Heima er bezt - 01.02.1958, Síða 14
beint á eftir okkur.“ „Það er ekki að undra, þó þér
finnist það, því þú ert að fara í hring. Sérðu ekki, að
mannaröðin myndar skeifu,“ anza ég.
„Ef svo er, þá er ég alveg orðinn vitlaus í áttum.
En þó ætla ég að halda nokkuð áfram enn og vita,
hvort ég kannast ekki við mig.“
Eftir litla stund komum við í leirflög með brokdrög-
um á milli. „Kannastu við þig,“ spyr ég Sigurð. „Nei.
Þetta á ekki að vera á milli Elvannavallakvíslar og
EIveravalla.“ „En er ekki þetta landslag til norðaustan
við Elveravelli?“ spyr ég.
„Jú! Alveg rétt. En treystir þú þér að finna Kvísl-
ina?“
„Já, við vorum komnir um miðja vega norður að
henni, þegar við snerum við,“ svara ég.
Nú var að verða dimmt af nóttu. Hríðin aðeins
vægari, og tunglskins var að byrja að gæta. Nú skýrði
Sigurður mönnunum frá að við mundum vera villtir
aftur, og bað þá að stanza hér litla stund. Hér sé hagi
fyrir hestana og gott að lofa þeim að grípa niður litla
stund. Nú var farið að aðgæta, hvort mennirnir væru
ekki allir, og kom þá í ljós, að einn vantaði: Svein
Kristófersson frá Húnsstöðum. En eftir litla stund kom
hann. Hafði tafizt við að laga á hesti sínum og þá tapað
af flokknum, en lofað hestum sínum að ráða, og höfðu
þeir tekið slóðina, þó honum sýndist þeir stefna í öfuga
átt. Nú skýrði Sigurður mönnunum frá því, að ég ætlaði
að finna Hvannavallakvísl. Bað hann helming þeirra að
passa hestana, en hinn helminginn að koma með okkur
í því augnamiði að varða með mönnum norður að
Kvíslinni. Svo lögðum við Sigurður af stað. En á eftir
okkur komu aðeins þrír menn, þeir Þorleifur í Sól-
heimum, Jakob Sigurjónsson í Stóradal og Agúst
Björnsson frá Grund. Eftir nokkra stund urðu þeir
eftir, Jakob og Ágúst, og nokkru síðar Þorleifur, en
við Sigurður héldum áfram. Síðast var Sigurður eftir,
en ég hélt einn áfram. Eftir á að gizka 10 mínútur frá
því ég skildi við Sigurð, fann ég Kvíslina. Hún var
bakkafull af krapi. Ég hljóp svo til baka og sagði Sig-
urði að ég hefði fundið Kvíslina. En hann trúði því
varla og bað mig nú að bíða, hann ætlaði að fullvissa
sig um þetta. Svo beið ég, en hann fór. Eftir nokkurn
tíma kom hann aftur og sagði þetta rétt mundi vera.
Héldum við nú til baka og fundum brátt Þorleif og
síðar alla hina.
Nú skýrði Sigurður gangnamönnum frá, að ég ætl-
aði að fara á undan til Seyðisár og bað menn að taka
hesta sína. Kom þá í ljós, að þrjá hesta vantaði. Báða
hesta Þorleifs í Sólheimum, og trússahest. Björns Jóns-
sonar á Eitla-Búrfelli. Var nú leitað að þeim alllanga
stund, en án árangurs. Við svo búið máttum við leggja
af stað, og var nú Þorleifur í Sólheimum gangandi. Stef-
án Eyjólfsson frá Svínavatni bað Sigurð frá Brún að vera
aftastan og sjá til að enginn heltist úr lestinni. Svo lögð-
um við enn af stað. Fór ég á undan, en Sigurður alltaf
næstur mér. Komum við svo að Kvíslinni. Fór ég yfir
hana, þar sem ég kom að henni, og var krapið vel í
kvið á hestunum. Aðrir vildu reyna fyrir sér og fá hana
grynnri, en það fór á annan veg, því sumir fengu dýpra,
og vöknuðu sumir í henni, sem höfðu þó verið þurrir
til þessa.
