Heima er bezt - 01.05.1958, Page 17

Heima er bezt - 01.05.1958, Page 17
og gaf mér hana. Slíkur lúxus var þá ekki til í hvers manns vasa. Útvegaði ég nú kaffi og var drukkin þarna skilnaðarskál, og það stórt borð á’ flöskuna, að hægt var að bæta í hana það miklu vatni, að þarna varð úr þessu hörkugott brennivín. Við Björn skildum svo með kærleikum, sem eðlilegt var. Gvendur félagi minn fékkst ekki til að bragða á flöskunni, og var hann þó sæmileg- asti drykkjumaður og þótti góður liðsmaður í þeim félagsskap, er sá munaður var um hönd hafður. Hann taldi allt af úr að fara, en var nauðbeygður til að elta mig, þar sem hann var bláókunnugur, og svo var bæði hríð og náttmyrkur. Var nú haldið af stað og stefnt upp Gönguskörð. Ferðin sóttist afar seint, því færðin var ódæma bölvuð. Upp á svo kallaðan Heiðarhöfða komumst við, en þá fór nú fyrst að kárna gamanið. Náði veðrið sér þar betur, því að þá var kornin hrein norðaustanátt og óstætt rok í fangið. Gvendur félagi hélt sig allt af á eftir, því að bæði var hann eldri maður, sá afar illa, og þetta hon- um óþekkt leið með öllu. Ég var að smádreypa á náðar- meðalinu frá Birni og var hinn hressasti. Hvíldum við okkur nú lengi á Heiðarhöfðanum, og vildi Gvendur félagi fara heim að Heiði og gista þar, en til þess var ég ófáanlegur. Var nú haldið áfram, en miðaði lítt, því að við urðum að skríða meiri partinn. Gvendur félagi spurði, á fárra mínútna fresti, hvar við værum nú staddir, en ógreið svör voru hjá mér. Ég varð var við, að við fórum fram hjá Breiðstöðum, en minntist ekki á slíkt við Gvend, enda voru þeir þá í eyði. Eftir því sem norður dró á Heiðina, virtist bæði færð og veður versna, enda nú komið talsvert frost. Föt okkar öll voru stokkfreðin, og vorum við ekki góðir til gangs. Að lokum hittum við móbyrgi. Þekkti ég strax að það var frá Dalsá. Var þá svona um 300 metrar heim að bænum. Mitt fyrsta verlc varð nú samt að leggjast niður og hvíla mig, því næst að afgreiða þessa litlu lögg, sem eftir var í flöskunni Bjarnafnaut, ofan í sjálfan mig. Gvendur félagi var orðinn sjáanlega lú- inn. Vildi hann nú ólmur leita til bæja; sá ég nú, að ekki var um annað að gera en láta að vilja hans, enda hefði hann aldrei komizt lifandi yfir Kolugafjall í þessu veðri og færi. Fórum við þá heim að Dalsá og gistum þar um nóttina. Fórum svo þaðan snemma um morguninn í blindhríð yfir Kolugafjall og heim í Illugastaði. Þegar við komum að Dalsá, var komið fram um háttatíma. Þar voru fyrir tveir menn, sem snúið höfðu aftur á Laxárdalsheiði um daginn. Þeir ætluðu út að Fossi á Skaga.