Heima er bezt - 01.02.1958, Side 24
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, náœsstjóri
BKhJJ
SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI
OG
VIN STÚLKUR
HENNAR
Það var nú fyrst og fremst öll fjölskylda Jóhönnu,
Jenný og allur leikflokkurinn, og auk þess kennslukon-
an Veronika. Hún sagðist alltaf hafa kunnað svo vel
við ungfrú Maud.
„Góða ferð! Góða ferð,“ var kallað margraddað, og
lestin rann af stað.
Maud stóð við opinn glugga í klefanum, með blóm-
vöndinn frá Jennvju. Höndum var veifað og kveðjuorð
kölluð, en það síðasta, sem heyrðist til Maud, var þetta:
„Jenný! Munum páskavikuna," og Jenný hneigði höf-
uðið til samþykkis, því að orðaskil heyrðust ekki fyrir
vélaskröltinu.
Þannig byrjaði Maud ferð sína í heimavistarskólann,
en hópurinn, sem kom til að kveðja hana, leiddist syngj-
andi inn í bæinn aftur.
Eins og skuggi læddist ungfrú Veronika aðra leið
frá brautarstöðinni, og heim í fátæklega, einmanalega
herbergið sitt. Samvizka hennar var sátt við tilveruna.
Hún hafði sýnt burtreknum nemanda hluttekningu
sína. — Hin smávaxna ungfrú Veronika rétti úr sér,
og svipur hennar og reisn sýndi það, að hún var ánægð
með daginn.
Dyr leikhússins voru enn lokaðar, en allt var á ferð
og flugi í búningsherbergjum og bak við leiktjöldin.
Leikkvöldið eða skemmtikvöld leikfélagsins átti að
verða í kvöld. Það var hálfum mánuði seinna en áætlað
var í fyrstu. — Hvergi eru meiri annir og umbrot en í
búningsherbergjum og á bak við leiktjöld, þegar sýn-
ing er að hefjast hjá byrjendum í leiklistinni. I bún-
ingsherbergjum stúlknanna var svo mikil óreiða og Iæti,
að jafnvel Nanna virtist vera að tapa sér. í herbergj-
um piltanna voru ólætin svo mikil, að allt lék á reiði-
skjálfi. Hér og þar sátu væntanlegir leikendur, svo
fáránlega og skringilega búnir, að enginn hefði getað
þekkt þá.
Andrés — græninginn — sat þar til dæmis á stóli úti
í horni, með ljósa hárkollu á grænni „mussu“ með silf-
urhnöppum.
Klukkan var hálf átta, og klukkan átti átti skemmt-
unin að byrja.
Jenný var að skipta kjólum. Hún fór úr sínum snjáða
skólakjól í hvítan silkikjól af nýjustu gerð. Hún leit
ennþá ginu sinni yfir lögin, sem hún átti að syngja.
Hún raulaði lágt kafla úr lögunum. — Jú, hún var á-
reiðanlega örugg og sæmilega upplögð.
„Komið þið hingað. Það á að ,sminka‘ okkur,“ kall-
aði Lilja.
„Hvað er það?“ var svarað margraddað.
„Það er að mála ykkur í framan,“ var eina skýringin,
sem leikararnir fengu.
AUir þokuðu sér forvitnir á svipinn í kaffistofuna,
en þar átti athöfnin að fara fram. I miðri stofunni var
stóll, og á honum sat einn af piltunum, málaður í fram-
an eins og ræningjaforingi.
Hver eftir annan settist í stólinn, og hinn æfði „mál-
ari“ gjörbreytti andliti leikaranna á örfáum mínútum.
Á einn setti hann snoturt yfirvararskegg, og á annan
skáldlega barta. Stúlkurnar málaði hann og snyrti, svo
að þær urðu óþekkjanlegar, með langar, mjóar auga-
brúnir og skugga neðan við augun. Mörg voru börnin
með hárkollur, eins og við átti í leiknum.
Síðastur kom Andrés og settist í stólinn. Hann var
á svipinn eins og hann byggist við öllu hinu versta, en
þó harkaði hann af sér.
. Jenný settist við hljóðfærið og lék fallegan polka, og
sumir leikendanna tóku dansspor, en aðrir þorðu ekld
að hreyfa sig vegna búningsins. — Lilja gægðist gegn-
um tjöldin og hrópaði eins hátt og hún þorði:
„Húsið er að fyllast. Þarna er öll fjölskylda Jóhönnu.
Mikið er hún Sesselja systir þín lagleg, Jóhanna. Þarna
er söngkennarinn, ungfrú Swart. Og þarna er pabbi,
Maud, og hér sé ég mömmu. Ég þori ekki að láta hana
sjá mig í þessum skrýtna búningi.“
„Klukkan er orðin átta,“ kallaði einn piltanna. Hann
hafði tekið að sér yfir-umsjón með þessari kvöld-
skemmtun. „Allir tilbúnir. Nú verðum við að byrja.“
Fyrstu atriðin voru skrautsýningar, gamansöngvar og
samlestur. Þetta tókst allt vel. Áheyrendur klöppuðu, og
allir voru í sjöunda himni.
62 Heima er bezt