Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 10
r SOGUR MAGNUSAR Á SYÐRA-HÓLI VÍSUR UM JÓLAMEYJAR Það er gamall íslenzkur sveitasiður að skrá nöfn allra gesta er að garði bera á jólaföstu. Nöfnin voru skrifuð á miða, svo eitt var á hverjum. Á jólanótt eða jóladags- kvöld var miðunum raðað í bók svo endar stóðu út úr. Gekk heimilisfólk svo að og dró miðana, piltar þá, sem á voru nöfn jólameyja, en stúlkur hina, sem geymdu nöfn jólasveina. Var einatt mikið gaman á ferðum með- an athöfn sú, drátturinn, fór fram, því hér réði hend- ing og slembilukka hvort fólki tókst að góma þá drætti, er það kaus helzt. Þar sem gestkvæmt var, svo sem á kirkjustöðum, gat jólafólkið orðið svo margt, að hver einstaklingur á heimilinu gat fengið fleiri en einn miða, kannske marga. Var þá hlut hvers eins raðað enn í bók og dró eigandinn eitt nafn út úr. Það hét að finna sér eiginkonu og eiginmann og þá reið á að vera heppinn. Á Þingeyrum var löngum gestkvæmt mjög. Þar var einnig margt fólk í heimili, vinnumenn og vinnukon- ur, ölmusumenn og ómagar. Á dögum Björns Ólsens umboðsmanns var þar vinnumaður er Steinn hét Guð- mundsson. Hann var gleðimaður og vel hagmæltur. Það var eitt sinn á jólum að Steinn og félagi hans drógu sér fyrir eiginkonur úr jólameyjahópi, sína piparkerl- ingu hvor og þótti báðum ódráttur vera. Kerlingarnar voru Þórdís Magnúsdóttir á Skinnastöðum og Guðrún Ólafsdóttir á Kringlu, forljótar báðar. Þetta varð til þess að andinn kom yfir Stein. Hann kvað sína vísuna fyrir hvern þeirra félaga. Heppnast náði hnossið mér, hvernig sem það líkar. Kringlu-Guðrún eflaust er allra vænsta píka. Og enn: Ég nam finna makann minn, meður sinnið glaða. Það er kvinna, þægð búin, Þórdís Skinnastaða. Sögn Maríu Ögmundsdóttur á Syðra-Hóli, en henni sagði föðursystir hennar, Sesselja Jónsdóttir frá Bjarna- stöðum í Vatnsdal. Hún var lengi vinnukona á Þing- eyrum, fróð og minnug. Hún var heitin Steini Guð- mundssyni, þemi er vísurnar kvað, en hann drukknaði í Húnaós vorið 1840 af skipi Jósefs Skaftasonar læknis í Hnausum, en formaður á því var Þorsteinn Sigurðs- son í Haga, kunnur atorkumaður. (Sbr. Annáll 19. ald- ar eftir sr. Pétur Guðmundsson í Grímsey, blas. 140). SIGURÐUR BENJAMÍNSSON Hann var sonur Benjamíns Sveinssonar í Hvammi og Skyttudal á Laxárdal og Guðríðar Guðmundsdóttur frá Syðra-Hóli Jónssonar. Sigurður var fæddur um 1830 og ólst að mestu leyti upp á Heiði í Gönguskörð- um hjá móðurbróður sínum, Sigurði hreppstjóra Guð- mundssyni. Bar og nafn hans. Ungfullorðinn maður réðist Sigurður að Þverá í Hallárdal. Þar bjó Björn Þorláksson og Sigurlaug kona hans, Finnsdóttir frá Syðri-Ey. Mælt var að Sigurður legði hug á elztu dótt- ur þeirra, Sigríði. Ekki náði hann ráðahag við hana að sinni. Foreldrum hennar þótti maðurinn fátækur og umkomulísill og réðu þau því að hennar fékk Finnur Jónsson frá Helgavatni, frændi hennar, bróðir Árna laugu, systur Sigríðar. En þriðju systurina, Elísabetu, hreppstjóra, er síðan bjó lengi á Þverá og átti Svan- átti Sigurður Finnbogason á Sæunnarstöðum. Finnur og Sigríður bjuggu á Bergsstöðum í Hallár- dal, næsta bæ við Þverá. Þau nutust stutt, því Finnur fórst í hákarlalegu 1. marz 1862 með Sigurði Gunnars- syni á Breiðabólstað í Vatnsdal. Sigríður Björnsdóttir var nú ekkja eftir hálfs fjórða árs hjónaband, efnalítil með tvö börn kornung. Þá var leitað til Sigurðar Benja- mínssonar og hann beðinn að fara til ekkjunnar. Réðu því venzlamenn, með samþykki hennar og fúsum vilja. Sigprður tók dræmt þeirri málaleitan. Svaraði því til, að eigi mundi hann meiri maður eða betri nú en áðurT er hann þótti ekki boðlegur Sigríði. Það varð samt úrT að Sigurður réðist til hennar, ráðsmaður fyrst, en ári síðar (18. nóv. 1863) gengu þau í hjónaband. Sigríður var góð kona og gervileg, glaðlynd og léttlynd að upp- lagi eins og systur hennar. Samfarir þeirra Sigurðar urðu góðar. Þau bjuggu fyrst á Bergsstöðum, síðar á Kjalarlandi og Neðstabæ, en lengst á Syðri-Ey. Sigurður Benjamínsson var greindur maður og hag- mæltur. Hann var í hærra lagi, þrekvaxinn mjög og samanrekinn. Burðamaður var hann allmikill, en heldur þungur til vinnu og malcráður að eðlisfari. En hann var atkvæða heyskaparmaður, sláttumaður með afbrigðum og gekk oftast af kappi að heyskap. Svo sagði hann sjálfur á gamals aldri, að hann lifnaði allur við á hverju sumri er heyskapur byrjaði. Einhverju sinni sló Sigurður eina dagstund uppi í breiðum í Syðri-Eyjarfjalli. Það urðu átján hestar bundnir er hann losaði. Varð tíðrætt um þennan mikla heyfeng við kirkju á Höslculdsstöðum stuttu síðar. Létu menn í Ijósi við Sigurð, að þarna hefði verið meira grasið. „O, já,“ svaraði Sigurður. „Bletturinn var stór.“ Hafði það og verið orð að sönnu. 156 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.