Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 16
LUÐV. R. KEMP:
r
Ask ammri stundu skipast
veáur í Iofti
Niðurlag.
Daginn eftir mátti heita stórhríð, og fór ég þá heim.
— Áttin í þessari hríð var svipuð og vanalega í norð-
lenzkum stórhríðum. — Fyrst austan, þá norðaustan,
því næst norðan. Hann fór óvenjulega fljótt í norðrið
í þessari hríð, og vegna þess var hún talsvert grimm.
Veturinn 1924 til 1925 var ágætur vetur, en þó kom
þá hin eftirminnilega stórhríð 8. febr., er grandaði
togurum á Halamiðum. Dagana áður, þann 5., 6. og 7.
febr. var útnorðan fannkoma, en hægviðri. Var því
kominn mikill snjór þann 8. Ég kom með æki utan af
Skaga þann 5., fór eftir æki út í Sævarlandsvík þann 6.
og vestur í Njálsstaði þann 7. og gisti þar. Var ég þá
með reiðingshest brúnan, sem Stjarni hét, og ætlaði
vestur á Blönduós. Þannig stóð á þessum stöðugu ferð-
um mínum, að fyrir lá að sprengja grjót til brúarinnar
á vestari ós Héraðsvatnanna í Skagafirði. Hún var þá
eiginlega í undirbúningi og smíðum. Var ég ráðinn til
þessarar vinnu af vegamálastjóra. En hvenær hún byrj-
aði, var ég ekki viss um. Kristján Hansen verkstj. á
Sauðárkróki átti að gera mér aðvart um það. Ég vildi
vera við öllu búinn og til, hvenær sem kallið kæmi;
þess vegna var ég að þessum aðdráttum, því að alltaf
mátti búast við eins til tveggja mánaða vinnu við
sprengingarnar. Um morguninn þann 8. febr. var rosa-
legt hríðarútlit, en logn og fannkomulaust, loft og
fjöll þrungin þoku, svo sjáanlegt var að útnyrtur var
hann enn. Ég borðaði tímanlega á Njálsstöðum, og
lögðum við Stjarni síðan upp í ferðina. Laxá var ekki
held, og varð ég því að fara ofan á brú, sem var þá
suður og niður af Kollugerði (gamla trébrúin). Ég fór,
sem leið liggur, niður með árgilinu, og var stutt kom-
inn, þegar skellti saman í moldhríð, eitt af vitlausustu
veðrum, sem ég hefi komið út í; það gerði lausamjöllin
á melunum, að hríðin var svona óvenju svört, og rokið
var mikið, enda norðaustan. Það er af okkur Stjarna
að segja, að hann kunni illa hríðinni, vildi því hliðfletja
undan veðrinu í áttina að gilinu, en þar var vís bani,
ef við hittum á óheppilegan stað. Aldrei fann ég brúna,
og sneri því við. Hugðist halda norður melana, að
Höskuldsstöðum. En vonlaust var að koma Stjarna á
móti veðrinu. Tek ég það ráð, að ná Syðra-Hóli, og
tókst, eftir talsvert gauf, að komast þar undir fjárhús-
vegg, sem er syðst á túninu. Þar skildi ég Stjarna eftir
og fór að leita að bænum, og fann hann eftir stutta
stund, þó ekki fyrirhafnarlaust. Þarna var ég um nótt-
ina. Þá bjuggu þar Magnús Bjömsson og Jóhanna Al-
bertsdóttir. Morguninn eftir var eiginlega stórhríð, en
hægari, því að þá var áttin norðan, en grimmdarveður.
Fórum við Stjarni þá inn á Blönduós og farnaðist sæmi-
lega.
Aðrar hríðar eftirminnilegar komu ekki þennan vet-
ur; en í des. sama ár gekk yfir manndrápshríð, sem
eiginlega stóð í marga daga með mismunandi styrk-
leika (frá 3. til 10. des.). Áttin í þessari hríð var fyrst
austan stormrífandi, með lítilli fannkomu og frost-
vægu veðri, en um hádegi 6. des. færðist áttin meira í
norðaustur, og herti frostið, fannkomuna og rokið. Ég
var þetta haust frá því í sept. verkstjóri við Héraðs-
vatnafyrirhleðsluna í Skagafirði. En fyrstu dagana í
des. var henni lokið. Fór ég þá út á Sauðárkrók. Hugð-
ist ég dvelja þar nokltra daga, gera upp við verkamenn
og ganga frá reikningum. Með mér var í þessu Björn
hreppsstjóri Jónsson á Stóru-Seylu. Hann var eiginlega
framkvæmdastjóri þessa verks af hálfu Skagfirðinga.
Björn var metnaðargjarn og vildi, að þetta færi sem
bezt úr hendi, og vorum við mestu mátar. Um miðjan
dag þann 6. des. voru allir reikningar frágengnir, og
fór Björn með þá á pósthúsið. Var þá komin stórhríð.
Vildi ég ólmur halda vestur yfir Laxárdalsheiði og
Kolugafjall og^ heim. Björn hugði líka á heimferð
fram í Seylu. Ég fór nú að taka til pjönkur mínar oy
búa mig undir vesturferðina, sem ég vissi fyrirfram,
að yrði ströng í þreifandi hríð og náttmyrkri. Með
mér var maður vestan úr Húnavatnssýslu, sem Guð-
mundur hét og var Björnsson. Hann hafði eitt sinn
búið í Gautsdal, en var nú hættur búskap og átti, er
hér var komið tíma, heima á Blönduósi. Guðmundur
var dugmikill og þrekmenni og bezti verkmaður, hafði
hann oft verið áður með mér, og eins þetta haust í
Héraðsvatnafyrirhleðslunni.
Daga þá sem við dvöldum á Sauðárkróki, héldum
við til á Hótel Tindastól. Við Björn höfðum ekki
kvaðst, er hann fór með reikningana, og bað hann mig
bíða eftir sér, þar til hann kæmi aftur. Drógst nú tím-
inn. Að lokum kom Björn, og þá færandi hendi, því
að upp úr vasa sínum dró hann merkurflösku af spíritus
162 Heima er bezt