Það voru þeirGuðjón bóndi og smiður fráVatns- koti í Hegranesi og fylgdarmaður hans, Björn Magnús- son. í þessari hríð varð úti Ólafur Hjaltesteð á Holta- vörðuheiði, og þeir fleiri hætt komnir þar. (Sjá Sögu- þætti Landpóstanna, II. bindi, bls. 125 til 130.) Þetta var einmitt sömu nóttina og við Guðmundur vorum að þvælast á Laxárdalsheiðinni. Þessa sömu nótt og kvöld áttu þeir póstarnir, Björn Jónsson í Núpsdals- tungu og Guðmundur Ólafsson í hörku stimpingum við þessa hríð á Hrútafjarðarhálsi. (Sjá enn Söguþætti Landpóstanna, II. bindi, bls. 187 til 191.) Eftir nýár 1926 var sæmilegur vetur, og engar áber- andi stórhríðar. Veturinn næsti 1926 til 1927 var líka sæmilegasti vetur, manndrápshríðar engar hér á milli Héraðsvatna og Blöndu. Þá var og veturinn 1927 til 1928 góður, en veturinn 1928 til 1929 var fyrirmyndar vetur, sérstaklega upp úr hátíðum og fram á vor. Vet- urinn 1929 til 1930 var að vísu hríðasamur, en jarð- bönn voru ekki hér svo teljandi væri. Veturinn 1930 til 1931 var líka góður vetur, en þó elcki eins góður og veturinn 1929. Þó kom ein talsvert eftirminnileg hríð þennan vetur þann 21. og 22. jan. Þá fórst norskt fiskitökuskip Ulv undan Þaralátursfirði á Ströndum. Við Baldur póstur Eyjólfsson vorum þá á leið frá Sauð- árkróki og út í Illugastaði. Að vísu var þá stórhríð, rok og fannkoma á austan norðaustan, en ekki ýkja mikið frost. Baldur póstur var afburða ferðamaður og dýr- léttur til gangs, enda sóttist okkur ferðin vel út yfir Kolugafjall um nóttina. Ég pjakkaði á eftir eins og vanalega, er við Baldur vorum samferða, sem var nú ærið oft og stundum í misjöfnu. Veturinn 1931 til 1932 var góður og hríðalítill, sömu- leiðis veturinn 1932 til 1933. Þá var og veturinn 1933 til 1934 líka mjög góður, einnig veturinn 1934 til 1935. Aftur á móti var veturinn 1935 til 1936 talsvert verri en í meðallagi hér á milli Héraðsvatna og Blöndu. — í des. um veturinn (þann 14.) gerði manndrápshríð á norðaustan. Um hádegi var komin iðulaus hríð á Illuga- stöðum. Þessi hríð gekk ekki upp af austri, heldur var hann hægur vestan útnorðan um morguninn, því fór sem fór fyrir mörgum. Ég var að leita að fé fram á kvöld þennan dag, og farnaðist misjafnlega, þótt ekki villtist ég. Þennan dag fórust tveir bátar af Sauðár- króki, og fleiri voru hætt komnir, sem róið höfðu um morguninn. Veturinn 1936 til 1937 var allt að því að geta heitið vondur vetur, haglítið og haglaust um talsvert langan tíma. Stórhríðar voru nú samt ekki ýkja margar, og fáar eftirminnilegar. Veturinn 1937 til 1938 var afbragðs góður, en vorið hið hraklegasta. Sama má segja um veturinn 1938 til 1939, en þá var ágætt vor. Veturinn 1939 til 1940 var líka góður, og vorið sæmilegt,.sömu- leiðis veturinn 1940 til 1941. Engar eftirminnilegar stórhríðar voru þessa vetur, og ekki heldur veturinn 1941 til 1942. En veturinn 1942 til 1943 var einn af verstu vetrum. Um nýjár byrjaði harðindakafli, sem varaði mestan janúar. Attin jafnan austan og norðaust- an, skakviðri, en ekki beint hörkuhríðar. Ur því fór áttin að verða vestlæg, gekk af og til í útnorðrið og norðrið og gerði stuttar áhlaupahríðar og vondar. Lenti ég í mörgum slíkum hríðarskotum, bæði einn og stund- um með dráttarhross, æki og menn. Aldrei varð þó slys, en lá stundum nærri. Úr þessu voru sæmilegustu vetur fram um og yfir 1950. Skagaströnd, 24. febrúar 1956. Liíðv. R. Kemp. Heima er bezt 163

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.