Heima er bezt - 01.02.1958, Page 25
Nú var komið að sjálfu leikritinu. Leiksviðið var
fulibúið í skyndi. Leikritið átti að byrja á morgun-
verði.
Morgunverðarborðið stóð tilbúið á bak við tjöldin,
og var nú sett inn á leiksviðið. Lilja var frúin í leiknum
og sat við borðið í ljósbláum morgunslopp, með te-
bolla. Hún beið manns síns við morgunverðarborðið,
þegar tjaldið var dregið upp.
Lilja átti að byrja að tala. Hún var ákaflega tauga-
óstyrk og sneri stöðugt giftingarhringnum á baugfingri,
meðan hún talaði.
„Vertu ekki svona ókyrr,“ sagði hvíslarinn lágt bak
við tjöldin, en þessi aðvörun hafði næstum gert út af
við Lilju, en hún kunni hlutverkið svo vel, að hún hefði
getað þulið það upp úr svefni, og það bjargaði henni,
og smátt og smátt náði hún ró og öryggi.
Jóhanna stóð við hliðardyr á leiksviðinu og beið þess,
að hún ætti að korna inn. Hún átti að leika stofustúlku,
unga og fallega.
Nanna átti að leika gamla konu, með sjalldút um
höfuðið, í gamalli kápu, með gleraugu. Hún reyndi að
hughreysta Jóhönnu, sem titraði og skalf, eins og henni
væri kalt.
„Hendurnar eru ískaldar. Taktu bara á,“ sagði Jó-
hanna, „en eyrun eru sjóðheit. Æ, nú á ég bráðum
að koma inn. Nú er aðeins eftir ein blaðsíða, og þá
á ég að koma.“ — Umsjónarmaðurinn gaf Jóhönnu
merki: „Vertu nú viðbúin. Nei, bíddu svolítið.“
„Viltu hnippa í mig, Nanna. Nei, æ, ég þori ekki
inn.“ — „Svona! Áfram nú,“ sagði stjórnandinn. „Yttu
henni inn, Nanna.“ — í sama bili var Jóhanna komin
inn á leiksviðið. — Fjölskylda Jóhönnu var í mesta
spenningi. Fjöldi fólks í salnum þekkti hana líka: „O,
hvað hún var yndisleg — og málrómurinn fallegur. Enn
er hún dálítið stíf í hreyfingum, en þó er hún ágæt.
Hún skelfur dálítið. Það heyrist á mæli hennar. Nú er
hún að verða alveg eðlileg.“
„Nei, þarna kemur þá þjónninn.“ Það var Andrés.
Það er varla hægt að þekkja hann. En hann leikur alveg
ljómandi vel. Því hefði enginn trúað.
A'lamma Jóhönnu leit brosandi til mömmu Lilju. —
Frú Terhorst geispaði af ánægju. — Þau Jóhanna og
Andrés léku ágætlega bæði, — og áheyrendur hlógu og
klöppuðu. Andrés gleymdi sér alveg í sínu hlutverki
og hlaut hið mesta hrós.
Svo kom Nanna inn á leiksviðið. Hún vakti óskipta
athygli. Áheyrendur veltust um af hlátri við hverja
setningu, sem hún sagði, og misstu því stundum af
því, sem hin sögðu.
Síðast var það Jóhanna. Hún gleymdi því, sem hún
átti að segja, og ruglaðist. Þá varð allt í fumi á bak við
tjöldin. — „Flýtið ykkur! Hvar er bókin? Á hvaða
blaðsíðu er þetta? Hvað á að koma næst?“ — Enginn
fann neitt.
Eftir leikinn fullvissaði mamma Jóhönnu hana um
það, að enginn hefði veitt þessu eftirtekt, og að þetta
óhapp hefði alveg farið fram hjá áheyrendum.
Tjaldið féll við dynjandi lófatak. Þrívegis varð að
draga tjaldið upp aftur. Fólkið vildi hylla þessa ungu
leikara. Þeir hneigðu sig og hneigðu upp aftur og aft-
ur, og fólkið klappaði og kallaði til leikaranna.
Nanna stóð í miðið í sínum tröllslega leikbúningi.
Hún hneigði sig djúpt, með skrýtnum tilburðum, og
teygði kjólinn út til beggja hliða, og fólkið klappaði
æstara og æstara, og margir heyrðust kalla: „Hún er
ágæt! Hún er alveg ógleymanleg.“
Og svo var tjaldið ekki dregið upp aftur, og mikil
var gleðin á bak við tjöldin. Leikendurnir hoppuðu,
dönsuðu og hlógu. Þeir réðu sér ekki fyrir gleði. Allt
hafði gengið svo ljómandi vel. I hléinu kom pabbi
Coru Berends inn í veitingastofuna os veitti öllum öl
og sælgæti ókeypis, og ekki dró það úr gleðinni.
En nú var röðin komin að Jennýju. „Ertu nokkuð
hrædd og kvíðin?“ spurði Nanna, sem ætíð var svo
hlýleg og brjóstgóð.
„Ekki svo mjög,“ svaraði Jenný fálega, þótt hún titr-
aði af spenningi.
„Mér myndi finnast það alveg hræðilegt, að koma
ein fram á leiksviðið og syngja,“ sagði Jóhanna, sem
nú hafði aftur haft fataskipti.
„Vertu nú ekki alltaf að hræða hana,“ þrumaði
Andrés, sem varla gat slitið augun af Jennýju, sem
stóð þarna, fölleit og óstyrk. „Nú, þarna kemur þá
ungfrú Swart.“
Söngkennari Jennýjar, ungfrú Swart, hafði verið svo
elskuleg við þennan nemanda sinn, að bjóðast til að
leika undir. Þetta róaði Jennýju, og hún varð strax ör-
uggari, þegar ungfrúin kom.“
„Vissulega í ágætu skapi, Jenný litla. Er það ekki?“
sagði hún hlýlega.
„Já, ég vona, að allt gangi vel,“ svaraði Jenný. „Ann-
ars er ég með slæman höfuðverk, en það ætti ekki að
gera svo mikið.“
„Æ, það var leiðinlegt," sögðu stúlkurnar, og litu
áhyggjufullar á Jennýju, sem síðustu vikurnar hafði
grennzt svo mikið og leit svo veiklulega út. Þær breyttu
um umtalsefni og fóru að spyrja hana, hvenær bróðir
hennar kæmi heim.
Þá kom nýr glampi í brúnu, fögru augun. „Hann
kemur líklega rétt um afmælið mitt annan desember.
Þið vitið ekki, hve rnikið ég hlakka til.“
Jenný komst nú í leikandi létt skap. Piltarnir báru
píanóið fram á leiksviðið, sem staðið hafði bak við
tjöldin. Þeir settu inn stól fyrir ungfrúna, sem lék und-
ir, og annan fyrir Jóhönnu, sent átti að fletta blöð-
unum. Spilarinn raðaði söngheftunum á sinn stað á
píanóinu.
„Er frændi þinn og frænka viðstödd?“ hvíslaði Jó-
hanna.
„Nei, frændi varð að fara á fund, og frænku langaði
ekki. Ég kom með Coru Berends,“ svaraði Jenný.
„Æ, hve það var leiðinlegt,11 ætlaði Jóhanna að fara
að segja, en hún stillti sig og breytti um og sagði: „Þau
vita ekki, hvað þau tapa miklu, að geta ekki heyrt þig
syngja.“
„Svona nú, — inn með þig, Jenný. Farið öll frá dyr-
Heima er bezt 63