Heima er bezt - 01.12.1957, Side 13
að bjarga brókum sínum. Og fór hann þá upp á hnúk-
inn, sem er lítið stærri en hóll, enda oft nefndur Leir-
þúfa, og rak þar erindi sitt fyrir allra augum. Þá var
kveðið:
Flöguskalla för var greið,
fvrir alla að líta,
þegar kallinn langa leið *
lagði á fjall að s ....
Ari Jónsson frá Víðigerði, síðar á Þverá, faðir
Steingríms kennara og þeirra bræðra, gisi eitt sinn í
húsi nokkru á Akureyri.
Þar var í húsinu maður nokkur,' er sat á rúmi og
reif þorskhaus. Maður þessi bað Ara að kveða nú
um sig vísu. Ari færðist undan því, en maðurinn sótti
málið fast. — Loksins segir Ari:
Liprum hafna listum kann,
líkur hrafni og svínum.
Soltinn jafnan hakkar hann
haus af nafna sínum.
(Orðrétt eftir: Sagnablöðum nýju.)
Hér set ég fyrstu vísuna úr Griðkurímum, aðeins
vegna kenninganna:
Yggarsjó ég út á legg
uggandi um Dvalins kugg,
hyggjudugur dvínar segg,
duggan þegar fer á rugg.
í æfi Hallgríms Péturssonar, er Vigfús Guðmunds-
son tók saman og kom út 1934, er ein vísa, sem eignuð
er séra Hallgrími:
Líttu á hvernig lukkan hröð
laglega fer að stíma------
og s. v. fr.
En í Blöndu IV, 3., 1930, er hún eignuð Bjarna
ríka á Burstarfelli. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir
svo: Eitt sinn var Bjarni á ferð og reið við spora, eins
og þá var títt.
Hann reið um hlaðið á bæ einum í Vopnafirði. Þar
sat örvasa karl úti undir bæjarvegg. Bjarni reið mik-
inn og setti sporana í karlinn, um leið og hann reið
fram hjá honum. Karl leit við og mælti:
Líttu á hvernig lukkan hröð
laglega kann að stíma;
hugsaðu maður homístöð
hefurðu einhvern tíma.
Og þótti það verða að áhrínsorðum, því allar eigur
Bjarna fóru í málaferli, og síðast reið hann við horn-
ístöð.
Hér er ein vísa eftir Jón Þorsteinsson á Arnarvatni.
Fæddur 1859:
Það má kalla komið vor,
— krap og svalt um börðin.
Gola af fjalli greikkar spor
gárar allan fjörðinn.
Þá koma vísur eftir Jón Þorláksson skáld, sem lifað
hafa, en margir ekki vitað um höfund þeirra, sumar
að minnsta kosti.
Eins og menn vita, stóðu aðallega þrír menn að
stofnun Hrappseyjar-prentsmiðju: Ólafur Ólafsson.
Bogi Benediktsson og Magnús Ketilsson sýslumaður.
Við stofnun prentsmiðjunnar orti Jón Þorláksson heilla-
ósk til þeirra Ólafs og Boga, og síðar tók hann svari
prentsmiðjunnar, þegar forstöðumenn hennar urðu
fyrir aðkasti. Og orti þá meðal annárs þessa vísu:
Margur rakki að mána gó,
mest þegar skein í heiði,
en ég sá hann aldrei þó
aftra sínu skeiði.
Og svo þessi alkunna vísa:
Margur fengi mettan kvið,
má því nærri geta,
yrði fólkið vanið við
vind og snjó að éta.
Höfðingjar nokkrir riðu hjá kirkju um embættis-
gerð:
Skrykkjótt gengur oft til enn,
eins og fyrr með köflum,
grátlegt er, þá góðir menn
gera sig að djöflum.
Og svo þessi, sem á að vera kveðin í skriftastól:
Óskaplíkar eru þær,
Anna má, en neitar.
Imba vill, en ekki fær,
eftir því hún leitar.
(Heimild: Ljóðmæli Jóns Þorlákssonar.)
Hér eru tvær vísur eftir: Þórarin Sveinsson bónda
í Kílakoti (f. 1873).
Við skál:
Þá var stundum létt um Ijóð,
hfnaði andans hagur,
hjartaslögin hlý og góð,
hugans geimur fagur.
Framhald á bls. 402.
Heima er bezt 397