Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 2
Sú var tíðin, að vér íslendingar hrukkum við, ef vér heyrðum nefnda milljón. Sú tala var svo óendanlega langt fyrir utan og ofan getu vora og hugsunarferil á nærri hverju sviði sem var. Síðustu áratugina hefur oss hins vegar smám saman lærzt að hugsa í milljónum, að minnsta kosti ef um krónur er að ræða. Skógrækt ríkisins lét boð út ganga fyrir skemmstu, að hálf önnur milljón ungra trjáplantna biði þess í skóg- ræktarstöðvum landsins að verða fluttar út um land og gróðursettar, til þess síðar að verða að framtíðarskógi. Hversu mikið þetta er, verður bezt Ijóst, er við gætum þess, að það eru næstum því 10 plöntur fyrir hvert mannsbarn í landinu. Segja má, að hér sé merkum áfanga náð. Það hefur lengi verið von og draumur skógræktarmanna, að minnsta kosti ein milljón plantna væri tilbúin til dreif- ingar árlega. Og nú er því marki náð. En allt um það er sagan ekki öll. Til þess að koma þessari hálfri annarri milljón ungviða niður í jörðina þarf mörg handtök og margar starfsfúsar hendur víðs vegar um landið. Og mjög reynir nú á skógræktarfélögin hvert í sinni sveit. Að vísu hafa félögin notið góðvildar og hjálpsemi hvarvetna um land, en nú er þörfin meiri en nokkru sinni fyrr. Og það er ekki einungis nóg að hjálpin fáist, heldur þarf hún að koma skjótlega, þegar til er kallað. Vér vonum að landsmenn bregði svo við, að ekki þurfi ungviðið að deyja af þeirri sök einni, að engir fáist til að koma því í jörðina. En einhver mun spyrja, hvort skógræktin sé raun- verulega þess virði að henni sé fórnað því fé og starfi, sem hún þegar nýtur, hvað þá meira. Enn eru því mið- ur til þeir menn, sem vantreysta því, að skógur geti orðið íslendingum annað meira en augnayndi, og vissu- lega eru einnig þeir menn til, sem finnst hann ekki einu sinni til ánægju. Þeim mönnum, sem svo eru vantrúaðir á möguleika skógræktar þrátt fyrir reynslu þá, sem þegar er fengin, mætti benda á það, að varla er hálf öld liðin, síðan bændur almennt og forráðamenn í landbúnaði, sem meira áttu að vita en allur almenningur, höfðu stök- ustu vantrú á, að unnt væri að rækta hér tún með ann- arri aðferð en þaksléttunni gömlu. Og út yfir allt tæki þó, að reyna að flytja inn erlendar tegundir túnplantna til ræktunar, því að þær væru fyrirfram dauðadæmdar í íslenzku loftslagi. Hvað hefði orðið úr ræktunarfram- kvæmdum vorum, ef lifað hefði verið þessari trú og ekki hafizt handa um stórvirkar ræktunaraðferðir og innflutning tegunda til ræktunar. Skyldi sagan ekki vera eitthvað lík með skógana. Vér erum því svo vanir að hafa berangrið fyrir augunum, eða að sjá einungis lágvaxna og kræklótta birkiskóga, skemmda af beit og illri meðferð, að það tekur vitan- lega nokkurn tíma, að átta sig á að svona þurfi það ekki að vera. En þótt vér ekki hefðum meiri skóg en birkið okkar er, þá megum vér samt ekki gleyma nytj- um þess til landverndar og skjóls fyrir annan gróður. Slík verðmæti verða seint fullmetin. % Reynsla vor í skógrækt er að vísu ekki löng. En hún sýnir ótvírætt að ýmsar erlendar trjátegundir dafna hér að eðlilegum hætti, ef borið er saman við heimalönd þeirra. Hinu megum vér ekki gleyma, að trén vaxa hægt, og vér getum ekki vænzt að hafa arð af handa- verkum voru fyrstu áratugina. Einnig þurfum vér ekki að láta oss bregða í brún, þótt græðireitir verði fyrir áföllum, og eitthvað af plöntum deyi. Hefur nokkrum bónda dottið í hug að hætta við túnrækt, þótt tún hans hafi kalið til skemmda. Og þótt að vísu kalskemmdir í túni séu fljótari að gróa en tré að vaxa að nýju, þá er samt hægt að draga af því nokkurn samjöfnuð. Og fyrst og fremst skulum vér muna, að hvergi er ræktun svo örugg og árviss, að hún geti ekki orðið fyrir mis- fellum. En einmitt virðist það oft vera svo, að menn þoli ekki nokkur áföll, svo að þeir missi ekki þegar í stað trúna á skógræktina. í hverjum skógarreit, sem græddur er, er verið að leggja fé á vöxtu fyrir framtíðina. Og þótt langur tími líði, þar til greitt verður úr þessum sparisjóði er það víst, að hann endurgreiðir krónuna óstýfða, hversu mörg gengisföll, sem yfir hafa dunið meðan hann safn- aði arði sínum. Þetta ættum vér að hafa hugfast, hvenær sem rætt er um skógrækt. Hún gerir landið verðmeira en nokkur önnur ræktun, og það ekki einungis landið, sem skógurinn stendur á, heldur og umhverfið. Og gagnsemi skógarins til að hefta uppblástur, eða brott- rennsli jarðvegs hefst löngu áður en hann verður höggvinn sem nytjaskógur, að ógleymdu því skjóli, sem hann veitir öðrum gróðri, og beinlínis eykur upp- skeru í umhverfi sínu. En þótt segja megi að vel horfi samkvæmt fenginni reynslu, megum vér ekki gleyma því, að margt þarf enn að læra. Vér þurfum að spyrja náttúru lands vors margra spurninga, áður en lengra er farið. Af þeim sökum verður að leggja aukið kapp á tilraunastarfsemi í 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.