Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 6

Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 6
ÞÓRÐUR JÓNSSON Á LÁTRUM: Meá Iiörku skai nættum mæta ósxleiðin um „útvíkur“ liggur frá Örlygs- höfn að Látrum. Þótt leiðin liggi með byggð fram á þessum vestasta kjálka landsins, þá er þó yfir þrjá hálsa eða fjöll að fara. Hænuvíkurháls, á milli Hænuvíkur og Kollsvíkur, Kollsvíkurháls, á milli Kollsvíkur og Breiðavíkur, og Látraháls á milli Breiðavíkur og Látra. Nú eru póstferðir orðnar viku- lega allt árið þessa leið, íbúunum til mikils hagræðis. Þessar póstferðir hefur annazt síðastliðin 13 ár, Krist- inn Ólafsson bóndi að Hænuvík. Kristinn er 45 ára gamall, ókvæntur, fæddur og upp- alinn hér í sveitinni. Eins og að líkum lætur hefur hann oft fengið vond veður og þunga færð í ferðum sínum. Að sumrinu og þegar fært er að vetrinum, hefur hann hesta til fararinnar, en oft að vetrinum — þegar ekki er hægt að koma hesti, verður hann að fara fót- gangandi. Kristinn er því vanur fjallgöngum við flest skilyrði. Einnig stundar hann refaveiðar, bæði með því að liggja fyrir þeim í fjöru og elta þá upp um fjöll. En það var slík veiðiför, er Kristinn fór 10. janúar síðastliðinn, sem gaf mér tilefni til að skrifa þessar línur. Því það má teljast eitt af hinum líttskiljanlegu fyrirbærum, að hann skyldi sleppa lifandi úr þeirri för. Til að byrja með verð ég að lýsa að nokkru staðhátt- um fyrir þeim, sem ekki þekkja til. Yzta fjallið við Patreksfjörð að vestanverðu er Blakknes, fallegt og svipmikið fjall, sem gengur í sjó fram. Þegar komið er skammt inn í fjörðinn, skerst dalkvos niður í fjallið, sem heitir „Láturdalur“. Var þar áður fyrr útræði á vorin, en ekki hef ég heyrt, að þar hafi verið önnur byggð, enda undirlendi lítið. Venjulega er farið niður í dalinn um svokallað „Lát- urdalsskarð“, sem er fyrir miðjum dalnum. í hlíðinni innanverðri liggur gjá niður klettana og allt niður í dalinn, er hægt að fara niður annan kjamma hennar, og niður í dalinn, oft er þó sú leið ófær að vetrinum, vegna harðfennis. Innanvert við Láturdal taka við „Hænuvíkurhlíðar“ og ná þær inn að Hænuvík, sem er yzta byggð við fjörðinn. Hænuvíkurhlíðar eru efst með háum kletta- beltum, svo taka við snarbrattar skriður, sem víða eru grasigrónar og ná þær niður á sjávarkletta, sem eru þó víðast lágir. Framan við þá er svo all stórgrýtt fjaran. Hægt er að fara frá Láturdal, með fjöru og inn í Hænuvík, verður þá sums staðar að ganga uppi á sjáv- arklettunum en sums staðar í fjörunni. Að sumrinu er þó hægt að ganga inn sjálfar hlíðarnar, eftir fjártroðn- ingum, sem þar hafa myndazt, en að vetri er það oft- ast ófært. Margt fé gengur þarna á hlíðunum að sumrinu, aðal- lega frá Hænuvík, en mikil vanhöld eru á því, sérstak- lega vor og haust, ef það fer á hlíðarnar áður en klaka leysir að vorinu, eða eftir að klaka festir að haustinu. Því þótt ein kind hætti sér út á svellglottung og hrapi í fjöru, þá láta hinar það ekki á sig fá ef fleiri eru sam- an. Hinar reyna, hvort þeim takist ekki betur, og kem- ur því fyrir að margar finnast dauðar í fjörunni á sama stað. Kristinn er þessu öllu kunnugur og hefur átt margar ferðir um Hænuvíkurhlíðar uppi og niðri, um Látur- dalinn og nágrenni hans, en það er aðallega refaveiði- pláss hans. Nú hverfum við til þess, er Kristinn Ólafsson vaknar snemma morguns heima hjá sér í Hænuvík, 10. janúar síðastliðinn. Kristinn leit út til veðurs, er hann var klæddur, svo sem bændum er títt. Veðrið skiptir þá miklu máli engu síður en sjómennina. Veður var stillt og bjart, kuldagjóla af norðri lá inn fjörðinn, og það hafði snjóað dálítið um nóttina. Frostið var 12 stig. „Svalt á rolluskjátunum í dag,“ hugsaði Kristinn um leið og hann gekk aftur inn. Hann ók sér svolítið í herðunum. Það var eins og dagurinn legðist ekkert vel í hann, þótt veðrið væri gott, það voru eins og einhver ónot í honum. Kristinn fékk sér kaffisopa, og að því búnu gekk hann út til gegninga. Hann þrýsti húfunni lengra niður á eyrun, setti upp vettlingana og hraðaði sér til fjár- húsanna, því honum leizt svo á, að veður myndi stillt úm daginn, og gott að rekja slóð eftir refi. Klukkan 10 hafði Kristinn lokið við gegningar, feng- ið sér matarbita, og var nú kominn með byssu sína, sem var tvíhleypa no. 12, bóglaus byssa. Svo hélt hann af stað í refaleit. 152 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.