Heima er bezt - 01.02.1958, Page 17

Heima er bezt - 01.02.1958, Page 17
Hún er rétt höfð þannig: Það má kalla komið vor — krap og svall um börðin, o. s. frv. Annað dæmi: í þættinum er vísa, sem talin er vera eftir Jón Benó- nýsson frá Ormskoti, höfð svona: „Löngum kætist léttfær lund, ljúft er stríði að gleyma. Blesa ríð ég greitt um grund, en Guðný bíður heima.“ Hver maður, sem eitthvað kann til vísnagerðar, sér, að fyrsta hendingin hefur brjálazt: miðrímsorð tapazt og annað orð komið í staðinn, sem veldur ofstuðlun. Hendingin hlýtur að vera svona (og þannig hef ég lært hana): Kætist tíðwn léttfær lund o. s. frv. Fleira þessu líkt mætti benda á í „Gömlum kunningj- um“, en nóg er fram komið til sönnunar óafsakanlegri óvandvirkni. „Andinn“, sem J. Á. með fullum rétti telur til „aðal- atriða“, þegar meta skal þetta verk hans í heild, virðist mér — því miður — helzt vera sá, samkvæmt framan- sögðu, að „fylla breiða byggð með aumlegt þvaður“, eins og Jónas Hallgrímsson komst að orði forðum í skyldu sambandi. Vel gerð ádeiluvísa getur verið „hvöss sem byssu- stingur“, en illa gerð baga er aftur á móti vopna léleg- ust. Jóh. Ásgeirsson beinir til mín í „Svari“ sínu stöku, sem hann er auðheyrilega rogginn yfir að kunna og álítur hárbeitta. Ég segi það eins og er, að víst hefði ég haft gaman af að fá frá honum lag með blikandi vísna- stáli. En það er öðru nær en að svo sé. Vísan er hryggð- armynd. Hann telur að hún sé eftir Jón Bergmann. Ég trúi því illa, að hún sé rétt höfð þannig eftir Jóni, sem var einn af snjöllustu lausavísnahöfundum á sinni tíð. Ég hef leitað í kvæðakverum Jóns, en ekki fundið vís- una. Vísan er svona í höndum Jóh. Ásgeirssonar: „Vaða lengst en gusa grynnst, gleyma helzt að þegja. Þeir, sem vita og þekkja minnst, þurfa flest að segja.“ Þarna er snúið í vitleysu talshættinum: „Þeir gusa mest (eða hæst), sem grynnst vaða,“ því að „gusa grynnst“ er meiningarleysa. Fyrri helmingur vísunnar er einnig gerandalaus. Þessi frágangur er afarólíkur handbragði Jóns Berg- manns, sem var ágætlega orðslyngur og kunni flestum betur að fara með talshætti í vísum sínum. Ég hef áður heyrt þessa vísu, án þess að höfundar- nafn fylgdi. Þá var hún höfð á þessa leið: Vaða grynnst og gusa hæst, gleyma helzt að þegja, þeir, sem vita og þekkja fæst, en þurfa flest að segja. Þannig er hún allgóð. En eins og J. Á. hefur hana er hún „aumlegt þvaður“, sem er ómaklegt að kenna við Jón heitinn Bergmann, — og hlægilegt að velja sér sem vopn. Sigurður Nordal prófessor sagði í blaðaviðtali fyrir síðustu áramót: „Ég held að allir eigi að yrkja og skrifa einhvers kon- ar skáldskap, en guð forði veröldinni frá því að það væri allt prentað.“ Þetta er viturlega mælt. íslendingar eiga t. d. að halda áfram að yrkja tæki- færisvísur. Með því hafa þeir um aldir efít andlegan þroska sinn, æft tungu sína og skapað sér ánægjustund- ir. En það á ekki að gefa út nema úrval þessa skáldskap- ar. Að öðru leyti á hann að lifa svo lengi sem hann bjargar sér sjálfur á vörum fólks eða geymist í hand- ritum umhyggjusamra manna. í þættinum „Gamlir kunningjar11 er allt of mikið af því, sem prófessorinn biður guð að forða veröldinni frá að prentað sé — hvað þá endurprentað og aflagað. Höfundur þáttarins er svo prentfíkinn, að hann flett- ir bókum og ritlingum og tínir upp í óðaönn til endur- prentunar handa „Heima er bezt“ fátæklegar bögur. Meðal annars lætur hann ritið endurprenta vísur upp úr „Hjartaásnum", sem gefinn er út á Akureyri, eins og „Heima er bezt“, — vísur, sem þó eru ekki meðal beztu lausavísnanna, sem „Hjartaásinn“ hefur birt. Ekki veit ég, hvort þetta er gert af hrekk við ritstjórann, þótt það líkist því, af því að fyrir hann væri ekki fyrirhafn- arsamt að ná í þann ódýra skáldskap milliliðalaust hjá „Hjartaásnum“, ef hann ágirntist hann handa riti sínu. Mér er sagt, að Jóh. Ásgeirsson sé vísnavinur. Ég rengi það ekki, þótt „Gamlir kunningjar11 hans í „Heima er bezt“ beri þess — vægast sagt — veikan vott. En öll- um getur yfirsézt, segir máltækið. Ég óska honum þess af heilshugar vinsemd, að næst, þegar hann hyggst gera vinum sínum, lausavísunum, greiða, þá takist honum miklu betur en honum hefur auðnazt hingað til í þessu riti. 5. febrúar 1958. Karl Kristjánsson. i Heima er bezt 55

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.