Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 25
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFAN JONSSON, námsstjóri
BhJyJJ
SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI
OG
VIN STÚLKUR
HENNAR
„Þakka yður kærlega fyrir, herra Iæknir,“ sagði
Lilja glöð. Þetta gat maður nú kallað heppni, — að
losna við fargjaldið, sem var svo dýrt. Þetta myndi
gleðja mömmu, þegar hún skrifaði henni. Farmiðarnir
giltu fyrir fyrsta farrými, og það var ekki sízt gaman
fyrir þessar ungu dömur, sem ferðuðust nú í fyrsta
skipti einar með járnbraut. Lestin var að fara, og þær
stöllur flýttu sér inn í vagnana.
Andrés leit allt í kringum sig, og teygði sem hann
gat úr sínum langa, granna hálsi. Það var eins og hann
vantaði eitthvað.
„Jenný kemur. — Jenný kemur,“ sagði Nanna glett-
in, og andlit Andrésar varð að einu brosi. — Tvær
ungar stúlkur sáust koma á harða hlaupum, og litlu
síðar stóðu þær másandi og blásandi á brautarpallin-
um. Þær höfðu orðið heldur seinar. Pabbi Jóhönnu
heilsaði þeim brosandi og sagði:
„Kæru, ágætu ungfrúr. Hvaða strákapörum ætlið þið
finnið upp á í sumarleyfinu? “
„Ætli okkur detti nokkuð slíkt í hug,“ sagði Maud
hugsandi, en Jenný hneigði höfuð til samþykkis, því
að hún gat ekki komið upp nokkru orði fyrir mæði.
Hún var nær örmagna eftir hlaupin. Hún var eldrauð í
andliti og greip andann á lofti og studdi hönd undir
síðubarðið, eins og hana kenndi til. Karl horfði á hana
áhyggjufullur, án þess að hún tæki eftir því, og sagði
síðan, svo lágt, að hún ein heyrði orðaskil: „Þú ættir
ekki að reyna svona á þig, Jenný. Það er ekki hollt
fyrir þig.“
Oh, — það er engin hætta,“ svaraði Jenný brosandi.
„Ég þreytist alltaf svo fljótt. En þreytan líður fljótt úr
mér aftur. Nei, það er víst ekkert hættulegt."
En ungi læknirinn hugsaði til móður Jennýjar, sem
dó svo ung, og honum leizt ekki á dökka bauga undir
augum Jennýjar og rauða díla í kinnum hennar, en
hann sagði aðeins lágt og innilega:
„Þú ættir að hugsa um það, sem ég sagði, og fara
varlega. Þú gerir það fyrir mig.“
„Ég vil nú allt fyrir þig gera,“ svaraði Jenný glettnis-
lega, en blikið í brúnum augunum og tvíræður hlátur-
inn gaf ekki miklar vonir um að hún tæki þetta alvar-
lega. En Karl sagði ekki fleira í það sinn.
Jóhanna teygði sig út um lestarglugga og kallaði:
„Jenný! Þú mátt nota reiðhjólið mitt á meðan ég er
að heiman, og Nanna líka. Þið getið notað það á víxl.“
„Þakká þér fyrir,“ kallaði Jenný. „En því tekur þú
það ekki með þér?“
„Af því að Lilja á ekkert reiðhjól.“
Lilja var að hugsa um að segja, að hún kærði sig
ekkert um reiðhjól, en hún hætti við það. Hún hélt að
þá yrði hlegið að sér. — Lestin rann af stað. Vasaklút-
um var veifað, og Lilja og Jóhanna sáust brosandi í
cinum glugganum, og svo var allt horfið á svipstundu.
„Jæja,“ sagði Lilja. „Þá erum við lagðar upp í ferð-
ina. Þetta verður yndislegt sumarleyfi."
En svar Jóhönnu kældi heldur blóðið í Lilju: „Það
veit maður aldrei fyrir fram. Ég hef sagt þér það áður,
að frændi og frænka eru ekki.... Ja, hvað á ég að
segja.... Þau eru ekki sérstaklega fínt fólk.“
„Fínt fólk. Ég skil ekki, hvað þú átt við.“
„Ég meina, þau eru svona almúgafólk. Ekki þó eins
og við. Ég meina, þau eru ekki venjulegt alþýðufólk.“
Nú hafði hún leyst frá skjóðunni. Það var betra að
Lilja vissi þetta áður en hún sæi þau, annars yrði hún
svo undrandi, er hún sæi frænda og frænku í Rotter-
dam.
„Eru þau sveitaleg?“ spurði Lilja, eins og hún skildi
nú loks, hvað Jóhanna ætti við. Enn var Jóhanna þó
ekki ánægð.
„Já, að nokkru leyti, og þó ekki beint það. En þau
eru ákaflega gamaldags.“
„Nú, þannig,“ svaraði Lilja, eins og úti á þekju.
„Rotterdam,“ kallaði lestarþjónninn, og eimlestin
stanzaði.
„Jæja, þá erum við komnar alla leið,“ sagði Jóhanna.
„Þarna, Lilja, taktu töskumar. Ég tek regnhlífamar og
hattakassann. Hafðu tiltækan farseðilinn. Herra lestar-
stjóri! Hvar fömm við af lestinni?”
Heima er bezt 409