Heima er bezt - 01.02.1958, Síða 32
1950. Er hún skemmtilega skrifuð, enda hefur Björg-
vin prýðilega frásagnargáfu og minni trútt. Fjölda
blaðagreina hefur hann og skrifað, sumar nokkuð stór-”
orðar, en málfarið er venjulega svo sérkennilegt og
kímniblandað, að án efa hefði Björgvin getað orðið
góður rithöfundur, ef hann hefði fengið næga þjálfun
á því sviði.
Sú þjóðsaga er sögð um Prómeþevs, að hann hafi
sótt eldinn til guðanna til að gefa hann mönnunum,
en orðið að þola fyrir óbærilega þjáningu. Tónlistinni
mætti líkja við þennan eld guðanna. Gæti þá goðsagan
byggzt á þeirri staðreynd, að sárviðkvæmt tilfinninga-
iíf er löngum skilyrði fyrir því, að sál skáldsins geti
höndlað þennan eld og orðið farvegur fyrir hann. Ekki
er þess að dyljast, að Björgvin er maður skapstór og
stundum hrjúfur viðkomu, þó að miklu oftar sé það
góðmennskan og mildin, sem ríkir í huga hans. En
það getur hvesst, og stundum er hugur hans eins og
gjósandi hver. Þrátt fyrir það hefur hann ævinlega átt
trygga vini, sem fylgt hafa honum gegnum brim og
boða, vegna þess, hversu falslaus og hreinskilinn hann
er og sáttfús, þó að eitthvað gefi á bátinn.
Ekki hef ég þekkingu til að dæma um listagildi þeirra
tónverka, sem Björgvin hefur samið, enda skilst mér að
sundurleitir verði oft dómar listamanna sjálfra hvers
um annan. En þó finnst mér, að einn dómur ætti að
verða hverjum listamanni dýrmætastur, og hann er
þessi: Hefur þeim tekizt að hrífa aðra með list sinni og
veita þeim gleði? Sú list, sem engan hrífur, sýnist vera
gagnslítil.
Það er víst, að Björgvin hefur með list sinni vakið
hrifningu og miðlað fegurð og gleði til þúsunda manna.
Mundi enginn, sem séð hefur hann stjórna hinum
miklu kórum sínum, er þeir hafa flutt tónverk hans,
efast um, að þá logar hinn heilagi eldur í sál hans. Þá
hrynur ryðið utan af demantinum, og persóna hans
gerist öll aðsópsmeiri og heiðum hæri.
Þannig geyma vinir Björgvins mynd hans í huga
sínum.
Benjamín Kristjánsson.
Villan í kjallirauni
Framhnld af bls. 52. ----------------------------
fyrir hana, en þá var komið á Kjalveg, sem liggur með
henni að austan. Nú var orðið hríðarlítið og glatt tungl-
skin og reiðvegur góður alla leið í tjaldstað. Stakk ég
upp á því við Sigurð gangnastjóra, að ég færi til baka
að leita að Sigga frá Brún og fengi með mér 3—4 aðra.
En það vildi hann ekki. Hann kvaðst vona, að Siggi
hefði það af, fyrst svona fljótt birti, enda fleiri, sem
gætu veikzt en Jón Kristófersson, sem yrði svo að
segja að styðja á hestinum, enda sumir blautir eftir að-
farirnar við hestinn, og það mundi ég líka vera. Var
þetta að vísu satt.
í tjaidstað við Seyðisá komum við kl. 5 um morg-
uninn, og voru þá nær 15 tímar, síðan við lögðum upp
úr Þjófadölum.
Ekki vildi svo vel til, að Sigurður frá Brún væri
kominn á undan okkur, sem ég var jafnvel að vona.
En Sigurjón frá Rútsstöðum hafði komið 10 tímum á
undan okkur. Jóni Kristóferssyni var komið strax í
hlýtt tjald, og hresstist hann fljótt.
Þegar Sigurjón á Rútsstöðum sagði frá því tjaldbú-
unum við Seyðisá, að hann hefði skilið við okkur við
Oddnýjargil, héldu þeir, að við hefðum tjaldað á Hvera-
völlum, vegna þess að kindumar hefðu uppgefizt.
Komu okkar til Seyðisár lýsir Einar J. Helgason
allvel í „Göngum og réttum“, I. hefti, bls. 329.
Flestir tóku trússin af hestum sínum, en létu þá vera
með hnökkum og reiðingum; svo stóðu þeir undir
réttarveggjunum.
Fáir gátu tjaldað, því að tjöldin voru svo freðin. Ég
reikaði að einu tjaldinu, sem Vatnsdælingar byggðu,
og fékk þar brennheitt kaffi — en síðar var mér sagt,
að ég hefði sofnað þar við tjaldsúluna, og hefði þá ver-
ið tekinn og „lagður til“ og látinn sofa í tvo tíma.
Með birtingu um morguninn voru menn sendir strax
að leita Sigurðar og hestanna. En litlu síðar sáust allir
hestarnir koma norður að beljanda, og þar með taldir
hestar Sigurðar líka. Þá leið ekki á löngu, þar til Siggi
kom sjálfur í ljós. Að vísu blautur og kaldur, en hress
í anda. Um líðan hans, eftir að hann varð viðskila við
okkur, hefur hann sjálfur lýst í 3. hefti Hrakninga og
heiðavega. En þó veit ég, að um sum atriði ber okkur
ekki saman.
Um hádegi á mánudag var svo loksins gengið að því,
að draga í sundur frá Arnesingum og Húnvetningum,
sem átti að gerast degi fyrr. Svo var féð rekið norður
með Arnarbæli og legið næstu nótt við Kúlukvíslar-
skála. Hugðist svo gangnaforingi okkar að vinna upp
þennan dag, sem tapaður var, með því að smala öllu
fé norður fyrir Friðmundarvötn og tjalda í Vallgili
við Blöndugil, skammt fyrir ofan byggð, í stað þess
að tjalda á Kólguhól, eins og venja var. En þessi ákvörð-
un mistókst einnig. Því þó að hann ætlaði með þessu
að komast til Auðkúluréttar daginn eftir um hádegi,
svo að hægt væri að draga í sundur þann dag, eins og
til stóð, þá fór það þann veg, að við lentum í myrkri
fram hjá Þrístikluvatni, og varð engin smölun þar fyrir
norðan. Veður var þó gott þennan dag, og snjólög ekki
beint til tafar, enda flekkótt, er norður á fellin kom.
En svo fóru leikar, að við urðum að smala fram undir
Sandá morguninn eftir, og höfðum okkur rétt fyrir
myrkur til Auðkúluréttar.
Svo enda ég þessa frásögn. En ef til vill er eitthvað
vansagt, sem gjarnan hefði mátt geta. En ég veit ekki,
til að ég hafi neitt ofsagt, og ef svo er, þá er það óvilj-
andi gjört. Ég hef beðið tvo félaga mína úr þessari villu
að yfirfara frásögnina og benda mér á, ef eitthvað er
ábótavant í þeim efnum. En þeir hafa ekki tjáð sig
geta það.
70 Heirna er bezt