Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 11

Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 11
PÆTTIR UR VESTURVEGI eftir Steindór Steindórsson frá Hlö&um LOKAÞÁTTUR Aftur í Washington. A ð var þoka í lofti og sleit úr henni snjókorn- um morguninn, er ég kom til Washington úr vesturferð minni. Voru það æðimikil viðbrigði frá sólinni vestur við Kyrrahaf, en feginn varð ég þó, að vera laus við hitasvækjuna, sem var þar í september. Dvöl mín í Washington varð að þessu sinni ein- ungis tveir dagar. Ég skautzt út í íslenzka sendiráðið til að kveðja. Síðan hitt ég mr. Margolius, sagði honum ferðasöguna, tók við nýjum farseðlum og síðasta farar- eyrinum. Kvaddi ég hann með blíðu og þökkum fyrir ágæta forsjá og hans hlut í viðburðarríku og ánægju- legu ferðalagi, þar sem hvergi var snurða á. Hann sendi síðar blaðakonu á fund minn til að yfirheyra mig um ferðalagið. Áttum við langt tal saman, og spurði hún mig margs um ferð mína og áhrif þau, sem ég hefði orðið fyrir. Meðal annars spurði hún mig um, hvaða gagn ég héldi að væri almennt af svona ferðalögum. Ég svaraði því, sem mér þótti hendi næst, og ég var þá þegar fullviss um, að ferðamaður, sem færi um með líkum hætti og ég, kæmi víða og hitti fjölda fólks, og mætti aldrei öðru en góðvild, gestrisni og glaðlegu við- móti, hlyti að bera hlýhug til þjóðarinnar eftir á, hverj- ar svo sem skoðanir hans annars væru. Þetta er sann- færing mín, byggð á reynslu minni og ýmissa annarra, sem ég síðar hef átt tal við. Ekki veit ég, hvar samtal okkar hefir birzt, og er frökenin úr sögunni. Samferðamaður minn frá haustinu, jóhann Jóhanns- son, kom nú til Washington, því að við höfðum sam- mælst til heimferðar. Varð þar fagnafundur, og frá mörgu að segja á báða bóga. Miðvikudaginn 28. nóvember kvaddi ég Washington fyrir fullt og allt. Á leiðinni til New York gat ég ekki varist samanburði við ferð mína nú og fyrir þremur mánuðum síðan. Það var ekki einungis, að landið var nú vetrarbúið, en var þá í síðsumarsskrúði, heldur miklu fremur hitt, hversu ég leit nú hlutina öðrum augum. Þá var allt nýstárlegt, og framundan hálfgerður uggur, blandinn eftirvæntingu. Nú var flest gamalkunnugt, og ánægjan af vel heppnuðu ferðalagi efst í huga mér. Klukkan 8 um kveldið stóð ég með farangur minn í þriðja sinni í ferðalaginu á Pennsylvaníu-stöðinni í New York. Og nú skyldi loks staðnæmzt í heimsborg- inni miklu, sem ég hafði þrisvar farið um, en aldrei þó séð, að kallazt gæti. Skotist til Harward. Þegar ég dvaldist í Minneapolis, benti dr. Abbé mér á, að ég skyldi, ef þess væri nokkur kostur, heimsækja grasafræðinginn dr. Hugh M. Raup, prófessor við Harwardháskóla, því að hann væri öllum mönnum fróðari í Bandaríkjunum um arktískan gróður. Nokkrar ritgerðir, sem ég hafði séð eftir hann, bæði í Minnca- Að neðan til vinstri: Hús Sameinuðu þjóðanna. Að neðan til hægri: Times Square i New York.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.