Heima er bezt - 01.02.1958, Qupperneq 4
BJORGVIN GUÐMUNDSSON
tónskálcl
egar ég réðst til prestsþjónustu vestur um haf
árið 1928, bað einn af kennurum mínum, hinn
ljúfi og elskulegi kirkjuhöfðingi Sigurður P.
Sívertsen vígslubiskup, mig fyrir kveðju til
fermingarbarns síns í Winnipeg. Kveðjan var til Björg-
vins Guðmundssonar tónskálds, og hafði ég þá aldrei
fyrr heyrt hans getið.
„Blessaður Björgvin, hann var alltaf svo góður. Og
svo eru lögin hans svo falleg. Hann ætti að koma heim
til íslands.“
Einmitt þannig fórust prófessor Sívertsen orð, og ég
man, hvernig góðmennskan ljómaði af svip hins göfuga
öldungs, er hann sagði þetta. Mér komu í hug ummælin
úr Jakobsbréfi: Kröftug bæn réttláts manns megnar
mikils. Þessi ósk rættist líka fyrr en varði.
Ekki hafði ég hugmynd um það þá, hvort ég myndi
nokkru sinni sjá þennan Björgvin, en þó höguðu atvik-
in því svo, að ég kynntist honum tiltölulega fljótt eftir
að vestur kom, og komum við brátt til að eiga allmikið
saman að sælda, einkum eftir að hann tók við organ-
leikarastarfi og söngstjórn við Sambandskirkju. Varð
ég þess brátt var, að þar var munur að mannsliðinu.
Söngpallur kirkjunnar fylltist þegar í stað, og varð þar
öflugur kór. Get ég ekki hugsað mér áhugasamari og
upplagðari kirkjuorganista en Björgvin var á þessum
árum,-og það var eins og hann smitaði alla með lífs-
þrótti sínum. Söngurinn var vel æfður og prýðilegur,
og Björgvin var sífellt með hugann við að semja ýmsa
helgisöngva, er hann lét flytja í kirkjunni við hátíðleg
tækifæri. Samvinnu okkar við Sambandssöfnuð minnist
ég með einskærri ánægju og alls þess, sem við höfum
átt saman að sælda síðan.
Frá því að Björgvin fluttist til Akureyrar árið 1931 og
tók þar við söngkennslu við tvær menntastofnanir, hef-
ur nafn hans verið á hvers manns vörum um land allt.
Kemur margt til þess að hann verður mönnum hug-
stæður. Fyrst og fremst hefur hann verið elskaður og
dáður fyrir tónsmíðar sínar, sem hlotið hafa miklar
vinsældir meðal þjóðarinnar. Hann hefur haldið uppi
sönglífi og verið tilþrifamikill söngstjóri eins fjölmenn-
asta söngflokks, sem starfað hefur á Akureyri. Með
kjarnyrtum ritsmíðum sínum hefur hann vakið athygli.
En auk alls þessa er hann mjög sérkennilegur persónu-
leiki, óvenjuorðheppinn og skemmtilegur, þegar vel
liggur á honum. Brýtur hann þá heilann um hin sundur-
leitustu efni og er gæddur frjórri og frumlegri athug-
unargáfu. Mörg hnyttinyrði hans eru landfræg.
Þess hef ég orðið var, að ýmsir nemendur hans í
Menntaskólanum hafa elskað hann mjög umfram aðra
menn. Stafar þetta sennilega ekki af því, að hann sé svo
natinn við kennsluna, því að annað hentar honum betur
en kennslustagl, heldur af hinu, að þeir hafa gert sér það
ljóst, að þarna er á ferðinni svo sérkennilegur og frum-
gáfaður maður, að sjaldgæft er að kynnast hans líkum
nemá fáum á öld. Það er því óvenjuleg lífsreynsla að
kynnast slíkum mönnum með kostum þeirra og van-
köntum. Jafnvel vankantarnir gera svipmót þeirra enn
ógleymanlegra.
Það mætti segja um Björgvin líkt og Bjarni skáld
Thorarensen sagði um vin sinn, Odd lækni Hjaltalín,
að hann væri eins og hreinn demant í ryðgaðri jámum-
gerð. Björgvin hefur aldrei tamið sér neina uppgerðar-
kurteisi og kemur ávallt til dyranna eins og hann er
klæddur. En við vini sína er hann frábærlega einlægur
og hreinskilinn. Og er það nú ekki í rauninni sannasta
kurteisin?
Björgvin Guðmundsson fæddist að Rjúpnafelli í
Vopnafirði 26. apríl 1891. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Jónsson bóndi þar og kona hans, Anna Mar-
grét Þorsteinsdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Hafði
hún flutzt ung mær úr Fljótsdalnum til föðurbróður
síns og konu hans, er bjuggu á Merki á Jökuldal, en
hörfað með þeim hjónum austur í Vopnafjörð undan
öskufallinu, sem varð af Dyngjufjallagosinu árið 1875.
Hún var af ætt Þorsteins jökuls á Brú, en sá ættleggur
var vel að sér gerr og hamrammur, enda sagður vera
kominn af Guðbjarti flóka, galdrapresti í Laufási, sem
orti dansa og kvað við raust. Ætt föður hans má rekja
til Möðruvallapresta og séra Ólafs Guðmundssonar,
sálmaskálds á Sauðanesi. Eru þeir Björgvin og Jón Árna-
son bankastjóri bræðrasynir.
Annars er mér ekki kunnugt um listagáfur í ætt
Björgvins hið næsta honum, nema faðir hans mun hafa
verið mjög söngvinn og lagvís. En auðvitað er það ekk-
ert að marka. Slíkar gáfur geta legið í láginni, þar sem
engin tækifæri eru til listiðkunar, og allir eiga fullt í
fangi með að bjarga lífinu. Á uppvaxtarárum Björgvins
lá Vopnafjörður mjög utan við alfaraveg og var eins og
veröld fyrir sig. Sími var ekki lagður þangað fyrr en
1906, og segir Björgvin í Minningum sínum, að svo
42 Heima er bezt