Heima er bezt - 01.02.1958, Blaðsíða 9
BJARNI SIGURÐSSON:
SÍMON JÓNSSON
BÓNDI
A JORVIKURHRYGGJUM
(Niðurlag)
u <»
N n u r sagan er sú, að hann var, sem oftar, að
smala fé með fleiri mönnum. Lá þá leið þeirra
um svonefndar Fitjar. Spurði hann þá menn-
ina, sem með honum voru, hvort þeir vissu,
hvernig á því stæði, að landið, sem þeir gengu um, héti
Fitjar. Það vissu þeir ekki. Sagði hann þeim þá þessa
sögu:
„Þarna á Mýrdalsjökli, karl minn, á heima stór skessa.
Hún hefur baðstofuna sína í Mýrdalsjökli en sefur í
Eyjafjallajökli. Ekki þarf að segja ykkur frá því, hvern-
ig stendur á sprænunum, sem falla undan Mýrdalsjöldi.
Einn dag sér hún hvalavöðu milda úti fyrir söndunum.
Hún var þá nýbyrjuð að prjóna sér sokk og var að ljúka
við fitjarnar. Henni varð þá svo mikið um að sjá hvala-
gönguna, að hún hljóp út úr baðstofunni með prjónana
í hendinni, en þegar hún kom hingað, fleygði hún prjón-
unum. Fitjarnar á sokkunum hennar voru það stórar,
karl minn, að þær náðu hérna yfir allt þetta land. Síðan
hefur það verið kallað Fitjar. Hitt er svo önnur saga,
að stóra konan hljóp út á tvítugt dýpi og náði í hvalkálf
og hélt á honum undir hendinni heim til sín, og auð-
vitað tók hún með sér prjónana sína, karl minn.“
Þegar Símon eitt sinn kom til föður míns, og faðir
minn spurði hann frétta, mælti hann: „Margt í fréttum,
karl minn, ef ég gef mér tíma til að rifja þær upp. Eitt
af því nýjasta held ég sé það, að ég náði í myndarlega
lús hérna um daginn og synti á henni yfir Mjóásvatn
og reiddi hann Molda minn [það var reiðhestur hans]
fyrir framan mig.“
Símon var nýkominn úr ferðalagi utan af Eyrarbakka
og heimsótti þá, sem oftar, föður minn. Var hann spurð-
ur frétta, og þótti líklegt, að hann kynni frá mörgu að
segja, nýkominn úr langferð. Þá sagði Símon:
„Nóg að frétta, karl minn. Ég sat allan daginn klof-
vega á merinni og fór fet fyrir fet. Þú ættir nú að
þekkja, hvað þetta er skemmtilegt, þar sem merin er
alltaf að spjalla við steinana í götunni og spyrja, hvort
karlfjandinn verði ekki þreyttur í klofinu, að sitja svona
allan daginn á sínu lúna baki. Og oft óskaði hún þess,
að hann færi af baki sér, svo að hún ætti kost á því að
lyfta upp rassinum og gefa honum duglega á kjaftinn
með skaflajárnuðum afturfótunum. Auðvitað lét ég
þetta nauð í merinni mig engu skipta. Hitt var verra,
að þegar ég kom að ferjustaðnum á Þjórsá, var enga
ferju hægt að fá. Ég kvartaði um þetta við húsmóður-
ina, en hún huggaði mig með því, að margt væri á ann-
an veg en það ætti að vera. Þannig væri ástatt fyrir sér,
að hún hefði engan frið í bænum fyrir flóm. Ég spurði
hana þá, hvort hún vildi ekki, að ég hjálpaði henni til
þess að finna flóamóðurina eða drottninguna þeirra.
Fyndist hún, þá myndu hinar hverfa. Eitthvað virtist
nú þessi blessuð húsfreyja vera illa að sér í flóafræði.
Samt þáði hún hjálpina. Nú fórum við bæði að leita, og
eftir nokkurn tíma fann ég hana, spikfeita og bústna.
Jafnskjótt og hún sá mig, bjóst hún til að stökkva á mig,
en ég var fyrri til og stökk á hana. Henni varð hverft
við þetta óg tók snöggt viðbragð og lyfti sér upp og
stökk með mig yfir Þjórsá og vestur í Flóa. Þá var hún
eiginlega komin heim til sín, en hafði verið gestur aust-
an við ána á ferjustaðnum. Og svo getur þú getið því
nærri, karl minn, að ég borgaði flónni engan ferjutoll
en hafði hagnað af greiðaseminni.“
Afréttarlönd Álftveringa heita Einhyrningsfjöll. Þau
draga nafn sitt af háu, fögru fjalli, sem stendur eitt sér
á grasi vöxnum völlum og má skeiðríða hringinn í kring-
um það. Þó stendur það örskammt frá hinum fjöllunum,
sem einnig eru há. í fjallgöngum þarna á haustin er einn
maður frá hverjum bæ í Álftaveri. Norðan í Einhyrn-
ingi er hellisskúti, sem fjallgöngumenn gista í að nætur-
lagi. í þessum hellisskúta var venjulega glatt á hjalla,
þegar Símon Jónsson var einn af gangnamönnunum.
Hann hélt þar upp skemmtun og andlegu lífi. Meðal
annarra sögusagna, er hann skemmti þeim með, var saga
um það, hvernig stóð á því, að fjallið hét Einhyrningur.
Um það sagði hann þessa sögu:
„Eins og kunnugt er, og allir vita, heimsóttu munk-
arnir okkar á Þykkvabæjarklaustri nunnurnar eða syst-
urnar á Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Þær tóku þeim mjög
vel og voru fegnar heimsókn þeirra, því þær voru lengi
búnar að vera karlmannslausar, en þörfin á tilbreytingu
orðin mjög aðkallandi. Allt það bezta, sem systraklaustr-
ið átti til, var fram reitt, og ekki spöruð gestrisni og
mjúkmál alúð. Þótti þeim svo mikið til heimsóknarinnar
koma, að þær leystu munkana út með gjöfum. Meðal
Heima er bezt 47