Heima er bezt - 01.02.1958, Síða 8
beint og óbeint orðið til að þyrla upp þeim kynstrum
af jazz-, rokk- og dægurlaga-leirburði, sem í rauninni
er búinn að setja svip á tónrænt athafnalíf nútímans,
enda getur ekki á annan veg farið, þar sem öll virðing
er látin ganga niður á við.
Annars er tónlistarstefna nútímans oftast nefnd Futur-
ismi, því þessi tónlist þykist vera sjálfri sér nóg, og
geta t. d. lýst landslagi, mönnum, dýrum o. s. frv., að
ytra útliti. „Stúlkan með hörgula hárið,“ „Eðlan,“
„Trúðurinn“ og annað slíkt. Annars hef ég aldrei getað
komið auga á neitt af þessu, þó ég hafi hlustað á þessar
tónsmíðar, og það mörgum sinnum surnar hverjar, enda
ættu allir að geta skilið, að slíkt er ekki á sviði tón-
listarinnar, heldur myndgerðarlistarinnar eingöngu.
Hins vegar er svoddan gögurmennska ein sönnunin
enn um, að nútíma-tóniist svokölluð er orðin alveg við-
skila við sjálfa hljómlistina, sem slíka. Eins og að fram-
an getur, grundvallaðist hvor tveggja, klassiska og ró-
mantíska hljómlistin, á alhliða samræmi, bæði í laglínu,
hljómum og samböndum þeirra á milli, heilsteyptri
formfestu og blæauðgi, hníganda og stíganda. Hún
kérnur frá hjartanu og leitar hjartans, og öll tækni-
lögmál henni við komandi miða að því einu, að klæða
í hlutlægan búning þann sálræna innblástur, sem er
grunntónn hennar, og hrekkur þó ekki til, því einnig
búningurinn þarf að vera innblásinn af alheims-sálinni.
Hins vegar sækist nútíma-tónlistin ekki eftir neinu
af þessu. Hún einkennist af ólagrænni tónskipun (lag-
leysu), ósamræmum hljómum og hljómasamböndum og
algerðu formleysi, og þó fyrst og fremst af óhljóðum
og hávaða, enda eru farnar að koma fram raddir um,
að symfóníu-hljómsveitir, sem hingað til hafa þótt not-
hæfar, fullnægi henni ekki, að þar þurfi að koma til
grjótkast, skítkast og yfirleitt allur sá hvimleiðasti skark-
ali og óhljóð, sem hugsazt getur.
Grundvöllurinn undir öllu þessi flumæði er að vilja,
en geta ekki, sýnast, en vera ekki, einhver frumleika-
della manna, sem ekki skilja, hvað frUmleikur er, enda
eru flest nýtízku tónverk svo ófrumleg, að þau gætu
öll verið eftir sama manninn. Frumleiki er meðfædd
sköpunargáfa, og þeir, sem hana hafa, jrurfa ekki að
reyna að vera frumlegir, því þeir eru það ósjálfrátt.
Hinir, sem ekki hafa þessa meðfæddu gáfu, ættu aldrei
að fást við listasköpun, því að þeir geta aldrei skapað
neitt frumlegt, og því síður, sem þeir bollaleggja meira,
hversu greindir sem þeir kunna að vera að öðru leyti.
Og þó að þeir geti, með auglýsingaskrumi og áróðri,
fengið tízkuþræla þessarar nýjungasjúku aldar til að
fallast á, að svört klessa á hvítu lérefti sé mynd af sól-
inni, á þeim forsendum, að sá, sem klessunni sletti, sé
svo langt á undan tímanum, að fólk skilji hann ekki,
þá verður sú frægð, sem þannig er til komin, ekki lang-
líf. Því tízkan er hverful, en listin eilíf.
