Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 26
framan. „Heyrðu, elskan mín,“ sagði Nanna. „Ætli við verðum ekki að senda vagn eftir gestunum, úr því van Eyghen, pabbi Maud, er meðal þeirra?“ „Jú, það er alveg sjálfsagt,“ svaraði húsbóndinn. Hann vildi að þetta fyrsta boð þeirra yrði virðulegt. „Heyrðu, kona mín, hamastu ekki svona. Þú verður orðin uppgefin, þegar gestirnir koma.“ Nanna gaf sér ekki tíma til að svara þessu, og var þegar rokin út úr stofunni. Hún kom aftur með blað og blýant: „Viltu skrifa upp nöfn allra gestanna og raða þeim í sæti við borðið. Þú hefur ekki annað að gera.“ Ungi húsbóndinn teiknaði strax langan ferhyrning. Hann átti að tákna borðstofuborðið. Svo skrifaði hann upp nöfn allra gestanna og raðaði þeim við borðið eftir aldri og mannvirðingum. í heiðurssætin við borðið raðaði hann þannig, að van Eyghen, pabbi Maud, og tengdamóðir hans, frú Terhorst, sátu sitt til hvorrar handar húsmóðurinnar. — Hann las þetta síðan upp íyrir Nönnu, er hún kom í flughasti inn í stofuna. Nanna hafði varla tíma til að hlusta á hann, og var á þotum aftur út úr stofunni. „Elsku, góði. Þetta er víst ágætt hjá þér. Skrifaðu bara seðlana og leggðu þá við diskana. Og hvað líður nú tímanum. Ég á eftir að búa mig. Ég hélt aldrei að það væri svona mikil fyrirhöfn að hafa boð. Og nú á ég eftir að láta hand- sápu upp á gestaherbergið.“ Fyrstu gestirnir voru Maud og pabbi hennar. Maud var glæsilega klædd og tíguleg í fasi. Hún faðmaði Nönnu innilega. Pabbi hennar var farinn að grána á hár, en var unglegur og beinn í baki. Þá kom líka þriðji gesturinn, lítil stúlka, í hvítum kjól, með brún augu og dökkt, liðað hár. Það var Jenný van Marle, endurborin, enda hét hún sama nafni. Nanna athugaði litlu stúlkuna. „Hún er lík Jennýju. Augun alveg eins. Ó, hve þetta var gaman, Maud.“ „Það er sérstaldega ánægjulegt fyrir FIuug,“ svaraði Maud stillilega. Allir vildu skoða litlu stúlkuna, og sögðu að hún líktist Jennýju mjög mikið. Máltíðin gekk ágætlega, og nú var Nanna í sólskins- skapi. Hér eftir myndi allt ganga sinn gang. Lilja og mamma hennar höfðu verið með áhyggjusvip, er þær settust til borðs, og öðru hverju litu þær hvor á aðra undrandi. Þetta var allt í svo ágætu lagi. Að síðustu gat Lilja ekki orða bundist: „Nanna! Mikið hefur þú staðið þig vel. Þetta alveg ágætt hjá þér.“ Og Jóhanna gat heldur ekki stillt sig: „Ég hefði þorað að veðja við hvern, sem var, að eitthvað myndi fara í handaskolum hjá þér.“ Þá greip húsbóndinn fram í og sagði virðulega og ákveðið: „Nei, hjá okkur gengur allt ágætlega, af því að ég á svo góða konu.“ Nanna geislaði af gleði við hrósið, og Maud leit til hennar, hrifin og brosandi. Hún vildi sýna henni, hve hrifin hún var af heimilinu. Jóhanna hafði síðustu mánuðina notið lífsins, sem svo er kallað. Hún hafði heimsótt ættfólk og kunn- hyggilegt?“ hugsaði hún stundum. En hún var nú og fór af einum dansleiknum á annan. „Var þetta ingja og skemmt sér vel. Henni þótti gaman að dansa, einusinni komin inn í hringinn, og þá var erfiðara að stöðva sig. Hún var svo fríð og glæsileg, að allsstaðar var hún velkomin. Og enn var hún veik fyrir hrósinu og fljót hrifin. Vel gat hún haldið svona út í nokkur ár ennþá. Hún hafði ekki öfundað Nönnu, þegar hún gifti sig. Nanna hafði eiginlega ekkert notið æskuár- anna, fannst henni, — þegar hún gifti sig svona ung og varð strax að sjá um hús og heimili. En nú, þegar hún var komin inn í þetta hlýlega, snotra heimili, þar sem hún sá að ungu hjónin brostu hvort til annars yfir borð- ið, og bersýnilega lifðu hvort fyrir annað, þá fannst Jóhönnu eins og þetta „flökkulíf11 hennar væri ekki eins eftirsóknarvert. „Jæja, Jóhanna,“ sagði húsbóndinn. „Segðu nú eitt- hvað skemmtilegt.“ Hann hafði horft á hana, en hún sat niðursokkin að hugsa um ráðgátur lífsins. Jóhanna hló og sagðist ekki geta talað eftir skip- unum. , I heiðurssætinu við borðið sat frú Terhorst, svo ánægð og glöð, að aldrei hafði hún unað hag sínum betur, síðan maðurinn hennar dó. Hún hafði saltnað mjög, er Nanna fór að heiman, en þegar hún nú naut ánægju- legra stunda á heimili hennar, fannst henni að hún mætti vera forsjóninni þakklát. Þegar eftirmaturinn var kominn á borðið, og máltíð- inni var að Ijúka, dró Nanna djúpt andann og sagði svo hátt, að allir heyrðu: „Guði sé lof fyrir, hve vel þetta allt hefur gengið.“ — Þá greip herra van Eyghen tækifærið og óskaði eftir að fá að mæla nokkur orð fyrir minni frúarinnar. „Já, ef þér viljið þá vera svo góður að minnast mannsins míns líka,“ sagði Nanna glettnislega. „Þau lengi lifi,“ hrópaði Karl van Laer, er ræðunni var lokið. í því stakk vinnustúlkan höfðinu inn í dyragætt- ina. „Frú! Litla stúlkan er að gráta.“ Maud stóð á fætur. „Komdu með hana hingað inn,“ kölluðu margir í einu. Það var fögur sjón, er hin fríða, unga móðir kom inn með litlu súlkuna sína á handleggnum. Hún var í náttkjól, og berir fæturnir sáust undan kjólnum. Jenný litla var látin ganga mann frá manni við borðið, því að allir vildu fá að snerta á henni, og hjá öllum varð hún að fá einhverjar góðgerðir: Hjá einum fékk hún búðing framan í skeið, hjá öðrum súkkulaðibita, og hún varð jafnvel að bera glas afa síns að vörum sér. Sein- ast endaði hún hjá Andrési, og undi sér þar vel, því að Andrés bjó til margskonar fugla úr „servíettum“. „Hún vill helzt vera hjá þér, Andrés,“ sagði Maud vingjarnlega, en veslings „græninginn“, sem ekki hafði fríkkað neitt með aldrinum, hló vandræðalega og þrýsti litlu Jennýju fastar að sér. Framhald. 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.