Heima er bezt - 01.02.1958, Side 20
JÓH. ÁSGEIRSSON:
Matsöluhús (Cajeteria) i Los Angeles.
ekið var framhjá bústöðum „stjarnanna“ hrópaði leið-
sögumaður nöfn þeirra. Fæst þeirra þekkti ég, og lét
mér því fátt um finnast hvern einstakan, en samferða-
fólk mitt varð að augum og eyrum. Furðulegast á þessu
ferðalagi þótti mér, að varla sást þar nokkur maður á
ferli, og bílar voru svo fáir þarna á götunum, að engu var
líkara en borgarhluti þessi væri í eyði. Alls staðar var
gróður mikill í görðum og með götum. Af trjám ber
hér miklu mest á pálmum. Eru þeir tilbreytingarlitlir,
en fríðir við fyrstu sýn. Sums staðar voru appelsínu-
tré hlaðin ávöxtum, og blómskrúð allt var miklu meira
en í San Francisco, enda var mikið kapp lagt á að
vökva garða og grasfleti. Ekið var niður til strandar.
Þar var fólk hópum saman í sjó- og sólböðum, þótt
kominn væri 22. nóv. Á einum stað stóð þar kona í sund-
bol við að mála, og virtist fara sér að engu óðslega.
Á leiðinni til borgarinnar aftur var ekið gegnum
megingötur Hollywood. Var nú tekið að skyggja, en
Ij ósaauglýsingarn ar léku í öllum litum og svo bjartar,
að maður fékk nær ofbirtu í augun. Meðfram endilangri
aðalgötunni skiptast á kvikmyndahús, hótel, nætur-
klúbbar og tízkuverzlanir. Var auðsætt, að peningar og
lúxus ráða þar ríkjum.
Þótt enn væri fullur mánuður til jóla, var þegar mikið
um jólaskreytingar og sýningar á jólavörum — þær voru
að vísu byrjaðar í Washington þegar í september. Heil-
ar götur voru alsettar skreytingum, en einna mest þótti
mér koma til þess, að eftir endilangri aðalgötunni var
komið fyrir gervijólatrjám um hvern ljósastaur, svo að
þar voru eins konar jólatrjáagöng, og á hverju þeirra
lýstu 250 marglitar perur.
í Los Angeles dvaldist ég einungis hálfan annan dag.
Um leið og þaðan var farið, var snúið við heimleiðis,
því að ekki lá leið mín lengra suður og vestur á bóginn.
Undir kvöld hinn 23. nóvember steig ég upp í flug-
vélina, sem flutti mig fyrsta áfangann í austurátt. Stað-
næmzt var um stund á flugvellinum í San Diego, en
ekkert sá ég af þeim bæ sakir myrkurs. Skipt var um
flugvél í Phönix, höfuðborg Arizona, og loks hafnaði
ég um kvöldið í smábænum Flagstaff, og hét hótelið
Monte Vista, sem þýða mun fjallasýn, og er sannnefni.
St. Std.
VÍÐ DAUÐANS DYR
Fr á s ö g n sú, sem hér fer á eftir, er höfð eftir
Solveigu Jóhannsdóttur. Solveig var kona Hall-
gríms Bjarnasonar, sem bjó í Laxárdal í Hrúta-
firði frá 1863—85. Síðar fluttust þau að Leið-
ólfsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Solveig dó 5. apríl
1822, 84 ára að aldri. Sonur þeirra hjóna var Bjarni
Hallgrímsson, sem bjó á Leiðólfsstöðum fram yfir síð-
ustu aldamót.
Ólafur Ulugason, afi Solveigar, bjó á Kveingrjóti
(Kverngrjóti) í Saurbæ í Dölum. En ekki er vitað,
hvar Ulugi, langafi Solveigar hefur verið, en um hann
snýst frásögn þessi, og átti hann þá að vera 9—10 ára
drengur og sitja hjá ám einhvers staðar norður í Húna-
vatnssýslu. Að öllum líkindum hefur þetta verið á fvrri
hluta 18. aldar.
Á þeim tímum var það víða siður að nautgripir voru
hafðir á afrétti og þá oft margir saman. Illugi htli var
látinn sitja hjá langt frammi á fjalli, fjarri öllum bæj-
um. Á þeim tímum þóttu ærnar ekki gera gagn, nema
þeim væri haldið í beztu högunum.
Og svo er það eitt sinn, að drengurinn verður var
við nautahóp, ekki langt frá þar sem hann sat hjá. Og
sér hann, að þau nálgast óðum og láta ófriðlega.
Þarna í hjásetuplássinu var steinn einn, stór mjög og
sérkennilegur. Höfðu margir ungir og frískir menn
reynt að komast upp á steininn, en allir urðu þeir frá
að hverfa, svo var hann torsóttur.
í angist og örvæntingu dettur drengnum í hug að
reyna að komast upp á steininn, til þess að bjarga líf-
inu, þó að hann hefði litla eða enga von um, að sér
myndi takast það. En allt skeður í sömu svipan: áður
en hann veit eiginlega, hvernig hann hefur komizt upp,
þá er hann þar, og nautin koma í því bölvandi að stein-
inum. Og var þá ekki að sökum að spyrja, að þau létu
þar öllum illum látum, teygðu sig eins langt og þau
gátu upp eftir steininum, krafsandi og bölvandi, rétt
jfyrir neðan fæturna á drengnum.
Og þannig líður dagurinn og kvöldið, að Ulugi litli
má vera í slíkum félagsskap fram á nótt, svo skemmti-
legur sem hann hefur nú verið fyrir 9 ára barn, fjarri
öllum mönnum.
Nú víkur sögunni þangað, sem drengurinn átti heima.
Þegar hann kom ekki heim með ærnar á venjulegum
tíma, fór fólkið að undrast um hann, en bíður þó fram
á kvöldið. En þegar hann kom ekki að heldur, fóru
heimamenn af stað að leita og fengu menn með sér af
næstu bæjum.
Og er svo ekki að orðlengja það, að þeir fundu hann
þarna á steininum, og var hann þá mjög aðþrengdur
orðinn, sérstaklega af hræðslu, en náði sér þó brátt, er
frá leið.
Og alltaf síðan, ef hann sagði frá þessum atburði, þá
lét hann það fylgja með í frásögninni, að hann skildi
aldrei í því, hvernig hann hefði komizt upp á steininn.
58 Heima er bezt