Heima er bezt - 01.02.1958, Side 15

Heima er bezt - 01.02.1958, Side 15
GAMLIR KUNNINGJAR Eftir JÓH. ÁSGEIRSSON (Framhald ) Og svo segir Sveinn Gunnarsson tildrög þriðju vís- unnar, og tek ég það orðrétt eftir Veraldarsögu hans: — Það var komið fram á Góu, er ég var að hagræða hrossum í Vallanesi. Eg sá þar mann koma vestan mýrarnar á rauðum hesti, og fylgdi honum stór hundur. Hver á nú svo stóran hund? Jón skáld á Víði- mýri á danskan hund. Hesturinn var sporléttur og manninum miðaði vel. Eg hljóp þá á móti honum, en hann kallaði þá til mín hvellum rómi: Glamraðu staupum, góði minn, gakktu nær og heyrðu, æfðu hlaupin harðsnúinn, hesta-kaupa-j öfurinn.“ Andrés Narfason bjó á Seli 1789—1818, og var mikil- hæfur bóndi, vitur maður og góðgjarn. Hann átti son, sem Magnús hét (f. 1790). Maren amma hans hafði mikið dálæti á honum. Hún var gáfuð kona og hagorð. Um Magnús kvað hún eitt sinn vísu þessa, sem lifað hefur á vörum þjóðarinnar á aðra öld: Magnús raular, músin tístir, malar kötturinn, kýrin baular, kuldinn nístir, kumrar hrúturinn. (Andvari, 1925). Jón Ólafsson bóndi á Einifelli (f. 1809) var talinn skáld gott á sinni tíð. Vísa sú, er hér um getur, er víða þekkt. Jón kvað hana við Jón nokkurn Sæmundar- son, er var hagorður: Allir skeini eruð þið, ykkur meinin hrelli. En hann komst ekki lengra, nafni hans botnaði: Ég skal reyna að jafnast við Jón á Einifelli. Sigurður Kristjánsson bóksali var ágætlega hagorð- ur, og eru vísur eftir hann í ýmsum gömlum blöðum. Þessa afmælisvísu sendi hann einu sinni Tryggva Gunnarssyni: aÞó að elli leið og ljót lúna felli drengi, muntu hnellinn henni mót halda velli lengi. Séra Jón Jónsson hinn eldri, prestur á Auðkúlu frá 1803—1817, var vel látinn, góðgjörðamaður og greiðvikinn. Eitt sinn voru vermenn hjá honum nótt- ina, og fylgdi hann þeim út yfir Svínavatn daginn eftir. Þegar hann skildi við mennina, hleypti hann hest- inum eftir vatninu, því það var ísi lagt, en var þó ótryggt og með vökum sums staðar. Og er svo frá sagt, að sézt hafði til hans heiman að, er hestur og maður steyptust í vök eina út undan Kúlu- nesi. Þó eru þar um missagnir, en það styrkti frásögn þessa, að skaflaförin eftir hestinn sáust að vökinni, þeg- ar menn fóru að leita hans. Um hvarf séra Jóns var kveðið, og þar á meðal þessi alþekkta vísa: Enginn veit um afdrif hans, utan hvað menn sáu, skaflaförin skeiðberans á skör til heljar lágu. (Þjóðs. Jóns Árnas.). Sumarliði Grímsson, frá Torfastöðum í Biskups- tungum reisti nýbýlið Litla-Hvamm — ásamt Ingi- mundi Hallgrímssyni. Sonur Sumarliða hét Sveinbjörn. Þegar hann var 12 ára, var það snemma vors, að hann gekk út árla morguns; heyrði hann þá í lóunni í fyrsta sinn þá um vorið. Orti hann þá: Vorið blakar blítt við kinn, blómin taka að gróa. <D Hérna bak við bæinn minn blessuð kvakar lóa. Lesb. Morgunbl. (Inn.til fjalla). Heima er bezt 53

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.