Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 20
leggja fram lið sitt, til þess að dagurinn ýrði sannur gleðidagur. Nú fannst mér ég vera einn og einmana í ókunnu landi. Eg heimsótti ekki skóla þennan dag þótt allir skólar væru starfandi. Eftir hádegi gekk ég út á „Skansinn“. Það er „Tivoli“ þeirra Stokkhólmsbúa. Þar er margt að sjá, og ætíð er þar margt fólk á ferð, þótt rúmheigur dagur sé. Skansinn er gerður á fögrum stað í útjaðri borgar- innar, — á mishæðóttu landi. En varla veit maður með vissu, hvaða hæðir eru gerðar af manna höndum, og hverjar eru verk skaparans. Upp á eina hæðina liggur einkennilegur stigi. Þegar stigið er í neðstu tröppuna, fer allur stiginn af stað, eins og færiband í frystihúsi, og enginn þarf því að hreyfa fót, heldur standa kyrr í tröppunni og bíða þess að stiginn beri hann upp á toppinn með þægilegum hraða. Þessi „stigareim“ er í stöðugum gangi og flytur marga í sömu ferðinni, því að alltaf er einhver að bætast í lestina. Eg er einn og rölti víða um leikvanginn. Loks kom ég þar að, sem stór, taminn fíll var í girðingu. Um sama leyti komu að girðingunni nokkur stálpuð börn. Ég held að þau hafi verið sjö eða átta. Þau töl- uðu eitthvað við varðmann, sem stóð við girðinguna. Hann lauk upp hliði og hleypti þeim inn. Fíllinn beið rólegur og svipur hans var góðlegur. Hann sveiflaði rananum hálf-letilega og rýndi á börnin. Ég stanzaði og beið þess, hvað gerðist. Vörðurinn gekk að fílnum og sagði eitthvað, sem ég ekki heyrði, en fíliinn hefur víst skilið manninn, því að hann lagðist makindalega niður. Þá biðu börnin ekki boðanna, en kiifruðu upp á fílinn liggjandi og röðuðu sér á bakið á honum. Einn strákurinn skreið alveg fram á haus og hélt sér í eyrun; en annars héldu börnin hvert í annað. Ekki hreyfði fíllinn sig, heldur lá hinn rólegasti með barna- hópinn á bakinu. Þegar börnin höfðu komið sér vel fyrir á baki fílsins, sagði gæzlumaðurinn eitthvað hljóðlega við fílinn. Fíll- inn skildi auðsjáanlega það, sem við hann var sagt; var vel taminn og góðlyndur. Hann stóð svo varlega á fæt- ur, að börnin högguðust ekki. Fyrst reis hann að hálfu ieyti upp að aftan, og svo kom hann framfótunum fyrir sig og lyfti sér varlega á fætur. Börnin voru í sjöunda himni. Þau sátu þarna í hvirf- ingu, eins og á háum hóli og veifuðu til fólksins, sem stóð í kring. Fíllinn stóð nokkra stund grafkyrr, en rölti svo nokkra hringi um girðinguna með börnin á baki sér. Þau hlógu og skríktu og réðu sér ekki fyrir kátínu. Eftir dálitla stund lagðist fíllinn aftur varlega, og börnin renndu sér niður, kvöddu varðmanninn og gengu brosleit út úr girðingunni. Þá var þeim leik lokið. Ég hef í þessum línum minnzt sumarmálanna og sumardagsins fyrsta, og rætt um hve sterk tök þessi dagur hefur átt og á enn í íslenzku þjóðlífi. Fyrr á öldum var þessi dagur kærkominn hvíldar- og gleði- dagur í önn og erfiði vordaganna. Oft var þröngt í búi í sveitum, er líða tók á veturinn. Fæði fábrotið og lélegt, og lítill dagamunur gerður. Allir reyndu þó að geyma góðan bita til sumarmálanna og á sumardaginn fyrsta var framborinn mikill og góður matur. Á mörg- um heimilum féll vinna alveg niður, nema hirðing bú- fjár. Fólkið fékk leyfi til að fara í útileiki og lifa og láta eins og það lysti. Þó höfðu sumir þann sið, ef tíð var góð, að byrja eitthvað vallarávinnslu þennan dag. Ekki var þó unnið allan daginn, en aðeins hafin þessi vinnubrögð, líkt og þegar „borið var út“, sem svo var kallað, á laugardagskvöidum í sláttarbyrjun, til þess að segja mætti, að sláttur hæfist á laugardegi. Var það talið heillamerki að byrja heyskap á laugardegi, og gaf það vonir um heillaríkt sumar og góðan heyskap. Þar sem ég var uppalinn var túnið stórþýft á mínum barnsárum, og voru þessar stóru þúfur oft graslitlar og gráleitar í kollinn. Var því notuð sérstök aðferð með áburðinn, til að reyna að gera þær grasgefnar. Að vetr- inum var mykja borin út beint úr fjósinu og dálitlu mykju-hlassi klínt á þúfnakollana. Þegar vel voraði voru þessar mykjuklessur á þúfnakollunum hæfilega mjúkar og þurrar um sumarmál, svo að hægt var að mylja þær með höndunum og dreifa um þúfnakollana. Þegar svo rigndi á þetta, hvarf mykjan ofan í gras- svörðinn og þúfnakoliurinn spratt vel. Ef gott var veð- ur á sumardaginn fyrsta, fór stundum allt fólkið út og muldi klessurnar á þúfnakollunum og dreifði um þúf- urnar. Var stundum gleðskapur og kapp við þessa vinnu. Ekki var vinnan mjög erfið, en hreinleg gat hún ekki kallazt. Langt er síðan þessi vinnubrögð lögðust niður. Eitt er mér sérstaklega minnisstætt frá fyrsta sumar- degi, er ég var barn. Þar sem ég átti heima, var það mjög fágætt að konur gengju til útiverka á vetrum. Það kom þó fyrir að þær sinntu fjósverkum, en sjaldan fjárhirðingu. Leið veturinn svo oft, að konur komu aldrei í fjárhúsin. En ef gott var veður á sumardaginn fyrsta, var það siður að húsfreyjur gengju í fjárhúsin og litu á féð, áður en því var hleypt út. Man ég það vel, að okkur yngstu bræðrum þótti það hátíðleg stund, er mamma bjó sig út og fór með okkur út í fjárhús og leit inn í hvert hús og skoðaði kindurnar. Ég held að þetta hafi verið talið til heilla fyrir sauð- burðinn og allan fjárstofninn á komandi vori. En vel alinn fjárhópur er líka fögur sjón á blíðum vordegi. Á heilbrigði og frjósemi fjárins, valt að mestu afkoma heimilisins. Sauðburður og lambfé, fráfærur og fjallrekstur, er í huga mínum dýrðaróður vorsins í íslenzkri sveit. Er hver ungiingur hamingjusamur, sem fær kynningu af vorstörfum í sveit á unga aldri. Ásamt vorfuglunum eru lömbin yndi vorsins í sveitunum. Og ekki má þá gleyma fagursköpuðum folöldunum, sem eru meistara- verk skaparans, næst mannlegum verum. Gieðilegt sumar! Stefán Jónsson. 166 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.