Heima er bezt - 01.02.1958, Síða 6
UM TONMENNINGU
Eftir Björgvin Gu&mundsson
i n h v e r hefur sagt, að öfga- og ofstopamanni
sé enginn vegur fær, því alls staðar kunni hann
jafn illa fótum sínum forráð. Sjálfsagt er einnig
^ vandlagður svo góður vegur, að blindum manni
sé þar óhætt til lengdar, og vandtekin sú stefna, er ekki
liggi fyrr eða síðar yfir torfærur, fleiri eða færri. Fyrir
því skyldi hver einstaklingur með opnum og aðgætnum
augum ganga sitt stutta skeið frá vöggu til grafar, að
þau fáu augnablik aðeins kemur hann við sögu mann-
kynsins, verður samferða þeim stefnum og stefnubreyt-
ingum, er uppi eru um hans daga, og ljær þeim fylgi sitt
eða andúð, sumir athugalaust, en aðrir vitandi vits, og
þann flokk skyldu allir fylla.
Það munu vera fáar umbótastefnur — svo að ekki sé
dreginn af þeim titillinn — sem ekki hafa, fyrr eða
síðar, leitt til kyrrstöðu og vandræða, lagt hömlur á
góðar gáfur, og þá jafnframt eðlileg þroskaskilyrði
þegna og þjóða. Þessi sorglega staðreynd mun þó sjaldn-
ast vera sjálfum stefnunum að kenna, heldur fylgjend-
um þeirra. Þær eru oftast afkvæmi hugsjóna-manna, og
getnar undir öngþveiti og ókjörum ríkjandi aldaranda,
enda hefur umbótamönnum sjaldan verið vel tekið.
iMenn hafa ógjarnan viljað sjá agnúa eldri stefnanna, né
gera sér ljóst, hvers vegna þeir voru eða eru agnúar.
En þegar menn svo loks hafa komið auga á þá, hefur
það oftast orðið með þeim endemum, að þeir hafa
ekkert séð annað en ókosti hins umliðna og ekkert
viljað hafa saman við það að sælda. En upp úr því
verður svo umbótastefnan viðskila við sjálfa sig, og
drukknar loks í sinni eigin fyrirlitningu á eldri stefn-
unni og flumæðinu við að skilja þar ekki eftir stein
yfir steini. Og þegar svo er komið, þykist hún hafa
höndlað allan sannleika, og eltir síðan skottið á sjálfri
sér það sem hún á eftir ólifað. — Tónmenningin hefur
ekki, fremur en annað flest, farið varhluta af þessum
duttlungum tíðarandans, og vil ég leitast við að rekja
þann feril í fáum dráttum, með því að stikla á helztu
steinunum. Og til að flýta ögn fyrir mér, vil ég enda
þennan formála á, að geta þess, að núráðandi tónlistar-
stefna er tiltölulega ung, og ef til vill á sínu háskaleg-
asta gelgjuskeiði.
Annars er lítið um steina til að stikla á langt fram
eftir öldum, þar eð bæði tónkerfi og raddfærsla forn-
aldarinnar er allt vafið óvissu og getgátum, enda er
það of flókið mál til að ræðast hér. En elzta raddfærsla,
sem menn hafa áreiðanlegar spurnir af, mun vera kvart-
söngurinn svo nefndi, sem tíðkast hjá Grikkjum og
Rómverjum fram á 12. öld, en hann byggist eingöngu
á tveimur samgengum röddum, með fjögra sæta milli-
bili, og er algerlega hliðstæður íslenzka tvísöngnum, sem
er kvintsöngur, þ. e. a. s. öfugur eða umvendur kvart-
söngur, því ef neðri rödd í kvartsöng er flutt upp um
áttund, verður það kvintsöngur, þ. e. tvær samgengar
raddir með 5 sæta millibili, og var það stundum gert
þar syðra á kvartsöngs-tímabilinu. Tímabilið frá 1150
til 1400 nefnist diskant-tímabil. Fóru menn þá að nota
þríundina og fálma sig áfram með þríhljóma-kerfið, en
annars var raddfærsla all-reglubundin og umburðarlítil
lengst af þeim tíma, og að því leyti skyld kvart- og
kvintsöngnum. Tóntegundir voru í þann tíð jafn marg-
ar og nótumar í díatóniskri áttund, og mótaðist lag-
línan eðlilega af þeirri tónskipun. Era ýms íslenzk þjóð-
lög í einhverri slíkri tóntegund, svo sem „ísland, far-
sælda frón“ o. fl. Er það og vel skiljanlegt, því að fyrstu
og jafnvel helztu áhrif, sem við urðum fyrir fram á
öndverða síðustu öld, eru frá gömlum, suðrænum tíða-
söng. En lögin geta verið jafn íslenzk fyrir því.
En nú hefst nýtt tímabil, sem kennt er við kontra-
punkt, og nær það yfir tvær aldir, frá 1400 til 1600.
Menn fóru að gera tilraunir með að víxla röddunum
þannig, að þær byrjuðu mistímis, en syngju allar sömu
tónhendinguna eða því sem næst. Örlitla hugmvnd
um þetta gefa kanónarnir, svo sem „Sá ég spóa“ — og
„Lóan í flokkum flýgur“, þótt í rauninni sé þar um
engan kontrapunkt að ræða. En þar sem margir hafa
talið kontrapunkt-listina blómkrónu alls tónbyggingar-
stíls, fer það að líkum, að þau lögmál, sem þar liggja
til grundvallar, lægju ekki á glámbekk. Samt auðnaðist
ítalska tónskáldinu Palestrina að finna í megin-atrið-
um þau lögmál, sem stærstu kontrapuntisk tónverk hafa
verið byggð á til þessa. Samtímis komst smásaman meira
skipulag á tóntegundimar, og þær Júníska og Æoli-
anska, er síðar nefndust Dúr og Moll, voru til önd-
vegis leiddar. Þó var frygiska tóntegundin, öðru nafni
Krómatiskur E-moII, talsvert notuð á þessu tímabili,
einkum við sálmalög, og lengi síðan. En allt þetta hefur
20. aldar ofstækið reynt að rífa niður og margt fleira.
Með kontrapunkt-þróuninni hófust stórfelldar umbætur
44 Heima er bezt