Ég beið meðan allir voru að komast yfir. Þá spurði
ég Sigurð, hvort ekki mundi betra að fara ofan með
Kvíslinni og svo út með Þegjanda. Það kvað hann
óþarfa, bezt væri að fara beint norður melana. Ég hafði
einu sinni verið þama í göngum, og sagði honum að
mig minnti, að fláardrag skæri melana í sundur, og
'mundum við lenda þar í sjálfheldu. En hann kvað
það vitleysu, engar tálmanir væru á þeirri leið að fara
beint. Að vísu væri drag, sem skæri melana í sundur, en
auðvelt væri að komast austur fyrir það. Var svo haldið
áfram.
Eftir nokkra stund kemur Stefán Eyjólfsson til okkar
og segir að Sigurður frá Brún sé orðinn langt á eftir.
Hafði hann verið að laga á trússara sínum og sagt sér,
að hann mætti halda áfram, en svo kæmi hann ekki.
Var nú stanzað og ákveðið að senda menn til baka
að leita Sigurðar, en hinir biðu á meðan. Fór ég til baka
ásamt Stefáni Eyjólfssyni, og að mig minnir Jakob í
Stóradal. Fórum við alla leið suður að Kvísl aftur, og
hóuðum og kölluðum, eins og við höfðum hljóð til, en
árangurslaust. Til baka fórum við austar, en allt fór á
sömu leið. Siggi var týndur. Er við komum aftur til
aðalmanna, hafði Siggi ekki þangað komið. Vildi ég
pú fara aftur að leita og fá með mér eins og 4 menn.
En það vildi Sigurður ekki. Sagði hann, að mönnum
væri orðið kalt að bíða, einkum þeim, sem hefðu vöknað
í Kvíslinni, og að Jón Kristófersson væn orðinn veikur.
Yrði nú tafarlaust að reyna að komast í áfanga sem
fyrst. Hríðin fór minnkandi, og sá vel til tungls. Héld-
um við enn af stað og riðum allgreitt. En fyrr en varði
kom Stefán Eyjólfsson aftur og tilkynnti, að Þorleifur
væri gangandi langt á eftir. Fór ég nú til baka og sótti
Þorleif. Lét ég hann fara á bak á trússahest minn, Þumal,
og þó ekki væri mjúkt að klofast yfir nestiskassa, þá
taldi Þorleifur það ágætt og sagði sér vera vel heitt.
Nú komum við að fláardraginu, sem ég hafði munað
eftir, og reyndist ókleift að fara norður yfir það. Þá
var að reyna að komast austur fyrir það, en það var
ókleift líka. Segi ég þá við Sigurð, að hér séum við í
sjálfheldu, eins og ég hafi búizt við.
„Ég mundi ekkert eftir þessu helvítis dragi,“ anzar
hann.
Ég fór nokkuð suður með draginu og leitaði fyrir
mér, hvar tiltækilegast væri að reyna. Hinir komu á
eftir. Á einum stað fannst mér þar árennilegast, og
þar teymdi ég hestana yfir. Þeir lágu á kviði, en brutust
með skerpu yfir það, enda var það 10—20 m á breidd.
Sumir komu á eftir, en aðrir vildu reyna annars staðar.
Fengu sumir betra, en aðrir verra. Á endanum komust
þó allir yfir, nema einn trússahestur, sem lá eftir og
vildi ekki reyna að hreyfa sig. Fórum við þá til átta
saman, tókum af honum trússin og drógum hann eða
veltum á land. Eklti man ég, hver var eigandi hans. Nú
var skammt austur að Þegjanda, og fór ég beint austur
Framhald á bls. 70.
52 Heima er bezt