Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 2
\(S jólum
Óðum líður að jólum. Nafnið eitt hefir í sér fólginn
töframátt, sem alla snertir, unga og gamla. Og í brjósti
vor allra býr tilhlökkun til jólanna, jafnvel þótt árin
færist yfir. Um aldaraðir hafa jólin verið mesta hátíð
og helgistund kristinna manna, en löngu fyrir þann
tíma, voru jól haldin um líkt leyti árs í heiðnum sið
um norræn lönd, til að fagna þeim atburði, að sól tók
að hækka, og rofið var heljarvald vetrar og myrkurs.
Þannig voru jólin, þótt í öðrum skilningi væri, hátíð
ljóss og birtu, löngu fyrr en kristnir menn héldu þau
heilög í minningu um fæðingu Jesú Krists. Og það var
í rauninni ekkert undarlegt, þótt vel tækist um sam-
einingu þessarra tveggja hátíða úr ólíkri siðabreytni,
þar sem þær báðar þjónuðu að vissu leyti sama tilgangi,
að minnast fæðingar Ijóss og birtu í mannheimi. En hitt
vitum vér og gjörla, að meiri fegurð, meiri birta, meiri
mildi hefir fylgt hátíðahaldi kristinna manna en heið-
inna. Elin heiðna hátíð var fagnaðarhátíð, en hátíð
kristninnar einnig friðarhátíð. Jólin voru í senn fyrir-
heit og sáttmáli urn frið á jörðu og guðs velþóknan
yfir mönnunum. Þetta tvennt, sem kristnar þjóðir hafa
þráð og þrá enn mest allra hluta, enda þótt oss oft
virðist annað vera uppi.
Jólin hafa öllum hátíðum fremur verið þess megnug
að orka á hugarfarið, svo að áhrif þeirra hafa ekki
einungis birzt í orði, hcldur einnig í verki. Þau hafa
slævt hefndarhug, aukið á mannúð og mildi, hreinsað
til í huganum, vakið fegurðarskyn og ást á ljósinu.
Um jólin verður allt umhverfi manns að vera hreint,
fágað, og prýtt eins og föng eru til hverju sinni. Jafn-
vel hin aumustu hreysi fengu á sig fegurðarblæ, þegar
um þau hafði verið farið höndum með jólin í huga.
En þetta gerðist ekki einungis hið ytra. Einnig hið
innra fannst mönnum þörf á að hreinsa til og ræða
við guð sinn, annað hvort í einrúmi eða í sameiginlegri
guðsþjónustugerð safnaðarins. Mannúðarverk eru þá
unnin fleiri en endranær, og þess er ég fullviss, að aldrei
gætir minni fordildar í þeim hlutum, en um jólin. Þau
verk eru unnin af innri þörf, sem krefst fullnægingar,
enda þótt sú þrá blundi oft helzti fast á öðrum tímum
ársins. En sá er máttur jólanna, að þau fá jafnvel hinn
harðasta stein til að klökkna.
Og jólin eru hátíð barnanna. Máltækið segir, „að
fæstir vilji sína barnæskuna muna“. Og mun þar vera
mikill sannleikur fólginn. En í því efni sem fleirum
eru jólin undantekning. Flestir munu vilja minnast
bemskujóla sinna, og myndu fagna því af alhug, ef
þeir mættu á helgri jólanótt hverfa, þótt ekki væri nema
stutta stund aftur í heim bernskunnar. Njóta jólagleð-
innar með huga barnsins, fagna jólaljósunum, fegurð
þeirra og birtu með jafninnilegum og einföldum huga
og þeir gerðu á barnsaldri. En því miður er oss fæstum
gefin sú gáfa, að geta horfið inn í hugarheim bamsins
og varpað brott daglegum áhyggjum og mati á hlut-
unum.
En tímarnir breytast. A öllum sviðum þjóðlífsins
gerast svo óðfluga byltingar, að þeir, sem rekja aldur
sinn aftur til aldamótanna síðustu eða lengra, verða að
hafa sig alla við að daga ekki uppi, og standa eftir
sem steinrunnin nátttröll um leið og elfur tímans gevs-
ist framhjá. Erlendir straumar og erlendir lífshættir
flæða inn í þjóðlíf vort án nokkurra hafta né hindrana.
Og jafnvel jólahátíðin sjálf, elzt og helgust allra hátíða,
hefir ekki getað haldist ósnortin af þeim flaumi. Ekki
er það þó svo, að kjarni hennar breytist, hann helzt
hreinn og tær á hverju sem gengur hið ytra. En hið
ytra form, umbúðirnar, vaxa með ári hverju, og leitast
við að hylja hinn dýrmæta kjarna. Þar sem jólahelgin
sjálf með minningum sínum, innileika og trú, var fyrr-
um meginhátíðin, virðist nú sem vtra prjál sé að verða
helzta keppikeflið.
Langt er síðan menn tóku að gera sér nokkurn daga-
mun um jólin, en sennilega hefir margt af því átt rót
sína að rekja til fornra trúarsiða. Menn klæddust nýj-
um fötum, ef þess var nokkur kostur, enda var sú þjóð-
trúin, að ófreskjan, jólakötturinn, kæmi og gripi hvern
þann, sem ekki átti nýja flík. En liggur ekki einmitt
þar að baki sú hugsun, að maðurinn verði að endur-
nýja sjálfan sig, hugarfar sitt og siði, áður en hann
gengur inn í hátíð jólahelginnar. Lengi hafa menn
skipzt á smágjöfum til að gleðja hvem annan unt jólin,
og ljós voru kveikt svo mörg sem unnt var. Jólagjaf-
irnar eru vafalaust sprottnar af þörf mannsins að gleðja
aðra ásamt sjálfum sér, og jólaljósin, tákn ljóssins mikla
frá Betlehem, er lýsti öllum heimi þegar frá hinum
fyrstu jólum. En þessir látlausu, fögru siðir hafa á síð-
ustu tímum komizt út í hófleysu í skarti, stórgjöfum
og yfirlæti, þar sem hver keppist við annan að verða
sem mestur. Og vikum og jafnvel mánuðum fyrir jól
hefst kapphlaupið um gullkálfinn í verzlun og við-
skiptum, sem alltof oft eru kennd við jólahátíðina sjálfa.
Jólaskraut og jólasýningar ber hvarvetna fyrir augu,
ekki til þess að fagna mestu helgistund ársins, heldur til
386 Heima er bezt