Heima er bezt - 01.02.1958, Side 27

Heima er bezt - 01.02.1958, Side 27
GUÐRÚN FRÁ LUNDI ANNAR HLUTI a r e n gekk reikul í spori inn hálfdimm göngin. Þar opnuðust augu hennar loks fyrir því, sem hún hafði aldrei séð á sólbjörtum sumardögum. Það var barnið hennar, er sett hafði fótinn fyrir gæfu hennar. Hún hafði sjálfsagt verið jafn blind á það, sem var að gerast á heimilinu, og móðir hennar. Mikið hafði hún getað dregið sjálfa sig á tálar og talið sér sig- urinn vísan. En það lán, að hún skyldi hafa þagað yfir leyndarmáli hjarta síns. — Hún fór inn í svefnhús sitt og lét ekki sjá sig langan tíma. Allar vinnukonurnar voru frammi í stofunni, nema Geirlaug, sem verið hafði á Hofi alla búskapartíð mad- dömunnar. Hún fór fram í stofudyrnar, en sá húsmóður sína þar hvergi, enda fannst henni hún tæplega eiga þar heima, í þessum syngjandi, trallandi og sparkandi hópi. Hvar svo sem gat manneskjan eiginlega verið? Hún fann hana, þar sem hún lá undir yfirsæng inni í rúmi sínu í niðamyrkrinu. Hún hafði aldrei séð hana svo harmþrungna, nema þegar eiginmaður hennar féll frá. Geirlaug spurði, hvort það ætti ekki að sækja lækni, því að auðséð væri, að manneskjan var fárveik. „Gefðu fólkinu mjólk og smurt brauð, áður en það fer,“ svaraði maddaman. „Eg var búin að smyrja tals- vert. Ef það verður ekki nóg, þá hlýturðu að geta feng- ið einhverja af stúlkunum til að hjálpa þér við að smyrja meira.“ „Já, já, það verða engin vandræði með það,“ sagði Geirlaug, „en þú hlýtur að vera veik. Það er sjálfsagt að vitja læknis." „Það gengur ekkert að mér, Geirlaug mín, annað en það, að það greip mig einhver löngun eftir því að vera komin í garðinn til mannsins míns. Hann fór allt of snemma frá mér.“ Hún gat ekki sagt meira fyrir klökkva. „Já, auðvitað fór hann það, allt of snemma frá okkur, blessaður,“ sagði Geirlaug. „Maður fær seint annan eins húsbónda.“ „Lofaðu mér svo að vera ein, Geirlaug mín, og nefndu ekki við nokkurn mann, að ég sé nokkuð öðru- vísi en ég er vön,“ bað húsmóðirin. Geirlaug gerði eins og hún óskaði. Maddaman lá vakandi í myrkrinu. Hún heýrði óm- inn af harmoníkuspilinu, ef hurð var opnuð frammi í göngunum. Henni hafði fundizt það upplífgandi þetta sama kvöld og sjálfsagt fyrir unga fólkið að skemmta sér við það, en nú fannst henni það leiðinlegt garg og undraðist, að fólkið skyldi geta verið að þreyta sig á svona hégómlegu stappi fram og aftur um gólfið. Svo heyrði hún gestina þyrpast inn í búrið og hlæja og masa í göngunum. Hin háa og þróttmikla rödd Kristjáns ráðsmanns bar hæst af röddunum, þegar var verið að kveðja hann með þakklæti fyrir skemmtunina. Hún hafði alltaf látið vel í eyrum hennar, en nú kom hún henni til að tárfella. Loks heyrði hún niðurbældan hlátur og kossa framan við húsdyr sjálfrar sín. Svo var hurðin opnuð hljóð- lega, og Rósa kom inn, kafrjóð og brosandi, eftir faðm- lög og kossa elskhugans. Hún hélt að móðir sín svæfi, og þorði varla að hreyfa sig meðan hún var að klæða sig úr. Svo slökkti hún Ijósið og læddist upp í rúmið. Vesalings barnið! Líklega hafði henni aldrei dottið neitt í hug. Bara að allir hefðu verið jafn sjónlitlir. Það sveið einna sárast að hugsa til þess, að fólk hefði kann- ske verið farið að hvíslast á um það, að hún hefði verið farin að leggja hug á karlmann sama árið og eiginmað- urinn var borinn út í garðinn til hinztu hvíldar. Lík- lega hafði það mest og bezt gefið tilefni til umtals, að hún þúaði hann strax. Það hafði hún ekki boðið neinu sínu heimilisfólki nema Geirlaugu. Hún óskaði, að hún væri horfin svo langt í burtu, að enginn af sveitungum hennar sæi hana eða vissi um líðan hennar. Það voru allir heldur útlitsdaufir um morguninn. Húsmóðirin sagði Geirlaugu, að hún ætlaði að hvíla sig í dag í rúminu. Rósa vaknaði ekki fyrr en um hádegi. Hún varð hissa, þegar hún sá móður sína í rúminu. Slíkt var óvanalegt. „Ertu lasin, mamma?“ spurði hún með sinni blíðu, barnslegu rödd. Móðir hennar svaraði með kaldri, þreytulegri röddu, sem hún kannaðist ekkert við: „Ég er hálflasin. Ég er að verða gömul, enda ætla ég að hætta við búskapinn í vor og fara að hafa það rólegt.“ „Það máttu ekki, mamma. Þú verður að kenna mér Heima er bett 65-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.