Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 11
ISLENDINGAR I SASKATCHEWAN Walter J. Lindal. Margt hefur þegar verið skráð um sögu og líf íslendinga í Vesturheimi, bæði í bókar- formi og tímaritagreinum. Mest er það slcráð af Vestur-íslendingum sjálfum sem vænta má, enda eru þeir hnútunum kunnugastir og hafa í þessu efni reynzt trúir íslenzkri ættararfleifð um sagnaritun, ættvísi og skrásetningu viðburða, bæði um einstaklinga og byggðarlög. Fyrir nálægt tveimur árum síðan bættist merk bók við þetta safn, en það er ritið: The Saskatche- 'wan Icelanders eftir Walter J. Lindal, dómara. Enda þótt margt hafi verið vel skráð um efni þetta áður, þá mun þessi bók tvímælalaust mega teljast ein hin allra merkasta, sem skráð hefur verið um sögu íslendinga í Vesturheimi og mætti á marga lund vera til fyrirmynd- ar um það, hvernig þá sögu á að skrá, og einnig þeim mörgu hér heima, sem fást við samningu byggða- og héraðssagna. Áður en lengra er haldið, skal höfundarins getið að nokkru. Walter (Valdimar) Jakobsson Lindal er fædd- ur á íslandi 22. apríl 1887, en fluttist með foreldrum sínum til Vesturheims þegar á fyrsta ári. Foreldrar hans námu land í Lögbergsbyggðinni í Saskatchewan, og ólst Walter þar upp. Með fádæma dugnaði brauzt hann til mennta, og vann þá hvers konar erfiðisvinnu, m. a. nam hann land, braut það til ræktunar og seldi aftur, til þess að standa straum af námskostnaði sínum. Laulc hann háskólanámi í lögfræði. í fyrri heimsstyrjöldinni gegndi hann herþjónustu í Belgíu og Frakklandi og hlaut að dveljast á sjúkrahúsum alllengi þar á eftir sakir gaseitr- unar. Annars stundaði hann lögfræðistörf, unz hann var 1941 kjörinn til dómaraembættis í Manitoba, sem hann hefur þjónað síðan. Nokkuð hefur Walter J. Lindal gef- ið sig við stjórnmálum, og ritað hefur hann mjög miltið réttarfræðilegs efnis. Einkum hefur hann fengizt við almenn mannréttindi í hinu lýðræðislega þjóðfélagi, og talið er þar vestra, að fáir komist til jafns við hann í skilningi á réttindum og skyldum mannsins í lýðræðis- þjóðfélagi, og lýðræðið eigi þar engan heilsteyptari for- svarsmann. Nýtur hann hvarvetna hins mesta trausts og virðingar meðal Canadamanna. Þegar vér lítum á störf og feril Walters Lindals er ljóst, að hann hefur á ýmsan hátt haft óvenjulega góða aðstöðu til að skrifa góða bók um þetta efni. Hann hef- ur sjálfur lifað söguna og þekkir af eigin raun, ekki að- eins ytra borðið heldur einnig innri söguna, líf fólksins, störf þess, baráttu, andlegt líf, gleði og sorgir, þar sem hann var einn þeirra mörgu, sem þátt tóku í þessu. En menntun hans og lífsreynsla hefur gefið honum víðari yfirsýn, svo að hann er ekki einungis að rekja þarna sögu fámenns hóps landnema í litlu byggðarlagi og niðja þeirra, heldur sýnir hann einnig fram á, hvernig þeir verða þáttur í nýrri þjóð, án þess þó að glata ættararf- leifð sinni. Með því að rekja þannig sögu þessa íslenzka hóps, lærist manni einnig, hvemig ný þjóð skapast smám saman af ólíkum frumþáttum landnema úr ýmsum átt- um. Markmiði sínu við samningu bókarinnar lýsir höf. á þessa leið í formála: „Safnað er staðreyndum, er sýna hæfileika íslenzku landnemanna til að mæta þrautum og andstreymi með óhagganlegu jafnaðargeði. Dæmi eru valin, sem spegla viðhorf fólksins til ættarerfða þess í máli og menningu, og sögð er saga þess, hversu vel er brugðizt við síauknum kröfum þjóðarheildarinnar, og hversu fúslega er gengizt undir hinar æðstu borgaralegu skyldur.-------Höfuðmarkmiðið er að skapa heildar- mynd. Ef það heppnast, jafnvel þótt í smáu sé, hefur canadiskum þjóðfélagsþegnum verið veittur nokkur stuðningur til að skilja íslendinga og til að meta rétti- lega þann skerf, sem þeir hafa lagt til að reisa hið cana- diska þjóðfélag." Þessu markmiði hefur höfundinum áreiðanlega tekizt að ná. í fyrsta þætti bókarinnar er gerð grein fyrir því, úr hverjum jarðvegi íslenzku landnemarnir voru sprottnir. Er þar lýst hinum íslenzka, sögulega og menningarlega arfi, á stuttan og gagnorðan hátt. Þar á eftir fer saga landnámsins og nýlendunnar í Saskatchewan í nokkrum köflum, rakin eftir byggðarlögum. Er þar víða við kom- ið, og kynnumst vér þar eigi einungis framkvæmdum Heima er bezt 395

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.