Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 26
Eftir stutta stund stóðu þær stöllur á brautarpallin-
um. Þá komu þær auga á aldraða, gildvaxna konu í
glansandi grænum kjól, sem lagður var með dökkum
leggingum. Hatturinn var eins og lítill pottur á hvolfi,
skreyttur með gulum blómum. Þessi gildvaxna kona,
með eldrautt, brosandi andlit, olnbogaði sig í gegnum
mannþröngina, eins hart og hún komst, lágvaxin og
hnellin. Jóhanna hefði helzt viljað snúa inn í vagninn
aftur í sæti sitt, svo skelkuð varð hún. Þetta var frænka
Miet í Rotterdam.
„Hér eru þá blessuð börnin komin,“ hrópaði þessi
brosandi kona. „Góðan daginn, Jóa litla. Þú lítur út
eins og fullorðin stúlka. Hvernig líður pabba og
mömmu? Vel. Það er ágætt. Og systir þín og hennar
tilvonandi eiginmaður. Líður þeim líka vel. Agætt er
það. Og þetta er líklega vinstúlka þín. Hvað heitir
hún nú. Van der Horst. Er það ekki rétt? Nei,
Terhorst,“ Ieiðrétti Jóhanna.
— Jóhönnu dimmdi fyrir augum, er hún hlustaði á
vaðalinn í frænku sinni, en Lilja stóð þögul, eins og
lostin eldingu. Hún hneygði sig virðulega, eins og
hún hefði æft sig í daginn áður, og sagði: „Kæra frú.“
Miet frænka þreif í hönd Lilju og þrýsti hana inni-
lega, með sinni grófgerðu, hörðu hendi. „Komið þér
sælar, ungfrú,“ sagði hún hlýlega. „Ég heiti Lilja.“
„Einmitt það. Komið þér sælar, Lilja. Ég skal taka
við töskunum. Flýtið ykkur nú, elskurnar mínar. Ég
kom með hestvagn með mér.“
„Það var ágætt,“ hugsaði Lilja. „Þá komumst við þó
að minnsta kosti burt frá þessu fólki.“
En Lilja hugsaði sem svo: Hvílík manneskja! Það var’
grátlegt, hvað Jóhanna átti leiðinlega frænku.
Ungu stúlkurnar fengu beztu sætin í vagninum, eftir
bendingu frá „frænkunni“, en sjálf settist hún í aftur-
sætið. Það dimmdi altaf meira og meira yfir svip Jó-
hönnu, en Lilja mátti gæta sín með að skella ekki upp
úr.
„Þetta hefði ég átt að vita,“ hugsaði Jóhanna í angist
sinni, — „og þá hefði ég aldrei farið að bjóða Lilju
með.“
Frænka hennar leit alvarlega á hana og sagði: „Þú
ert eitthvað svo þreytuleg, Jóa litla. Þolir þú ekki að
aka í hestvagni?“
„Jú-jú, frænka,“ svaraði Jóhanna og reyndi að láta
sem ekkert væri.
„Það þola samt ekki allir,“ blaðraði frænkan. „Eg
þoli til dæmis aldrei að aka mjög langt, og Piet þolir
það alls ekki heldur. Ég fæ svo illt í magann, eins og
ég ætli að selja öllu upp, — en sem betur fer hefur það
aldrei komið fyrir mig ennþá. Það myndi nú líka vera
saga til næsta bæjar, ef ég færi að kúgast uppi í vagni,
fullum af fólki. Ég veit ekki, hvað ég ætti af mér að
gera á eftir.“
Lilja leit út um vagnrúðuna og reyndi að halda niðri
hlátrinum, en Jóhanna reyndi að halda uppi samtali við
frænku sína: „Já, það væri mjög leiðinlegt,“ sagði hún,
með uppgerðarlegri hluttekningu. Þessi ökuferð ætlaði
aldrei að taka enda.
Allt í einu sneri frænka sér snögglega að Lilju: „Ég
er eiginlega alltaf hálfhrædd, þegar ég er í ökuferð.
Ert þú ekki líka hrædd, Lilja? í götuumferðinni geta
hestar alltaf fælzt. Hér er alltaf svo mikil umferð í
Rotterdam og steinlagðar göturnar svo hálar. Gættu
þess að halda þér vel.“
Lilja, sem hafði athugað húðarjálkinn, sem gekk fyrir
vagninum, kvaðst hvergi smeyk. „Ha, er það mögu-
legt,“ skrækti frænkan, en í því stanzaði klárinn og
var þá komið á leiðarenda. Frænkan var þá væntanlega
laus við magaveikina.
Hesturinn hafði stanzað við meðalstórt, ellilegt hús
í útjaðri borgarinnar.
„Gætið ykkur, stúlkur litlu, þegar þið hoppið út úr
vagninum,“ heyrðist í frænkunni, með hræðslurómi.
„Mikið held ég að Píet frændi verði glaður, að þið
skuluð báðar vera komnar hér til okkar, heilar og
hraustar.“
Píet frændi stóð snöggklæddur í dyrunum, bros-
andi út undir eyru, og hélt á reykjarpípunni í vinstri
hendi.
„Velkomin, frænka, velkomin. Ég er svo glaður að
hafa fengið loksins gest úr fjölskyldu minni eða ætt-
fólki. Þið verðið að fyrirgefa mér, að ég hef leyft
mér að smeygja mér úr jakkanum. Það er svo heitt í
dag. Slíkt ætti ekki að gera til innan fjölskyldunnar.“
Jóhanna fyrirvarð sig, en Lilja vorkenndi Jóhönnu.
Hvílíkur frændi!
„Ef til vill vilja ungu stúlkurnar fyrst fara upp í
svefnherbergið og laga sig svolítið til,“ sagði frænka
og fylgdi þeim upp. Mikið urðu þær fegnar, er þær
litlu síðar stóðu einar eftir í hinu dimma og ósmekk-
lega skreytta herbergi, sem átti að vera þeirra sameigin-
lega heimili næstu daga. Fyrst stóðu þær dálitla stund
steinþegjandi og störðu hvor á aðra, en svo settist Jó-
hanna í skársta stólinn, sem stóð þarna inni, og fór
að hágráta, en Lilja stóð og horfði á hana og skellihló.
Það fór því brátt svo, að Jóhanna hló og grét á víxl.
Þessar litlu skrautdúfur, af fínum, hreinlegum heimil-
um, litu agndofa í kringum sig, þar sem skærir litir
veggfóðursins eins og æptu á þær.
„Ég þoli ekki að vera hér stundinni lengur,“ dæsti
Jóhanna. „Verst var að ég skyldi taka þig með, Lilja
mín. Ég vissi að frændi og frænka voru dálítið skrítin,
en að þau væru svona einkennileg og gamaldags, það
datt mér aldrei í hug.“
En Lilja var hin rólegasta og lét engin vonbrigði í
ljós. Hún sagði vingjarnlega og róandi:
„Vertu róleg, Jóhanna mín. Maður veit aldrei, hvern-
ig allt fer. Vel getum við látið okkur líða ágætlega
hér. Frænka þín er reglulega alúðleg. Ég myndi ekk-
ert skammast mín fyrir að láta sjá mig á götu með
henni, þótt hún væri margföld frænka nu'n. Hún er
heldur ekki svo náskyld þér. Hún er móðursystir
mömmu þinnar, systir ömmu þinnar, sem hefur tekið
„niður fyrir fyrir sig“, og þannig breyzt í framkomu.“
Jóhanna lifnaði öll við þessa ræðu, þótt hún hefði
áður sagt Lilju þetta allt, og fannst þetta bjarga sér
410 Heima er bezt