Heima er bezt - 01.05.1958, Side 5
En það er mála sannast, að þessir kærulausu og grunn-
hyggnu hlustendur orka ósegjanlegum truflunum og
glundroða á framvindu listrænna rnála. Þeir gera engan
mun á raddmanni og söngvara eða fingrafimi og list-
túlkun, sé um hljóðfæraleikara að ræða, og taka jafnvel
löngum íþróttafólkið fram yfir listafólkið. Og með því
að það er jafnaðarlega sýnu heimskara og montnara en
listafólkið, auk þess sem því lætur mun betur alls konar
áróðurs- og auglýsingaskrum, ber það ekki ósjaldan
meiri tímanlega velsæld frá borði. Engin manntegund
mun vera sjaldgæfari en raunverulegt listafólk, og það
er því blátt áfram skylda þeirra, sem kunna skil á slík-
um málum, að þegja ekki, heldur bera sannleikanum
vitni, þá sjaldan þeim gefst tækifæri til.
Hin síðustu ár hefur Guðrún Kristinsdóttir verzlun-
arstjóra á Akureyri vakið á sér sívaxandi athygli sem
upprennandi stjarna, enda bar frammistaða hennar í
píanóhlutverki Keisarakonserts Beethovens, sem fluttur
var í Þjóðleikhúsinu 25. marz undir stjórn dr. Vaclav
Smetacek, órækan vott um mikinn listþroska, nærri því
ótrúlega mikinn, einkum þegar þess er gætt, að stúlkan
er barnung og hefur auk þess átt við þunga vanheilsu
að stríða frá fæðingu, og hefur þrívegis orðið að ganga
undir stóra holdskurði. Kannske hefur samt þetta heilsu-
leysi orðið óbeinlínis ávinningur fyrir listgetu hennar,
og það heldur hún Sjálf. En hvað sem því líður, er eng-
inn efi á, að með þessu síðasta átaki hefur hún haslað
sér eitt allra veglegasta sæti við háborð íslenzkra pían-
ista. Að kveða hér upp dóm um leik hennar sem slíkan
frá tæknisku sjónarmiði tel ég mig varla færan um, enda
hefur það verið gert annars staðar og á því takmarkaðra
erindi inn í þessar línur.
Samt get ég tekið það fram, að þrátt fyrir ágætt vald
yfir arms og fingra áslætti, bæði mjúkum og þungum,
var öllum leiknum hið listrænasta í hóf stillt, svo að
hvorki gætti væluskapar í mýktinni né vargskapar í
þunganum, og svo hitt, að hér var ekki um neitt á-
hlaupaverk að ræða frá Beethovens hendi. En í snatri
sagt skilaði hún því með slíkri prýði, að tæknin varð
þar víða aukageta, og svoddan gerir enginn nema sá,
sem vald hefur af Guðs náð.
Auk þess sem ég þekki þessa listakonu frá því er hún
kom í barnaskóla, hef ég nýlega átt einkatal við hana
um listræn efni, og ekki orðið fyrir neinum vonbrigð-
um varðandi skilning hennar og þroska. Hún segist varla
hafa hugsað um annað en hljóðfærið frá því hún man
eftir sér, enda hafi það verið aðal-ánægja sín í Iífinu.
Guðrún Kristinsdóttir er fædd 23. nóvember 1930.
Fyrstu tilsögn fékk hún 5—6 ára hjá móður sinni, en
reglulegt nám byrjaði hún níu ára hjá frú Jórunni Norð-
mann hér á Akureyri og síðan í Tónlistarskóla Reykja-
víkur tvo vetur hjá Arna Kristjánssyni. Síðan gekk hún
á Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn fimm
vetur og stundaði jafnframt einkanám hjá Haraldi Sig-
urðssyni. Loks stundaði hún svo nám einn vetur í Vín-
arborg hjá próf. Bruno Seidlhofer, sem hún segir að sé
frábær kennari, og þangað Iiggur leiðin í haust, ef efni
og aðstæður leyfa.
Fyrsta konsert sinn hélt Guðrún á Akureyri 1952, og
að loknu diplomprófi við Konunglega tóníistarskólann
í Kaupmannahöfn, þar í borg, á kostnað skólans, og eru
slík komplíment ekki á boðstólum fyrir neina aukvisa,
síðan hér heima á vegum tónlistarfélaganna á Akureyri,
Hafnarfirði og í Reykjavík. — Eftir vetrarlangt nám í
Vín 1955—56 hélt hún konsert í Odd Fellow Palæet í
Kaupmannahöfn. Arið 1957 hélt hún konsert á Akur-
eyri og tvo konserta í Reykjavík á vegum Tónlistarfé-
lagsins þar, og svo nú síðast það vandasama píanóhlut-
verk, sem hér var nefnt í upphafi.
Þannig er þá listaferill þessarar ungu stúlku, og er hér
vissulega um að ræða listgáfu, sem þjóðinni ber bæði
nauðsyn og skylda að leggja rækt við og hlynna að,
auk þess sem hér er ekki að finna snefil af því mikil-
mennskuæði, sem því miður þjáir allt of margt listiðk-
andi fólk, heldur einungis auðfúsa og einlæga framsókn-
arþrá þess, sem hefur öðlazt þroska til að sjá og skilja
sína eigin smæð í samanburði við listina og það, sem
maður þráir að vera.
Ég vil nota þetta tækifæri til að beina athygli styrk-
veitingavaldsins að þessari upprennandi stjörnu og þori
jafnframt að ábyrgjast, að því fé, sem varið kynni að
verða henni til framdráttar, myndi ekki á glæ kastað.
Heima er bezt 151