Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 18
HVAÐ UNGUR NEMUR - ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON ----------------------------
NÁMSTJÓRI
SUMARMÁL
1v e r g i á byggðu bóli á fyrsti sumardagur
önnur eins ítök í þjóðlífinu og á íslandi.
Hann er fagnaðar- og vona-dagur. Um alda-
raðir munu hafa gilt fastar venjur um helgi-
hald dagsins. Þær venjur eru nú, með breyttum lífs-
háttum, að falla úr gildi smátt og smátt, en í stað þeirra,
sem falla í glevmsku, myndast aðrar nýjar. f fjölmenn-
inu í kaupstöðum og kauptúnum er fyrsti sumardagur
nú rétt nefndur barnadagur. Hefur sumardagurinn
Telpa í íslenzkum þjóðbúningi fagnar sumri.
fyrsti um nokkra áratugi eingöngu verið helgaður
íslenzkri æsku.
í Reykjavík eru hátíðahöld á fyrsta sumardag öll á
vegum æskulýðs, og í skemmtistöðum höfuðborgarinn-
ar eru flest öll skemmtiatriði framkvæmd af börnum
innan fermingaraldurs. Börnin leika í leikatriðum,
syngja, lesa upp, dansa, sýna fimleika, leika einleik á
hljóðfæri o. fl. Yfirleitt eru slíkar skemmtanir vel sótt-
ar bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu.
A fyrsta sumardag koma mjög mörg börn í fyrsta
skipti fram fyrir áheyrendur í fullsetnum salarkynn-
um samkomuhúsanna. Mörg börnin hafa lagt mikið á
sig við æfingar og undirbúning, og vafalaust er hjart-
sláttur þeirra örari en venjulega og roði í kinnum, er
þau stíga sín fyrstu skref fram á leiksviðið. Sum koma
þarna, ef til vill aldrei aftur, en mörg þeirra verða þar
síðar tíðir gestir. I þessum hópi eru vissulega tilvon-
andi listamenn íslenzku þjóðarinnar. Allir frægir lista-
menn, hafa eitt sinn verið óþekkt börn, sem aðeins
nánustu vandamenn þekktu. Ef til vill hefur móður-
augað glöggt komið auga á listamannsefnið, þótt ekki
hafi verið haft hátt um það.
Hlutverk barnsins á fyrsta sumardag hefur ýmist
glætt vonimar um frægðardaga og framtíð listamanns,
eða slökkt þær. í þessum fjölmenna hópi, um allt fs-
land, sem koma fram á leiksvið fyrsta sumardag, eru
vafalaust börn, sem á næstu tveimur áratugum verða
þekktir leikarar, söngvarar eða upplesarar. Sum verða
þjóðfræg skáld og myndlistarmenn, — og önnur list-
rænir hljóðfæraleikarar og tónskáld. í þessum lítt
þekkta hópi barna felast drengir og stúlkur, sem síðar
verða af verkum sínum kunn um allt ísland og víðar.
En hvað er þá um hinn hópinn, sem ekki kemur fram á
leiksviðið, en nýtur þess að vera áheyrandi og áhorf-
andi? Sá hópur er vitanlega miklu stærri. Eru þar engir
duldir listamenn? Jú, vissulega. Hæfileikar margra ung-
menna vakna ekki fyrr en á unglingsárum og mörg list-
ræn böm em svo hlédræg, að varla er hægt að fá þau
til að koma fram fyrir áheyrendur. Listamannseðlið
blundar í brjósti þeirra bama, og hefur enn ekki feng-
ið útrás....
Engin vissa er fyrir því, að bezta listamannsefnið eða
164 Heima er bezt