Heima er bezt - 01.02.1958, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.02.1958, Qupperneq 30
„Ég held |)6r finnist þú lakari en þú ert. Mér sýnist þú vinna öll þín vanalegu störf.“ „Ég finn það sjálfsagt bezt sjálf, hvernig mín heilsa er,“ greip hún fram í. „Já,*já, náttúrlega finnur þú það bezt sjálf,“ sagði hann hógværlega. „En hitt hefðir þú átt að geta gert þér í hugarlund, að ég vildi hafa jörðina til ábúðar eftir- leiðis." „Ég hélt nú eiginlega að þú hefðir heldur litla áhöfn á svona stóra jörð. En ef þú vilt fá Hof keypt eða leigt, þá geturðu fundið Gunnar hreppstjóra. Hann hugsar um það fyrir mína hönd,“ sagði hún. Hann átti erfitt með að koma næstu setningu út fyrir varirnar. Samt. tókst það: „Veiztu þá ekki, að það stendur til að ég verði tengdasonur þinn?“ Hún hafði ekki einu sinni fyrir því að líta á hann og því síður að brosa, heldur starði hún á þilið á móti sér. „Jú, ég veit það svo sem, en ég hélt, að dóttir mín hefði kannske litla löngun til að fara að hugsa um sveitabúskap. Hún er eins og hvert annað eftirlætisbarn, sem hefur lifað og leikið sér eftir því sem hún hefur kosið sjálf,“ sagði hún, eins og úti á þekju. „Þess vegna hefði það verið svo ákjósanlegt, að þú hugsaðir um búið með henni fyrstu árin, og það veit ég að hún vonast eftir að þú gerir.“ „En það er nú bara það, sem ég hef aldrei ætlað mér, að stjórna öðru heimili en mínu eigin,“ sagði hún. „Það hefði getað orðið alveg eins og þú ættir það,“ sagði hann. „Við hefðum búið saman eins og þessi tvö ár, og Rósa lifað hjá okkur eins og blóm í eggi. Það hefði orðið ánægjulegt fyrir þig.“ „Það getur verið,“ sagði hún, „en ég ætla mér samt ekki að gera það.“ „Og hvernig ætlarðu svo að skipta búinu?“ spurði hann áfergjulega. „Eins og lögin mæla fyrir. Það verður allt selt, og andvirðinu skipt á milli okkar mæðgnanna." „Ætlarðu að láta selja allar skepnurnar þínar?“ sagði hann óðamála. ,Allar þessar fallegu skepnur, ærnar, kýrnar og hrossin?“ „Hvað ætti ég að gera með þær,“ sagði hún. „Náttúr- lega læt ég þrjú kúgildi fylgja jörðinni, hver sem hana kaupir eða leigir. Hitt verður selt hæstbjóðanda.” „Þú hlýtur þó að láta Rósu hafa eitthvað, eins og fyr- ir það, sem hún hefur unnið hér á sumrin,“ sagði hann næstum því hörkulega. „Það gerði systir hennar líka og þó lengur. Hún an- aði ekki út í hjónabandið eins fljótt og Rósa. Ég læt jafnt yfir þær ganga. Þær fóru báðar á kvennaskóla, og þannig fór Sigrún út í heiminn. Rósa getur setið við sama borð,“ sagði hún og gerði sig líklega til að ganga fram. „Gerði maður hennar sig ánægðan með það?“ sagði hann. „Ég er hræddur um, að ég verði ekki eins lítil- þægur.“ „En það er nú bára það, að þér koma eignir Rósu ekkert við, fyrr en þið eruð gift,“ sagði hún þykkju- lega. „Ég verð að segja eins og er,“ sagði hann með and- þrengslum, „að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem þú ert, Karen.“ „Ég segi alveg sama með þig,“ sagði hún, án þess að vera vitund óstyrk í málrómi. „Það er aðeins eitt, sem ég mælist til, ef þú hugsar þér að búa eftirleiðis, og það er, að þú fáir Geirlaugu til að verða hér hjá þér. Ég veit, að það yrði Rósu mikil hjálp við búskapinn.“ Svo fór hún fram úr skrifstofunni. Vinnufólkið var allt frammi í búri, þegar húsmóðirin kom fram. Þrjár vinnukonur og Ásgeir frá Giljum. Smalinn var ófermdur og ekki talinn með vinnufólk- inu. „Ég hefði átt að vera búin að tala við ykkur fyrir löngu, því að ég er að hugsa um að hætta við búskapar- umstangið í vor, svo að þið getið vistað ykkur annars staðar,“ sagði hún með sínu vanalega virðulega fasi. „En við yður, Ásgeir minn, vildi ég tala sérstaklega. Ég hef tekið eftir því, að þér eruð skepnuvinur og farið vel með hesta. Þess vegna er ég að hugsa um að bjóða yður Rauð minn. Hann er á bezta aldri ennþá. Ég get ekki látið hann í hendurnar á hverjum sem er. Þér eigið hjá mér árskaupið og getið tekið hann upp í það, ef þér viljið. Það þarf ekki að gera út um þetta strax. Kaðnske viljið þér tala um það við pabba yðar. Þá ætt- uð þér að skreppa heim sem fyrst.“ Það hýrnaði yfir Ásgeiri við að heyra, að honum væri trúað fyrir þessari eftirlætisskepnu. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en húsmóðirin var þá horfin inn í húsið sitt og sást ekki fyrr en seint um daginn. Geirlaugu leizt ekki á útlit hennar og spurði, eins og vanalega, hvort hún væri lasin. „Ónei, ekki er nú hægt að nefna það því nafni, en þessi breyting á ekki vel við mann, þegar maður er eins og orðinn rótgróinn á sama stað. Ég vildi, að það væri allt um garð gengið,“ svaraði hún. „En þetta líður allt einhvern veginn.“ Hann leið eins og aðrir, þessi vetur, en þungbær varð hann blessaðri maddömunni, það vissu allir. Hún varð fölari og megurri með hverri viku. Það var líka margt skrafað í Hofshreppnum þennan tíma. Kristján ráðsmaður var eins og mannýgur tarfur, sem varla talaði orð við nokkurn mann, nema í hálfgerðum styttingi. Það var líka að falla af honum mesta aðdá- unin. Éíann bauðst ekki framar til að kenna unga fólk- inu sporið, eins og hann hafði þó ætlað sér. Hann var ekki aldeilis eins upplitsdjarfur og hann hafði verið þennan tíma, sem hann var búinn að vera í sveitinni, sagði eldra fólkið og mundi allt í einu eftir því, hvað Stína gamla hafði verið glöggskyggn. Hún hafði sagt það fljótlega, að hann yrði ekki lengi vinsæll þar í sveit, og sjálfu hafði því aldrei litizt á svipinn á honum, en ungu stúlkurnar bjuggust við, að hann væri jafn yfir- lætislegur, hvort sem hann væri í góðu skapi eða slæmu. Svona hafði hann ætlað sér að hafa það. Láta maddöm- una sitja í óskiptu búinu og ætlað að gramsa í því, eins 68 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.