Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 12
polis og Stanford, höfðu og vakið forvitni mína enn nteir að hitta |>cnna ntann. Minnugur þessa, ræddi ég um möguleika á ferð tii Harward við mr. Margolius, áður en við kvöddumst. Tók hann því ágætlega, og undirbjó ferðina með sörnu prýði og annað. Eg flaug að morgni dags frá New York til Boston, fór síðan beina leið af flugvellinum þar til Harward, en þar skyldi ég hitta dr. Raup. Harwardháskólinn, sem er einn af frægustu háskólum Bandaríkjanna, liggur í bænum Cambridge, sem er út- borg frá Boston. Borgin er nú vaxin sarnan við háskóla- hverfið, sem mér virtist öllu þéttbyggðara en annars staðar, þar sem ég hafði komið, og byggingar ekki sér- kenniles;ar. Auðstætt var nú á stúdentunum, að kominn var vetur, þeir gengu ekki lengur á skyrtunni einni sarnan eða í peysu, heldur höfðu fengið sér úlpur til hlífðar. Mér gekk greiðlega að ná fundi dr. Raups. Fór hann fyrst með mig í grasasafnið, sem er geymt í mikilli og nýtízkulegri byggingu, enda er hún nýreist að kalla má. Grasasafnið í Harward, Gray’s Herbarium, er stærsta grasasafn Bandaríkjanna, stofnað af grasafræðingnum Asa Gray, og ber síðan nafn hans. Ékki var tími til annars en að ganga um meginsali safnsins og taka í hönd nokkurra starfsmanna, því að för okkar var heitið heim til dr. Raups, en hann býr í um 60 mílna fjarlægð frá Harvvard. Heimili dr. Raups er þar sem heitir Petersham, en þar hefur Harwardháskóli útibú fyrir skógfræði og til- raunastarfsemi í þeim fræðum, enda á hann þar miklar skógarlendur. Veitir dr. Raup stofnun þessari forstöðu. Leið okkar lá yfir hæðaöldur, og fer landið smá- hækkandi frá ströndinni allt upp í 300—400 metra hæð, án þess maður verði þess mikið var. Mikið af því er skógi vaxið, og er skógurinn mjög blandaður, bæði lauftré og barrviðir hvað innan um annað. Landbúnað- ur er fremur lítill á þessum slóðum, og sagði dr. Raup mér merkilega sögu af þróun hans. Þcgar land var numið þarna um 1740, var landið alvaxið skógi, að kalla mátti. Skógarnir voru ruddir, og þar reis upp blóm- legur búskapur. Gekk svo fram á seinni hluta 19. aldar. En þá koma hin miklu landbúnaðarríki vestur á slétt- unum til sögunnar. Þegar samgöngur voru komnar í það horf, að bændur þaðan gátu sent afurðir sínar urn allar jarðir, stóðst búskapurinn í austurríkjunum ekki samkeppnina. Bændurnir þarna í Massachussetts gengu frá jörðurn sínum og fluttust ýmist vestur á slétturnar eða til borganna. Akrarnir féllu í órækt, og landið eyddist að mestu af fólki. En skógurinn teygði sig yfir hin yfirgefnu akurlendi. Uxu þar furuskógar mild- ir um eitt skeið, en þeir voru höggnir og komu þá lauf- skógar að nokkru í þeirra stað, og svo er það nú. Mjög er þarna enn strjálbýlt, og þeir fáu bændur, sem þarna búa framleiða mjólk og kjúklinga. Skógarnir eru hins vegar teknir til ræktunar og nytja. Þeir eru víðáttu- miklir, og í þeim er margt veiðidýra. Svo stóð á, að nú voru þar veiðidagar, svo að ég gat ekki skoðað neitt af skógarlendum háskólans. í skógarskólanum í Petersham er allmikill húsakost- ur. M. a. er þar heimavistarhús fyrir nemendur, sem þar dvelja. Enginn nemandi var þar um þetta leyti, og gisti ég því í heimavistinni. En um kveldið sat ég heima hjá dr. Raup, og var það mjög ánægjuleg kvöldstund með þeim hjónum. Hafa þau víða farið, bæði um Ameríku og Evrópu, og einnig verið í Grænlandi. Höfðum við margt að spjalla um grasafræði og gróður heimskautalanda. Varð mér heimsókn þessi í senn lær- dómsrík og ánægjuleg. Síðdegis næsta dag fór ég aftur til New York. Járn- brautarlestinni frá Petersham til Boston seinkaði mjög vegna sótþoku. Hafði ég gert svo ráð fyrir að hafa urn klukkustund til að átta mig í Boston, en í þess stað varð dvölin þar kapphlaup og kappakstur milli járnbrautar- stöðvanna, svo að ég næði kvöldlestinni til New York. Stóðst það svo á endum, að lestin rann af stað meðan ég var að klæða mig úr frakkanum, áður en ég tæki sæti í vagninum. Til New York var komið kl. 1 um nóttina. Ég fór fótgangandi heim á hótelið frá Grand central stöðinni, enda var það tiltölulega stutt. Leið mín lá eftir 42. stræti. Þótt komið væri fram á nótt var naumast unnt að sjá, að ys og umferð dagsins væri tekin að minnka. Þó virtist mér bílamergðin heldur minni en um hádag- inn, en hins vegar var fólksstraumurinn á götunum hinn sami og á daginn, fjöldi sölubúða var opinn, veit- ingastaðir allir, og kvikmyndasýningar voru í fullum gangi, bæði á 42. stræti og á Broadway. Ljóshafið í þessum götum var órofið, en hvergi munu vera meiri eða skrautlegri lýsingar en þar. Ferðalok. Ég dvaldist enn nokkra daga í New York, en þrátt fyrir það ætla ég mér ekki þá dul að reyna að lýsa þeirri risaborg. I raun réttri sá ég lítið af henni annað en nágrenni hótelsins, þar sem ég bjó, en það var að vísu við hjartastað borgarinnar, Times square. Allt sem maður þarf að fara lengra til, er farið með neðanjarðar- brautum. Maður fer niður í miðbænum og svo skýtur manni upp úr djúpunum einhvers staðar langt í burtu eftir skamma hríð. Nokkurra mínútna ferð, ný borg, nýtt umhverfi, nýtt fólk. Annars þóttu mér neðan- jarðarbrautirnar í New York leiðinleg farartæki í hví- vetna, að öðru en hraðanum. Það hafði frá fyrstu verið hálfgerður uggur í mér við þessa risaborg, sem er svo miklu stórkostlegri en allt annað, sem ég hafði augum litið áður en til Ameríku kom. En þégar á reyndi, þótti mér hún ekki eins stór- kostleg og ég hafði gert mér í hugarlund. Hins vegar fæ ég ekki neitað því, að af þeim stöðum, sem ég heim- sótti í ferð minni vestan hafs, hefur New York minnst aðdráttarafl fyrir mig, á það bæði við borgina sjálfa og fólkið. Ég þóttist nú skilja ummæli eins kunningja míns, sem ég hafði allmikið saman við að sælda í Washington skömmu eftir að ég kom þar fyrst. Þegar tilrætt varð um ferðalag mitt, og ég sagði honum, að ég hefði ekkert séð enn af New York, varð honum að orði: 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.