Heima er bezt - 01.02.1958, Side 23

Heima er bezt - 01.02.1958, Side 23
mér þó ekki að fullu grein fyrir hættunni. Hljóp ég nú sem fætur toguðu nður að ánni, ásamt tveim fullorðn- um mönnum, sem heima voru. * Þegar ég kom niður að ánni, hafði stúlkan náð taki á grasivöxnum hnaus við háan bakka, en hringiða í hvlnum hafði borið hana að bakkanum, en drcn<nirinn vait áfram niður ána og vissi lítil til sín. Þeim var báð- um bjargað auðveldlega og höfðu lítið drukkið, en hefði áin legið mitt á milli bæjanna, hefði þarna getað gerzt sorgarsaga. Nú eru flest stórfljót á Islndi brúuð á þjóðvegum og sum á tveimur til þremur stöðum. Um land allt bætast við margar brýr á hverju ári. Ár og lækir, sem oft voru erfiðir farartálmar á vetrum, eru nú beizlaðir, en oft þurfa þó smalar í byggð og gangnamenn á heið- um og öræfum að fara á hestum yfir vatnsmiklar ár og þarf þá að gæta mikillar varúðar. Mjög eru hestar misjafnir í vatni, og kemur þar til greina bæði þrek og æfing. Jafnan skyldi athuga reið- tygi vel, áður en lagt er út í vatnsfall. Herða gjarðir, ef lausgirt er, og athuga móttök og reiða. Sjálfsagt er að taka af sér vettlinga og stinga þeim í vasann og festa svipuna við hnakkinn eða stinga henni ofan í stígvélið, til að hafa báðar hendur lausar, ef hestur hrasar eða dettur. Þessi góða regla hefur bjargað mér frá volki eða jafnvel drukknun, og vil ég því að allir festi sér hana í minni. I Skaftafellssýslum eru enn nokkrar jökulár óbrúað- ar, og eru mestar þeirra Jökulsá á Breiðamerkursandi, Skeiðará og Núpsvötn. Um fimm ára skeið fór ég yfir þessi jökulvötn á hverjum vetri og stundum tvisvar á ári. Slyngir og þaulvanir vatnamenn fylgdu mér yfir þessar stóru, ströngu jökulár og af þeim lærði ég margt og á ég þeim ef til vill líf mitt að launa. Oftast voru þessar jökulár fremur vatnslitlar, þar sem ég var ætíð á ferð að vetrinum, og þó gat það brugðizt. Það var í marz og apríl 1943 að ég fór í einum á- fanga á hestum landleiðina frá Þistilfirði og suður á Kirkjubæjarklaustur, en þaðan fór ég með bíl til Reyltjavíkur. I þessari ferð fór ég yfir mörg óbrúuð vatnsföll og aldrei varð neitt að, nema þegar ég fór yfir jökulsá á Breiðamerkursandi, en þar bjargaði mér sú regla, að vera berhentur og hafa hendurnar lausar. En sú saga er þannig: Það var fyrri hluta aprílmánaðar, snemma morguns í ágætu veðri, að ég lagði upp frá Reynivöllum í Suð- ursveit. Fylgdarmaðurinn var Þorsteinn bóndi á Reyni- völlum, traustur maður og þaulvanur ferðalögum. Var hann á knálegum hesti, moldóttum að lit, en ég var á dökkjarpri hryssu, sem var fimm eða sex vetra, meðal- hross að Stærð. Þorsteinn bóndi ætlaði að fylgja mér að Jökulsá, sem liggur á Breiðamerkursandi, nær því miðja vega milli Reynivalla og Kyískerja í Öræfum, og er sú leið um 30 km, eða 15 km hvorum megin árinnar. Við riðum létt vestur sandinn. Ég var með allþungan bakpoka, en Þorsteinn með hnaklctösku spennta við hnakkinn. Ég átti von á manni á móti mér frá Kvískerj- um. Jökulsá lá þá í tveimur kvíslum og var sjaldan far- in á hestum heldur á ferju, og var sinn báturinn á hvorri kvísl. Við áttum því að mæta manninum frá Kvískerj- um á eyri eða malareyju milli kvíslanna. Þegar við Þorsteinn komum að austurkvíslinni, þá sjáum við, að hún er óvenjulega grunn, og Þorsteinn telur, að hún sé vel fær á hestum, en það sparaði okkur það að setja bátinn. Við leggjum því ótrauðir út í kvísl- ina. Án liggur þarna þungt á, þótt ekki beri mikið á straumnum, en árbakkinn er alsettur hnullungsgrjóti og stórgerðri möl. Við förum af baki áður en við leggjum út í. Ég tek af mér vettlingana og sting svipunni ofan í stígvélið. Þorsteinn ríður á undan, en ég fer á eftir og læt vera um tvær hestlengdir á milli oltkar. Allt gengur vel fyrst í stað, en þegar vatnið er orðið rúm- lega í kvið, þá hrasar Jörp. Hún fellur alveg á hnén og rekur hausinn ofan í fljótið, svo að jökulvatnið fossaði vfir okkur. Ég náði strax föstu taki í mitt faxið og sat sem fast- ast. Þorsteinn var snúinn við til að rétta mér hjálpar- hönd, en þess gerðist ekki þörf. Litla-Jörp féll ekki al- veg, heldur reis snöggt á fætur og snörlaði hátt, þegar vatnið gusaðist út úr nösunum. En þarna skall hurð nærri hælum. Framhald. i nœsta blaði. • • • VILLI Heima er bezt 61

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.