Heima er bezt - 01.02.1958, Side 19

Heima er bezt - 01.02.1958, Side 19
Borgin er geysivíðáttumikil. Fer þar saman, að hún er ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna og hún er strjálbyggð á stórborgavísu. Á síðari árum hefur hún þanizt mjög út og innlimað margar nágrannaborgir og þorp. Umferð á götunum þar hygg ég sé meiri en í nokkurri annarri borg, er ég kom í, New York ekki undan skilin. Fóllt ber hér annan svip en norðar í land- inu; er margt af því með rómönskum eða spænskum blæ. enda er nú skammt til landamæra A'lexíkó, og hér réðu Spánverjar löndum í eina tíð. Ljóshært fólk og bláeygt er sjaldséð. Tvennt þótti mér nýlunda, er þangað kom. Annarsvegar, að margt beiningamanna var þar hvar- vetna á almannafæri, en þá hafði ég naumast séð áður á ferðalagi mínu. En hitt voru auglýsingar um það, að gæta farangurs og annarra muna fyrir þjófum. Flafði ég ekki veitt slíkum aðvörunum áður athygli, en hins- vegar undrazt oft, hversu menn virtust alls staðar ör- uggir um dót sitt. Annars voru Los Angeles-búar ekki síður glaðlegir og greiðviknir en fólk annars staðar, og hvergi hitti ég jafn vingjarnlegt fólk á gistihúsi og þar, og þurfti þó hvergi að kvarta. Ég var svo óheppinn, að eini heili dagurinn, sem ég dvaldist í Los Angeles, var Thanksgivings’ Day. En það er almennur frí- og helgidagur í Bandaríkjunum, allt frá landnámsöld þeirra. Pílagrímarnir svonefndu héldu þann dag í öndverðu þakkarhátíð, vegna farsæl- legrar komu sinnar til landsins. Ber dagurinn enn minj- ar slíkrar þakkargerðar, og eru þá haldnar ýmsar sam- komur og gjöfum safnað til margvíslegrar mannúðar- starfsemi. Hér er um fallegan sið að ræða, og stingur hann að ýmsu leyti í stúf við þá efnishyggju, sem al- mennt er eignuð Bandaríkjamönnum, sem þó í raun réttri er langt um minni en af er látið, og þætti mér ekki ótrúlegt, ef vel væri að gáð, þá væri hún drjúgum meiri meðal Evrópuþjóða. En fjarri fór því, að ég fagnaði Þakkarhátíðinni. Skólar, söfn og skrifstofur var allt lokað, og sýningar- ferðirnar um borgina miklu færri en hversdagslega, en þær hafði ég hugsað mér að nota til að kynnast henni. í Washington hafði ég farið þess á leit, að fá að skoða X * / jjm k1 | / jy nt 1111 Höfuðgatan i Hollywood: Hollywood Boulevard. Gatnamót í Los Angeles. Bílvegir á fjórum hceðum. kvikmyndaver í Hollywood, en forsjármaður minn, Mr. Margolius, kvað slíkt nær ómögulegt, þar sem ég ferðaðist hvorki sem leikari eða blaðamaður. Væri sér illkleift að koma ráðamönnum þar í skilning um, að grasafræðingur ætti erindi inn fyrir leiktjöldin í Holly- wood. Varð ég að láta mér það lynda. En þegar hingað var komið, valdi ég að fara hringferð um Hollywood, svo að ég að minnsta kosti fengi að sjá ytra borðið á þeirri frægu borg. Annars lá leiðin um mestan hluta Los Angeles, þótt aðallega væri stefnt til Hollywood. Los Angeles er björt og hreinleg borg. Skýjakljúfar eru færri þar að tiltölu en víða annars staðar í stórborg- um Ameríku. Einna fegurstar byggingar þar þótti mér bókasafnið og Edisonsbyggingin. Meira virtist þar um allskonar skraut og pírumpár bæði utan húss og innan en annars staðar. Þannig voru matsölustaðirnir, cafeteri- urnar, víða fagurlega skreyttar. í einni var serrí komið væri inn í frumskóg hitabeltisins, en önnur var með hvolfþökum og bogum í rómönskum stíl, sem minnti á klausturhvelfingar, en kalkmálverk á veggjum. Nálægt miðbænum er Pershingtorg. Undir því eru bílastæði, en sjálft er torgið fagur skrúðgarður með pálmum og ótal skrúðplöntum, allt af suðrænum uppruna. Alltaf var þar fullt af fólki, sitjandi á bekkjum eða standandi í smáhópum, hlæjandi og masandi. Enginn sást þar súr á svip. Sums staðar stóðu prédikarar og héldu þrum- andi ræður, líkt og karlinn okkar á kassanum. Hlust- uðu hópar fólks, einkum litað, á þá með miklum fjálg- leik í svipnum. Á kvöldin var þarna dynjandi músik, sem margir hlýddu á. Frá miðbænum var ekið til Flollywood, en þar lá leiðin einkum um Beverly Hills, en þar búa kvikmynda- stjörnur og auðmenn. Sagði leiðsögumaður okkar, að ódýrust einbýlishús þar kostuðu 50 þúsund dollara, og síðan uppeftir. Hús eru þarna með ýmsu sniði, en flest þó einnar hæð- ar, umkringd víðáttumiklum skrúðgörðum, svo að til- sýndar er Beverly Hills Iíkari skógi en borg. Flestum húsum kváðu fylgja sundlaugar, vatn er þó einn þeirra hluta, sem torfengnastur er þar í borg. Jafnóðum og Heima er bezt 57

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.