætlist þér til, að ég geri?“ spurði Elenóra.
Glenn Griffin brosti aftur. „Sko til, hyggin, lítil
frú. Ég ætla aðeins að vona, að fjölskyldan öll sé
jafnhyggin og þér, frú Hilliard.“
Frúin studdi sig við símaborðið og hlustaði á
vafningalausar fyrirskipanir hans, sem gefnar voru
með lágri, viðfeldinni röddu. Því næst tók hún upp
heyrnartólið, sneri skífunni og tók þá fyrst eftir
eftir JOSEPH HAYES
í þýbingu
Kristmundar Bjarnasonar
greinilegum, blóðugum tannaförum á handarbak-
inu. Hún valdi sér númerið, sem fyrir hana var
lagt. Það var símanúmer í Pittsburgh í Pennsyl-
vaníu....
„Pittsburgh!“ Jessi Webb stóð bölvandi upp frá
skrifborði sínu, eftir að hafa rætt við Carson frá
sambandslögreglunni, sem einnig lét málið til sín
taka. „Þeir hafa komizt á slóð Helenar Lamar.“
Tom Winston, sem heyrði á rödd hans, hve von-
svikinn hann var og miður sín, er hann sagði þessar
fréttir, sneri sér ekki við, þar sem hann sat við
skrifborð sitt. „Náðu þeir henni?“
„Hún hélt á braut fyrir klukkustund síðan.
Hvers vegna? Það veit enginn. Henni skaut upp allt
í einu, og svo hvarf hún aftur. Þeir eru alltaf að
yfirheyra starfslið gistihússins, og þeir telja ástæðu
til að æt'la, að ekki hafi verið hringt í hana. Að
minnsta kosti ekki í gistihúsinu. Hún er líka
90 Heima er bezt