Heima er bezt - 01.02.1958, Page 29

Heima er bezt - 01.02.1958, Page 29
hennar líka. Hún forðaðist að verða á vegi hans. Hún lét bera matinn handa honum inn í skrifstofuna, en þar sat hann alltaf einn, nema ef einhverjir gestir voru þar. Hann talaði jafn hlýlega til hennar og áður og bjóst við því, að hún færi að tala um það við sig að vera kyrr næsta ár. Hann bjóst við, að allt yrði eins og áður. Rósa yrði þar eins og heimasæta, en Karen stjórnaði búinu. En ef hann minntist á eitthvað viðvíkjandi búskapn- um, var eins og hún væri úti á þekju og væri búin að missa allan áhuga fyrir honum. Þannig var það, þegar hann sagði henni, að einn hrút- urinn væri veikur, „Þá bara svæfirðu hann,“ sagði hún. „En þjóðtrúin segir, að þá fari sex ær á eftir honum í vetur,“ sagði hann. „Þá það, sama er mér, en það má ekki láta skepnuna kveljast,“ sagði hún fálega. Kristján og Geirlaug litu hvort á annað, svo hissa urðu þau á því, hvað þetta var ólíkt henni, að tala svona, þessari miklu búkonu. Það munaði þó um minna en sex ær. En svona var hún orðin undarleg. Einn daginn spurði maddaman vinnumanninn, hvort það væri enginn hestur á járnum annar en Rauður Kristjáns. Jú, það var ekki búið að draga undan þeim bleika, síðan Rósa var heima um jólin. „Þá skaltu ná honum og leggja á hann söðulinn minn. Eg ætla að bregða mér bæjarleið,“ sagði hún. Hann gerði eins og hún sagði fyrir. Hún sagðist ætla að ríða fram að Hóli. Þar bjó hrepp- stjórinn. Kristján var í fjárhúsunum og vissi elckert, fyrr en hann sá húsmóðurina ríða úr hlaði. „Hvað svo sem er maddaman að fara?“ spurði hann vinnukonurnar önuglega. „Það er óviðkunnanlegt að sjá hana ríða eina um sveitina um háveturinn. Ég hefði sjálfsagt farið með henni ef hún hefði nefnt það.“ Geirlaug sagði honum, hvert hún hefði ætlað. Meira vissi hún ekki. „Ég bara skil ekkert orðið í þessari manneskju,“ taut- aði hann og gekk burtu. Seint um kvöldið kom hún til baka og hreppstjórinn með henni. Hann gisti þar um nóttina. Þau sátu inni í skrifstofu mestallt kvöldið. Kristján var þungur á brún og bjóst ekki við að þetta spáði góðu. Skyldi sú aldraða vera að gera erfðaskrá? Það gat svo sem átt sér stað, að hún væri svo smeyk við gröfina og dauðann, að hún liti út eins og einhver stein- gervingur. Nú jæja, það var ekki það lakasta. Hálft búið, hálf jörðin, helmingurinn af hjáleigunum. Það létti talsvert yfir honum við þessar hugsanir. Daginn eftir reið hreppstjórinn út að Hvalseyri. Það fékkst ekki lausn á þeirri gátu, hvað hann hefði verið að erinda. Kannske var hann bara að fylgja maddöm- unni heim. Það hafði þótt óálitlegt að láta hana vera eina á ferð í myrkrinu. Viku seinna leit einn hjáleigubóndinn inn í ærhúsið til Kristjáns. Hann sagðist hafa átt leið framhjá og litið inn svona af rælni, hann ætti ekkert erindi. Hann þukl- aði ærnar um bak og brjóst og glotti drýgindalega fram- an í Kristján. „Þú hefur einhvern tíma kastað heyi á garða fyrr,“ sagði hann. „En hvaða umbrot eru þetta í maddömunni, að ætla sér að fara að hætta við búskap?“ Kristjáni svelgdist á munnvatninu, svo hverft varð honum við. „Hver segir að hún ætli að fara að hætta að búa?“ „Nú, veiztu það ekki, ráðsmaðurinn sjálfur?“ sagði bóndinn hissa. „Það er nú bara þetta litla plakat út í Hvalseyrarbúð, þar sem Hof er auglýst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Mér sýndist það vera skriftin hreppstjórans á því.“ Kristján starði út í fjárhússgluggann. Hann gat ekki talað fyrir gremju. „Hefur hún ekkert talað um vistarráðin við þig?“ „Nei, hún hefur ekki minnzt á þau ennþá,“ sagði Kristján. „Ég hélt hún teldi það víst, enda hefði mér ekki dottið í hug að fara frá henni, því mér hefur fallið ágætlega við hana.“ „Það stendur þarna út frá skýrt og skrifað til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Mér sýnist það vera skriftin hans Gunnars hreppstjóra,“ sagði gesturinn. Svo bætti hann við með dularfullu brosi: „Ég get vel hugsað mér að þér bregði við.“ Kristján svaraði því engu, en flýtti sér að gefa í hús- unum. Hann vissi ekkert, hvenær þessi fréttafróði gest- ur hafði yfirgefið fjárhúsið, eða hvort hann hefði kvatt nokkuð. Hann hljóp í einum spretti heim og alla leið inn í búrdyrnar. Þar stóð húsmóðirin og var að skammta fólki sínu, eins og vant var. Hann óskaði eftir að fá að tala við hana einslega inni í skrifstofunni. Hún korti inn rétt á eftir honum, köld á svip, og settist í stólinn, sem maðurinn hennar hafði setið svo oft í. „Mér þykir það dálítið einkennileg frétt, sem mér var færð núna rétt áðan,“ sagði hann með svo mildum andþrengslum, að hún ætlaði varla að komast til botns í því, hvað hann var að segja. „Ég heyri sagt, að þú sért búin að auglýsa jörðina til kaups og ábúðar, án þess að minnast á það við mig einu orði. Þú hefðir víst ekki þurft að fara fram að Hóli til að fá þetta bréf skrifað. Ég hefði áreiðanlega getað gert það.“ „Ég býst við því,“ sagði hún kuldalega, „en Gunnar er vanur að skrifa svona lagað. En hitt hefði ég kann- ske átt að segja þér, að ég þyrfti ekki þín með eftir- leiðis, en ég efast ekki um að þér bjóðist fleiri vistir en þú getur tekið.“ „Én hvað ætlar þú eiginlega fyrir þér?“ spurði hann, iafn stirðmæltur og áður. „Ég býst við að fara eitthvað til læknis. Ég hef ekk- ert með búskap að gera, þegar heilsan er ekki góð.“ Heima er bezt 67

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.