Hverf ég þá að þjóðlögunum í sambandi við það,
sem áður er sagt, og má þá eins vel geta þess strax, að
álit mitt á þeim er mjög mismunandi. Þau eru, eins og
hvað annað, harla misjöfn að fegurð og innihaldi, og
það eitt að þau eru þjóðlög, gefur þeim ekkert sérstakt
gildi í mínum augum, ef þau hafa ekkert annað til síns
ágætis. Eins og ég hef þegar tekið fram, er það einkum
tvennt, sem einkennir smekk eða smekkleysi nútíma-
músíkkussa, dekur þeirra við frumstæða 12. og 13. ald-
ar tónlist og frumstæð þjóðlög. Og eftir því, sem ég
hef komizt næst, eru það einkum raddsetningar frá
þessum tímum — þegar enginn kunni neitt —, eða stæl-
ingar af þeim, sem er svo einstaklega þjóðlegt. Ymsir
hafa t. d. haldið því fram, að raddsetningar Svein-
björns Sveinbjörnssonar á íslenzltum þjóðlögum séu
með öllu óþjóðlegar. Ég verð að játa, að ég skil þetta
ekki, og þegar allt kemur til alls, held ég ekki að neinn
geti óyggjandi úr skorið, hvað er þjóðlegt og hvað
ekki. Við eigum enga tónmenningu að baki, svo vitað
sé með vissu, nema þá kvintsönginn, sem í rauninni er
upprunninn suður við Miðjarðarhaf. Að vísu hyggur
séra Bjarni Þorsteinsson að eitthvað hafi menn fengizt
hér við tónmennt á 14. öld, að mig minnir, og má vel
vera, að rétt sé. Tvennt er hugsanlegt: að það eða
þau handritj sem séra Bjarni styðst við, séu afrit eftir
erlendum handritum, eða jafnvel að um innlend handrit
geti verið að ræða. Því ýmsar stoðir renna undir það,
að einmitt á vikivaka-tímabilinu hafi tónlistar-þroski
íslcpdinga á miðöldunum náð hæst, þar sem ekki er
útilokað, að áhrif frá frönsku troubadourunum eða
þýzku mansöngvurunum (minnesang) hafi náð hingað,
og gæti jafnvel hugsazt, að sjálfur vikivakinn eigi þaðan
rætur sínar að rekja. Má og vera, að undir þeim áhrif-
um hafi sönghneigðu fólki hrotið lagræn stef af munni.
Annars finnst mér allt eins líldegt, að þau séu öllu
heldur Stravinsky, Schönberg og Debussy — örlítið
kryddaðir með frumstæðri, erlendri 13. aldar raddsetn-
ingu, sem þessir menn sakna úr þjóðlagaraddsetningum
Sveinbjörns. En er þá nokkuð jrjóðlegra að stæla það,
en, segjum klassiskar og rómantiskar hljómvenjur, ef
endilega þarf að vera um stælingar að ræða. En það
er helzta slagorð nýtízkunnar, að allir, sem ekki að-
hyllast „nýju fötin“ séu sístelandi og stælandi, enda þótt
þeir viti, að slíkt nær engri átt. Allir verða fyrir áhrif-
um. Meira að segja mitt elskaða og stórbrotnasta tón-
skáld, Hándel, varð að mínum dómi vafalítið fyrir mikl-
um áhrifum frá Purcell, og þó að það skipti litlu, hef ég
orðið fyrir áhrifum frá báðum, alveg eins og Jónas Hall-
grímsson varð fyrir áhrifum frá Heine, og það gerði
hann að meira skáldi. Öll góð áhrif flýta fyrir þroska,
en slæm áhrif auðvitað gagnstætt, því að annað hvort
þroska þau eða vanþroska samtíðina.
En svo ég snúi mér aftur að Sveinbirni og þjóðlög-
unum, þá álít ég, að honum hafi farizt mjög sómasam-
lega við þau. Hann klæddi þau í listrænan, snotran og
alþýðlegan búning, og á hann því fremur þakkir skilið
en aðkast öfundsjúkra óhappamanna.
Einn af okkar yngri tónlistarmönnum hefur sagt á
opinberum vettvangi, að íslenzk tónsmíði eða tónsmíða-
viðleitni hafi algerlega mistekizt. Þvílíkur gorgeir og
rakalaus lygi! Sem sláandi dæmi upp á staðleysi slíkra
óhappamanna vil ég segja lítið atvik — en satt. Fyrir
Framhald á hls. 50.
46 Heima er bezt